Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1974, Blaðsíða 19
Verzlunar9kýrslur 1972
17*
í töfiu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti innflutningsins fob
og cif eftir vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sam-
einuðu þjóðanna. í töflu II á bls. 4—19 er sýnt verðmæti innflutningsins
eftir vöruflokkum sömu skrár með skiptingu á lönd.
í sambandi við fob-verðstölur innflutnings skal þetta tekið fram:
Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar frá úl-
flutningsstaðnum ásamt vátryggingaiðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, er ekki einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá
erlendri útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um
að ræða farmgjöld með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar
útflutningshafnar, þar sem vöru er síðast útskipað á leið til Islands. Kem-
ur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl. Fer þetta eftir því, við hvaða stað
eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður að því, að vörur
séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slíkum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
Frá og með Verzlunarskýrslum 1966 þarf innflutningur frá landi að
nema minnst 50 þús. lcr., til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega i
töflu IV — nema um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti
innflutningsins 1972 alls 17 091 892 þús. kr„ en cif-verðið 18 925 046 þús.
kr. Fob-verðmæti innflutnings 1972 að undanskildum skipum og flug-
vélum var þannig 90,3% af cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka
flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismun-
andi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á ein-
stakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað
1 % af cif-verði flestra vara, nema á sekkjavöru i vörudeildum 04,06,08,
og 56, þar er tryggingaiðgjald reiknað 0,83% af cifverði. Svo er
einnig á kolum (32). Tryggingaiðgjald á timbri i vörudeildum 24 og 63
er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27. vörudeild) 0,55%, og á olium
og benzíni (i 33. vörudeild) 0,3%. Á bifreiðum í 73. vörudeild er trygg-
ingaiðgjald reiknað 2,75% af eif-verði. — Að svo miklu leyti sem trygg-
ingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt í 2. yfirliti, er flutningskostn-
aður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsvcrðmæti skipa, sem flutt voru inn 1972, (tollskrárnr.
89.01.22 og 24, 89.03.00) nam alls 961 478 þús. kr„ og fer hér á eftir skrá
yfir þau (öll vélskip og úr stáli):
3