Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 9
FRÉTTIR 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 „MENN VORU STÓRHUGA“ Fasteignafélagið Saxbygg fékk rúmlega tveggja milljarða króna lán frá Glitni í nóvember árið 2007 sem átti að nota til að endurbyggja tvær íbúðablokkir í Berlín. Verkefnið var kallað Berlin Tower og átti að vera með 272 íbúðum. Einnig átti að endurbyggja gamla skrifstofubyggingu Stazi í borginni. Ekkert varð af verkefnunum. Samkvæmt fundargerð lánanefnd- ar Glitnis frá því í nóvember árið 2007, sem birtist í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, óskaði fjárfestingafélagið Saxbygg eftir 25 milljónum evra að láni til bygg- ingaverkefna í Berlín. Í fundargerð- inni segir að Saxbygg sé með þrjú verkefni í gangi. „Í fyrsta lagi er það verkefni sem gengur undir nafninu Berlin Tower. Það eru tveir turnar sem verða með 272 íbúðum þegar framkvæmdum verður lokið. Verk- efni númer tvö gengur undir nafn- inu Stazi-byggingin og er skrifstofu- bygging sem var notuð af Stazi að einhverju leyti. Þá eign verður að strippa niður og byggja upp frá út- veggjum. Þriðja verkefnið er tvær eignir sem eru að samanlögðu verð- mæti um 3€ m sem þá vantar fjár- mögnun á.“ Lánið verður greitt Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Saxbyggs, seg- ir að félagið hafi einungis fengið 4,3 milljónir evra af láninu – pen- inga sem að hans sögn fóru í Berlin Tower-verkefnið. „Þetta er nú kom- ið í hendurnar á öðrum eigendum en ég veit bara af því að þetta lán við Glitni sem var á gjalddaga 30. mars verður greitt í lok þessa mánaðar, en þeir fengu mánaðarframlengingu. Það voru aldrei nein lán tekin fyr- ir Stazi-húsinu og varðandi þriðja verkefnið þá var það ekki fjármagn- að af Glitni heldur voru lán tekin í þýskum banka,“ segir Björn Ingi. Vont að vera Íslendingur Þegar Björn Ingi er spurður að því hvort fyrirtækið hafi byrjað fram- kvæmdir á turnunum í Berlín segir hann svo vera. „Það reyndist nú vera þannig að þegar átti að fara að end- urfjármagna kúluna var orðið vont að vera Íslendingur – það varð ekk- ert við það ráðið og það varð bara að setja þetta í hendurnar á öðrum að- ilum sem gátu þá og eru vonandi að klára þau mál.“ Allur heimurinn í tómu tjóni Að sögn Björns Inga var verkefnið selt til þýskra aðila sem hann vill ekki gefa upp hverjir eru. Hann vill held- ur ekki gefa upp kaupverðið. „Þetta er bara í ákveðnum farvegi. Það er allur heimurinn í tómu tjóni. Það skiptir ekki máli hvar þú berð nið- ur, hvort það er á Þýskalandi, Eng- landi eða um allan heim. Alls staðar eru fasteignamarkaðir komnir nið- ur í skítinn, en það voru einmitt þeir markaðir sem við vorum að vinna í,“ segir Björn Ingi en turnarnir sem Saxbygg ætlaði að endurbyggja eru nokkuð frægir. Óskarsverðlauna- myndin Das Leben der Anderen var tekin að hluta til upp í turnunum. Menn voru stórhuga Á heimasíðu þýsku arkitektastof- unnar Baumgart Becker eru myndir af turnunum. „Þetta fyrirtæki vann arkitektavinnuna fyrir okkur, en svo reyndist ekki vera hægt að fjármagna verkefnið eins og þeir lögðu það upp. Við hættum því við að fara í þetta með þeim hætti. Menn voru stórhuga á þessum tíma og ætluðu að gera þetta voðalega flott, en þegar láns- fjármagn gekk til þurrðar var það ekki hægt,“ segir Björn Ingi. Seldu erlendar eignir Saxbygg skilur eftir sig slóð skulda en félagið tapaði 23,6 milljörðum króna árið 2008 og skuldaði 12,6 milljarða þegar það var tekið til gjaldþrota- skipta í maí í fyrra. Erlendar eignir félagsins voru seldar vorið 2008 og þar á meðal turnarnir í Berlín. Björn Ingi sagðist ekkert geta tjáð sig um þessi mál þar sem þau væru í sínum venjulega farvegi hjá skiptastjóra. Aðspurður hvort eignum hafi verið komið undan með þessum gjörning- um segir hann. „Nei, ertu frá þér? Eins og kom fram í yfirlýsingu frá mér var verið að bjarga eignum. Ís- lensk félög sem voru í fjárfestingum erlendis stóðu nú ekkert voðalega vel eftir að búið var að lýsa Landsbank- ann sem hryðjuverkabanka og menn vissu bara ekkert hvert framhaldið yrði.“ JÓHANNES KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Menn voru stór-huga á þessum tíma og ætluðu að gera þetta voðalega flott, en þegar lánsfjármagn þorn- aði þá var það ekki hægt. Óskarsverðlaunamynd Sumir kannast við blokkirnar úr óskarsverðlaunamynd- inni Das Leben der Anderen. Berlin Tower Blokkirnar sem Saxbygg ætlaði að endurbyggja í Berlín áttu að hýsa 272 íbúðir. Karli Wernerssyni, stofnanda og eins aðaleiganda Milestone, hefur verið stefnt vegna hrossaskíts. Hann hef- ur hafnað að borga reikning hrossa- ræktandans Antons Ásgríms Kristins- sonar fyrir vinnu við að hreinsa út úr hestastíum auðmannsins. Fyrir vikið stefndi Anton Ásgrímur honum. Reikningur Antons Ásgríms snýr að haugkeyrslu og hreinsun hrossa- stía í eigu Karls. Áður hafði sá fyrr- nefndi selt einkahlutafélagi í eigu Karls, félaginu Hætti ehf., jörðina Efri- Rauðalæk. Eftir söluna tók Anton að sér hrossaumsýslu fyrir Karl og eftir því sem DV kemst næst heldur Karl því fram að umsýslan hafi verið inni- falin í jarðarkaupunum. Því er Ant- on Ásgrímur ósammála og fer fram á tæpa hálfa milljón í greiðslu fyrir að hreinsa upp hrossaskít fjárfestisins. Það kemur til kasta dómstóla að skera úr um hvort Karli beri að greiða fyrir þessa vinnu eða ekki. Verði Karl fundinn sekur er það ekki í fyrsta sinn sem svo er því hann hefur áður verið dæmdur, bæði í hér- aðsdómi og í Hæstarétti, fyrir skatta- lagabrot. Þá var hann ákærður, árið 1998, fyrir að standa ekki í skilum með virðisaukaskatt þegar hann var framkvæmdastjóri Tölvukaupa. Sam- kvæmt lýsingu dómsins skilaði hann hvorki inn skattskýrslu né greiddi skatt á tilsettum tíma. Héraðsdómur dæmdi hann í skilorðsbundið tveggja mánaða fangelsi og til greiðslu tæp- lega 3,5 milljóna í sekt. Hæstiréttur dró heldur úr refsingunni, sektin fór niður í 100 þúsund krónur og 20 daga fangelsi yrði sektin ekki greidd. trausti@dv.is Hrossaræktandi stefnir auðmanni fyrir ógreiddan reikning vegna hrossaumsjónar: Karli stefnt vegna hrossaskíts Katla gæti vaknað Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að taka yrði mjög alvarlega vísbending- ar um að gos í Eyjafjallajökli gæti hleypt Kötlu af stað. Haft er eftir Haraldi að slík systragos hafi þó öll verið lítil. Eldgosið í Eyjafjalla- jökli virðist nú vera að breytast úr öskugosi í hraungos, en það gæti staðið mánuðum saman að mati Haraldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.