Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Page 11
FRÉTTIR 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - FÉLAG GUÐJÓNS Í KVÓTABRASKI „Ég hef ekkert verið að hagnast á þessu og út úr þessu fyrirtæki hef- ur aldrei verið greiddur arður,“ seg- ir Kristján Andri Guðjónsson, sonur Guðjóns Arnars Kristjánssonar, fyrr- verandi alþingismanns, en saman eiga þeir feðgar fimmtíu prósent í út- gerðarfélaginu Öngli ehf., sem gerir út bátinn Björgu Hauks ÍS-33. „Ég vil að það komi skýrt fram að faðir minn hefur aldrei komið nálægt dagleg- um rekstri fyrirtækisins. Ég hef aldrei spurt hann ráða varðandi það þegar ég hef verið að leigja til mín eða frá mér kvóta – það er ekki hans að sjá um það.“ 200 tonna kvóti Útgerðarfélagið Öngull ehf. er skráð fyrir rúmlega 200 tonna þorskígild- iskvóta. Í ársreikningum fyrirtæk- isins kemur fram undir tekjuliðum að kvóti hafi verið leigður frá fyrir- tækinu á árunum 2007 til 2009 fyr- ir tæpar 16 milljónir króna. „Við misstum skip og tvo menn árið 2007 og vorum þar af leiðandi úr leik í tvo til þrjá mánuði. Í kjölfar- ið keypti ég bát sem ég ætlaði að nota, en leist svo ekki á hann og ræ á honum núna á grásleppu. Haust- ið 2007 keypti ég svo Björgu Hauks sem ég geri út núna. Það voru mikl- ar kvótafærslur á milli bátanna á þessum tíma vegna slyssins,“ segir Kristján Andri. Aðspurður hvort hann hafi leigt kvóta út úr fyrirtækinu segist Krist- ján Andri hafa neyðst til þess. „Ég varð náttúrulega einhvern veg- inn að halda rekstrinum gangandi meðan ég var bátlaus í tvo eða þrjá mánuði,“ segir hann en árið 2007 leigði fyrirtækið frá sér kvóta fyrir tæpar 5,5 milljónir króna. Vélin eyðilagðist Árið 2008 eyðilagðist vélin í Björgu Hauks að sögn Kristjáns. „Þetta gerðist akkúrat í bankahruninu og enga peninga var að hafa og rekst- urinn var stopp. Ég hafði um tvo kosti að velja, annaðhvort að leigja frá mér aflaheimildir eða pakka saman. Mér fannst illskásti kostur- inn að leigja frá mér kvótann svo ég ætti fyrir nýrri vél,“ segir hann en það ár voru tekjurnar af útleigð- um kvóta rúmar 6,5 milljónir króna. Árið 2009 voru tekjurnar af kvóta- leigu tæpar fjórar milljónir. Miklar skuldir Kristján Andri segir að ástandið hjá fyrirtækinu sé erfitt og skuld- irnar miklar. „Ef við hefðum viljað selja kvótann frá okkur árið 2007 þá hefðum við getað náð 150 milljón- um á haus út úr þessu, miðað við skuldir og eignir á þeim tíma. Við höfum aldrei velt því fyrir okkur að selja og héldum áfram að gera bát- inn út. Svo féll allt draslið – krónan og bankarnir og í dag skuldar fyr- irtækið um 270 milljónir króna og eignirnar eru horfnar. Það sem var sjötíu prósent eign í fyrirtækinu er núll í dag,“ segir Kristján en megn- ið af skuldunum er tilkomið vegna kaupa á kvóta og tækjum. Dæmdir úr leik „Þetta eru leikreglurnar og eft- ir þeim spilar maður,“ segir hann. Kvótakerfið sé þannig uppbyggt að ef menn spili ekki með kerfinu þá séu menn dæmdir úr leik. Aðspurð- ur hvort honum finnist það siðlaust af föður hans að vera hluthafi í fyr- irtæki sem leigi frá sér kvóta svarar Kristján: „Hann er búinn að eiga í þessu fyrirtæki frá því löngu áður en hann varð alþingismaður, eða frá árinu 1991.“ Sigurjón Þórðarson, nýkjörinn formaður Frjálslynda flokksins, segir kvótakerfið búa til vafasama gjörninga og að mennirnir sem starfi við útgerð starfi við reglur sem henti ekki atvinnugreininni. „Ég er samt ekkert að afsaka það sem er gert, en hvort sem það er brottkast eða að leigja frá sér aflaheimildir þá er einfaldlega mikill hvati til að starfa óeðlilega við kvótakerfið. Að- spurður hvort hann telji það sið- laust að einarður talsmaður gegn kvótabraski sé hluthafi í fyrirtæki sem leigi frá sér kvóta svarar Sigur- jón: „Þetta tvennt fer ekki saman.“ Guðjón Arnar Kristjánsson seg- ir að menn verði að spila í kvóta- kerfinu eins og það er og segist gera ráð fyrir því að fyrirtækið hafi einn- ig leigt til sín kvóta. Hann hafi ekki tekið neinn þátt í rekstri fyrirtækis- ins og hafi enga afkomu af rekstri þess. Nánar verður rætt við Guðjón Arnar um málið í helgarblaði DV. JÓHANNES KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Aðspurður hvort hann telji það siðlaust að einarður talsmaður gegn kvóta- braski sé hluthafi í fyr- irtæki sem leigi frá sér kvóta svarar Sigurjón: „Þetta tvennt fer ekki saman.“ Fyrirtæki sem Guðjón Arnar Kristjáns- son, fyrrverandi alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins, á fjórðungs- hlut í leigði út kvóta fyrir tæpar sextán milljónir árin 2007 til 2009. Guðjón Arnar hefur um árabil talað mjög gegn kvóta- braski. Nýr formaður Frjálslynda flokks- ins segir þetta tvennt ekki fara saman. Fyrirtækið skuldar rúmar 270 milljónir. Pabbinn Guðjón Arnar verður í sérstakri yfirheyrslu DV í næsta helgarblaði um útleigu á kvóta frá fyrirtæki í fjórðungseigu hans. Sonurinn Kristján Andri Guðjónsson segir föður sinn Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, aldrei hafa skipt sér af rekstri fyrirtækisins og engan arð fengið út úr því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.