Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR
„Ég er búinn að vera lengi í þessu og
hef gífurlega þekkingu og reynslu svo
ég get ekki annað en haldið áfram,“
segir Júlíus Már Baldursson að Tjörn
á Vatnsnesi en hænsnabú Júlíusar,
stærsta landnámshænsnabú landsins,
brann til kaldra kola þann 28. mars
síðastliðinn.
Yfir 200 hænur brunnu inni, 25
kynbótahanar, 970 egg og 147 ung-
ar. „Eggin voru þremur dögum frá því
að klekjast og ég var farinn að heyra
í ungunum. Allir fjórir heimiliskett-
irnir fóru líka. Það er varla hægt að
lýsa þessu. Mér leið eins og ég væri í
rússibana alla nóttina - horfði bara á
bálið og gat ekkert gert,“ segir Júlíus
sem segir að sér hafi létt þegar fyrstu
bláu ljósin hafi birtst í myrkrinu. „En
slökkviliðið var lengi á leiðinni enda
langur akstur frá Hvammstanga. Það
er þó ekki við slökkviliðið að sakast
enda stóð það vel við sitt.“
Atburðurinn hafði mikil áhrif á Júlí-
us sem þó er allur að koma til. „Þetta
eru slæmar minningar sem ég kem til
með að lifa með en líkt og með önnur
óhöpp stend ég sterkari fyrir vikið ef
eitthvað er. Það var erfitt að horfa upp
á dýrin og fuglana fara svona og sjá öll
þessi ár fara í súginn en lífið heldur
áfram og það þýðir ekkert að leggjast
í þunglyndi. Maður verður að halda
áfram og horfa fram á við.“
Móðir og systir Júlíusar hafa opnað
styrktarreikning fyrir Júlíus sem vissi
ekki af söfnuninni fyrr en eftir á. Hann
er þó þakklátur enda dýrt að byrja upp
á nýtt nú þegar allt hefur hækkað. Þeir
sem vilja styrkja Júlíus Má geta lagt
inn á reikning kt. 011260-2259 í banka
1105-15-200235. indiana@dv.is
Stærsta landnámshænsnabú landsins verður byggt upp aftur eftir bruna:
Sárt að horfa á dýrin fara svona
Mikill missir Yfir 200 hænur, 25 kynbótahanar, 147 ungar og tæplega þúsund egg
sem voru að því komin að klekjast brunnu í stórbrunanum í mars. MYND FEYKIR.IS
Tæplega helmingur þeirra lána sem
Landsbankinn veitti starfsmönn-
um sínum rann til Guðmundur
Péturs Davíðssonar, bróðursonar
Björgólfs Guðmundssonar. Þetta
kemur fram í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Samtals veitti
bankinn starfsmönnum sínum lán
sem námu um 2 milljörðum króna
en 800 milljónir af þessari upphæð
runnu til Guðmundar Davíðs. Björ-
gólfur var aðaleigandi bankans og
stjórnarformaður hans.
Annars var það almennt séð frek-
ar sjaldgæft í Landsbankanum að
starfsmenn fengju lán í eigin nafni
eða í nafni eignarhaldsfélaga sinna
en í þeim tilfellum sem það var gert
fóru um 40 prósent lánanna til áð-
urnefnds Guðmundar. Um þetta
segir í skýrslunni: „Landsbankinn
lánaði alls tæplega 2 milljarða króna
til starfsmanna sem fengu meira en
100 milljónir að láni hver. Um 40%
þeirra lána sem Landsbankinn
veitti starfsmönnum sínum gengu
til Guðmundar Péturs Davíðsson-
ar. Hann er bróðursonur Björgólfs
Guðmundssonar. Lán Guðmundar
og eignarhaldsfélags hans, Brim-
holts, stóðu í tæplega 800 milljón-
um króna í lok september 2008.“
Vék af fundum
Lánveitingarnar til frænda Björgólfs
eru áhugaverðar í því ljósi að Björ-
gólfur Guðmundsson var þriðji á
listanum yfir mestu áhættuskuld-
bindingar Landsbankans - efstur
var Björgólfur Thor Björgólfsson og
tengd félög og þar á eftir kom fjár-
festingafélagið Gaumur og tengd
félög - og kemur fram í skýrslunni
að hann hafi alltaf vikið af fundum
stjórnar Landsbankans þegar rætt
var um lánafyrir-
greiðslu til hans
og tengdra að-
ila. Þetta var
væntanlega
gert til að
tryggja
gagn-
sæi
við afgreiðslu á lánum og til að
ganga úr skugga um að hlutlægni
væri gætt.
Um þetta segir til dæmis í skýrsl-
unni, og er tilvitnunin tekin upp úr
fundargerð Landsbankans: „For-
maður bankaráðs [Björgólfur Guð-
mundsson, innsk. blaðamanns] og
Þór Kristjánsson yfirgáfu nú fund-
inn vegna tengsla við næstu dag-
skrármál. Kjartan Gunnarsson
stýrði fundi.“ Í kjölfarið samþykkti
stjórnin þrenns konar lánafyrir-
greiðslu til Björgólfs Guðmunds-
sonar og tengdra félaga, meðal
annars tæplega 400
milljóna króna
kúlulán.
Lesendur
skýrslu rann-
sóknarnefnd-
ar Alþing-
is eru svo
látnir geta sér þess til hvort brott-
hvarf Björgólfs af stjórnarfundum
hafi í reynd skipt miklu máli þegar
lánveitingar til hans og tengdra að-
ila voru ákveðnar. Á einum stað í
skýrslunni segir líka að Björgólfur
hafi ákveðið að vera með skrifstofu
á milli bankastjóranna tveggja, Sig-
urjóns Þ. Árnasonar og Halldórs J.
Kristjánssonar.
Rekinn frá Eimskipi
Guðmundur Pétur starfaði reynd-
ar ekki í Landsbankanum þar til í
bankahruninu 2008 því hann lét af
störfum þar árið 2007. Þá tók hann
við starfi sem framkvæmdastjóri
Eimskips á Íslandi en félagið var
í eigu Björgólfs Guðmundssonar
líkt og Landsbankinn. Guðmund-
ur hafði verið framkvæmdastjóri
eignarhaldsfélags Björgólfs, Grett-
is, sem varð stærsti hluthafinn í
Eimskipafélaginu með yfirtöku
þess síðarnefnda á skipafélag-
inu árið 2007.
Stærstur hluti af lánveit-
ingum Landsbankans til
Guðmundar var veittur eftir að
hann hætti hjá Landsbankanum.
Guðmundur fékk 119 milljóna
króna lán persónulega hjá Lands-
bankanum árið 2006 og 100 millj-
ónir árið á eftir. Eignarhaldsfélag
hans, Brimholt, fékk svo 269 millj-
ónir í lán árið 2007 og námu heild-
arskuldir félagsins við Landsbank-
ann 564 milljónum árið 2008.
Guðmundur var rekinn frá Eim-
skipafélaginu sumarið 2009, eft-
ir bankahrunið, þegar fyrir lá að
þáverandi eigendur þess myndu
ekki halda yfirráðum yfir því og
að félagið færi í nauðasaminga
eða yrði gjaldþrota. Þegar nauða-
samningar Eimskipafélagsins voru
samþykktir í ágúst lá ljóst fyrir að
skilanefnd gamla Landsbankans
þyrfti að afskrifa um 60 milljarða
króna af óveðtryggðum kröfum
sínum á hendur Eimskipafélagi Ís-
lands. Þetta voru lán sem veitt voru
í tíð Björgólfs Guðmundssonar
hjá Landsbankanum og að hluta í
framkvæmdastjóratíð Guðmundar
Péturs.
FRÆNDI FÉKK
HÆSTU LÁNIN
Frændi Björgólfs Guðmundssonar var sá starfsmaður Landsbankans sem fékk hæstu lánin. Björgólfur
Guðmundsson og Björgólfur Thor voru tveir af þremur stærstu skuldurum bankans. Björgólfur vék alltaf
af fundum þegar lánveitingar til hans voru ræddar. Frændi Björgólfs var settur af hjá Eimskipi eftir hrun.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Frændi Björgólfs skuldaði mest
Náfrændi Björgólfs Guðmundsson-
ar var sá starfsmaður bankans sem
fékk hvað hæst lán hjá bankanum.
Formaður bankaráðs
[Björgólfur Guð-
mundsson, innsk.
blaðamanns] og
Þór Kristjánsson
yfirgáfu nú fund-
inn vegna tengsla
við næstu dag-
skrármál.
Lánveitingar til Guðmundar Péturs samkvæmt skýrslunni:
Guðmundur Pétur Davíðsson / Guðmundur Pétur Davíðsson 219 milljónir
Brimholt ehf. / Guðmundur Pétur Davíðsson 564 mlljónir
Lán Guðmundar
Ekki þvingaður
Ekkert bendir til þess að maður
sem innbyrti stíflueyði í sam-
kvæmi á höfuðborgarsvæðinu
aðfaranótt laugardags hafi verið
þvingaður til þess. Friðrik Smári
Björgvinsson, yfirmaður rann-
sóknardeildar lögreglunnar, sagði
í samtali við fréttastofu Ríkisút-
varpsins að allir sem voru í sam-
kvæminu hefðu verið yfir heyrðir
nema maðurinn sem drakk stíflu-
eyðinn. Hann liggur enn á gjör-
gæsludeild Landspítalans og er í
lífshættu.