Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1974, Blaðsíða 11
Verzlunarskýrslur 1972
9*
kvæmda daginn eftir, miðvikudag 20. desember 1972. í greinargerð Seðla-
bankans um þessa breytingu sagði meðal annars, að hún væri nauðsynleg
til þess að rétta við hag útflutningsatvinnuveganna og draga úr viðskipta-
halla við útlönd, sem er afleiðing hækkandi framleiðslulcostnaðar og auk-
innar eftirspurnar innanlands annars vegar, en versnandi aflabragða,
einkum á þorskveiðum, hins vegar. — Þetta nýja stofngengi svaraði til
þess, að kr. 98,56 væri i hverjum bandarískum dollar, á móti kr. 88,00
á tíinabilinu 11. nóv. 1968 til 18. des. 1972. Hækkun dollaragengis var
samkvæmt þessu 12,0%, og samsvarandi lækkun islenzkrar krónu 10,7%.
Nýtt dollaragengi er kom lil framkvæmda 20. des. 1972, var sem hér segir:
kr. 97,60 kaup og kr. 97,90 sala, en var fyrir breytinguna kr. 87,12 kaup
og kr. 87,42 sala. Gengi annars erlends gjaldeyris var skráð í samræmi
við það.
Hinn 20. des. 1972 voru gefin út lög, samþykkt af Alþingi (nr. 97/
1972), um ráðstafanir vcgna gengisbreytingarinnar. Var þar um að ræða
hliðstæð ákvæði og fylgdu gengisbreytingu 11. nóv. 1968 (lög nr. 74/
1968). Þar var m. a. ákveðið, að gjaldeyrir fyrir útfluttar sjávarafurðir,
framleiddar fyrir 1. janúar 1973, skyldi greiddur útflytjanda á eldra
gengi. Mismunur andvirðis gjaldeyris á eldri og nýju gengi skyldi færður
á sérstakan reikning á nafni ríkissjóðs í Seðlabankanum, og yrði því fé
ráðstafað at' ríkisstjórninni i þágu sjávarútvegsins og sjóða hans. Þá var
og rikisstjórninni heimilað að ákveða, að sama skyldi gilda um gjaldeyri
fyrir útfluttar iðnaðarvörur framleiddar fyrir 1. janúar 1973, enda skyldi
fé, er fengist til ráðstöfunar, ef til lcæmi, varið á hliðstæðan hátt. Rikis-
stjórnin ákvað að nota þessa heimlid. — Að öðru leyti eru ákvæði þessara
laga að mestu tæknilegs eðlis.
Hér á eftir er gerð grein fyrir, hvernig gengisbreytingin í desember
1972 verkar á tölur verzlunarskýrslna, eins og þær eru birtar i þessu riti:
Innflutningur. Hið nýja gjaldeyrisgengi gilti við ákvörðun tolla og
annarra gjalda á innfluttum vörum frá 20. des. 1972. Þó skyldi, samkvæmt
ákvæðum i lögum nr. 97/1972, miða við eldra gengi, ef fullnægjandi skjöl
hefðu verið afhent til tollmeðferðar fyrir 18. des. 1972, en þó þvi aðeins
að tollafgrciðslu væri Iokið fyrir 30. des. 1972. Eins og' við fyrri gengis-
fellingar var gerð undantekning fyrir vörur áður afhentar innflytjanda
með leyfi tollyfirvalds gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda
(,,deponering“). Slikar vörur mátti tollafgreiða á eldra gengi, en þó því
aðeins að fullnaðarafgreiðsla ætti sér stað fyrir febrúarlok 1973. — Með
þvi að um var að ræða tiltölulega litla gengisbreytingu og litið var flutt
inn með tollafgreiðslu á nýju gengi á þeim fáu virku dögum, sem eftir
voru til áramóta, þótti ekki taka því að greina þann innflutning frá öðru
innfluttu og reiknuðu á eldra gengi í desember 1972. Er því hver vöru-
sending i þeim mánuði tekin á skýrslu með því gengi, sem hún var toll-
afgreidd á. En frá janúarbyrjun 1973 er allur innflutningur reiknaður
á nýju gengi í skýrslum, einnig sá innflutningur (,,deponering“), sem