Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1974, Blaðsíða 30
28*
Verzlunarskýrslur 1972
Bygging álbræðslu í Straumsvík hófst á árinu 1967. Samkvæmt 14.
gr. samnings ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited frá 28.
marz 1966, sem fékk lagagildi með lögum nr. 76/1966, er mestallt, sem
með þarf til byggingar álbræðslunnar, undanþegið aðflutningsgjöldum og
söluskatti. Þar eð hér er um að ræða erlenda fjárfestingu og mikinn inn-
flutning af sérstökum uppruna, var sá háttur hafður á 1967 og 1968, að
þessi innflutningur var ekki hafður með í árlegum innflutningstölum
Verzlunarskýrslna. Hins vegar hefur hann frá og með 1968 verið meðtal-
inn i mánaðarlegum innflutningstölum, birtum í Hagtíðindum, sjá nánar
athugasemd neðst á hls. 69 í aprílblaði Hagtíðinda 1968. Að því er varð-
ar birtingu í Verzlunarskýrslum er hins vegar, frá og með árinu 1969,
rekstrarvöruinnflutningur Islenzka álfélagsins h.f. talinn með öðrum
innflutningi, enda er útflutningur áls, sem hófst á hausti 1969, tekinn
með öðrum útflutningi. Innflutningi til fjáríestingar er á hinn bóg-
inn eftir sem áður sleppt í öllum almennum töflum Verzlunarskýrslna. I
inngangi Verzlunarskýrslna 1967 og 1968 voru birtar sérupplýsingar um
innflutning til íslenzka álfélagsins h.f., sem á þeim árum var einvörðungu
vegna byggingar álbræðslu. I inngangi Verzlunarskýrslna hvert ár 1969—
1971 er birt sams konar yfirlit um innflutning þess fyrirtækis til fjárfest-
ingar, en auk þess er birt sérskýrsla með upplýsingum um rekstrarvöru-
innflutning til álbræðslu, en hann kom fyrst til sögunnar 1969. Þær tölur
eru, eins og áður segir, taldar með almennum innflutningi. Þess skal getið,
að svo nefndar „verktakavörur“ innfluttar af Isl. álfélaginu eru ekki
teknar á skýrslu og því ekki meðtaldar í skýrslu þeirri, sem hér fer á
eftir. Er hér um að ræða tæki (þar með áhöld og verkfæri, svo fylgi-
og varahlutir) til mannvirkjagerðar o. fl., sem ísl. álfélagið hyggst
flytja úr landi, þegar þar að kemur. Ef slíkar vörur eru síðar seldar eða
afhentar til innlends aðila, eru þær teknar í innflutningsskýrslur, en þá
ekki sem innl'Iutningur íslcnzka álfélagsins h.f.
Hér fer á eftir skýrsla um innflutning 1972 til framkv. Landsvirkjunar
og til fjárfestingar Isl. álfélagsins, og er hann greindur á vörudeildir
og á lönd innan þeirra. Fyrst er, fyrir hvorn aðilann um sig, tilgreind
nettóþyngd innflutnings i tonnum, síðan fob-verðmæti og loks cif-verð-
mæti, hvort tveggja í þús. kr. Aftan við „önnur lönd“ er hverju sinni til-
greind tala þeirra, fyrst fyrir Búrfellsvirkjun og síðan fyrir íslenzka ál-
félugið h.f. Innflutningur til íslenzka álfélagsins h.f. 1972 nam alls 1 364,4
millj. kr., þar af 385,0 vegna byggingarframkvæmda, og 979,4 millj. kr.
rekstrarvörur til álframleiðslu. I skýrslunni næst hér á eftir er sundur-
greining á fyrr nefndu innflutningsverðmæti, en það er eins og fyrr segir
ekki meðtalið í almennum innflutningi. Þar fyrir aftan er svo sundur-
greining á rekstrarvöruinnflutningi, sem er talinn með almennum inn-
flutningi og því alls staðar innifalinn í töflum.