Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FRÉTTIR Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er vændur um óeðlilega viðskiptahætti ásamt nokkrum af samstarfsmönnum bankans í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Talið er mögu- legt samkvæmt skýrslunni að hagsmunaárekstrar hafi kom- ið upp í viðskiptum Bjarna og samstarfsmanna hans vegna viðskipta við eignarhaldsfélagið Milestone árið 2005. Um þetta mál er rætt í fjórða bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Seldu til Milestone og fengu lán Gagnrýni rannsóknarnefndar- innar snýst um það að tólf dög- um áður en tilkynnt var um að helstu stjórnendur Glitnis, með- al annars Bjarni Ármannsson, hefðu keypt hlutabréf í Íslands- banka með lánveitingum frá dótturfélagi Milestone og Kaup- þingi seldi bankinn 66 prósenta hlut í tryggingafélaginu Sjóvá til Milestone og lánaði félaginu fyrir rúmlega 50 prósentum af kaupverðinu. Kaupþing lánaði fyrir 80 prósentum af kaupverði bréfanna og Milestone fyrir 20 prósentum. Samtals námu lán- veitingar rúmum 2,5 milljörð- um króna samkvæmt skýrslunni. Þar af námu lánin frá Milestone rúmum 500 milljónum króna. Þetta er gagnrýnt nokkuð harkalega í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar: „Í ljósi lánveit- inga Milestone Import Export til stjórnenda Íslandsbanka er vert að huga að hagsmunum eigenda Milestone hf. árið 2005 gagn- vart bankanum og hugsanlegum hagsmunaárekstrum sem orðið gátu á milli Milestone hf. og yfir- stjórnar bankans.“ Þeir stjórnendur Glitnis sem keyptu bréf í bankanum með lánveitingum frá Kaupþingi og Milestone í maí á genginu 13,41 seldu þau þremur mán- uðum síðar á genginu 15,25. Allir gerðu þeir þetta nema Ein- ar Sveinsson, formaður banka- ráðsins. Græddu tugi milljóna Stjórnendurnir græddu því nokkuð á hlutabréfaviðskipt- unum þar sem sölugengið var nokkru hærra en kaupgengið. Um þetta segir í skýrslunni: „Ef einungis er tekið tillit til þess fjölda hluta sem keyptur var þann 31. maí 2005 hefur félag forstjóra bankans, Bjarna Ár- mannssonar, hagnast um 184 milljónir króna. Eins hafa fé- lög framkvæmdastjóra bankans hagnast um um 31,3 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur bankans hafa því búið sér til tugmilljóna króna hagnað á nokkurra mánaða tímabili með hlutabréfaviðskipt- unum. Þeir hafa svo notað hagn- aðinn til að greiða vexti til Kaup- þings og Milestone og þóknun til bankans fyrir að miðla bréf- unum, en lánin voru til þriggja mánaða og báru 11,3 prósenta vexti. Afganginn af söluhagnaði hafa þeir svo hirt sjálfir. Tekið er fram sérstaklega í skýrslunni að „engar sérstakar tryggingar hafi verið fyrir lánveitingunni“. Lán- unum hefur því ekki fylgt nein áhætta fyrir Bjarna Ármannsson og aðra stjórnendur Glitnis. Sérstaka athygli vekur jafn- framt að Þorgils Óttar Mathie- sen skuli hafa verið einn þeirra sem fengu lánað á þennan hátt fyrir hlutabréfum í bankanum en hann var framkvæmdastjóri Sjóvár þegar þetta var. Þorgils Óttar lét af störfum fljótlega eft- ir að Milestone keypti Sjóvá og Þór Sigfússon tók við af honum. Hann græddi hins vegar millj- ónir á viðskiptunum með hluta- bréfin í Glitni. Salan gagnrýnd Í skýrslunni er ýjað að því að óeðli- lega hafi verið staðið að viðskipt- unum og segir í henni að þó þurfi að líta á hverjir það voru innan bankans sem hlynntir voru söl- unni á Sjóvá til Milestone. Nokkrar deilur urðu um söl- una á Sjóvá til Milestone í banka- ráði Glitnis. Samkvæmt skýrslunni virðist sem bankinn hafi ekki leitað annarra tilboða í tryggingafélagið áður en ákveðið var að selja það til Milestone. Bankinn lét Morgan Stanley gera verðmat á trygginga- félaginu og var tilboð Milestone, 26 milljarðar króna, hærra en verð- mat bandaríska bankans. Tilboðið var því talið hagstætt. Í fundargerð frá bankanum sem vísað er til í skýrslunni kemur fram að Straumur-Burðarás hafi lýst yfir áhuga á að koma að sölunni á Sjó- vá. Stjórnin svaraði þessu hins veg- ar neitandi, samkvæmt skýrslunni, þar sem þeir Einar Sveinsson og Bjarni Ármansson hafi lýst þeirri „... afstöðu sinni að það væri ekki heppilegt í ljósi þess að um sam- keppnisaðila væri að ræða og að stefna bankans væri að eiga áfram hlut í félaginu.“ Sama dag var geng- ið frá sölunni til Milestone. Úlfar Steindórsson, sem sat í bankaráðinu, óskaði hins veg- ar eftir því að bókað væri í fund- argerðina „... að ferlið væri búið að standa yfir í fjórar vikur og að ekki hefði verið reynt að ræða við aðra aðila en Karl [Karl Werners- son aðaleiganda Milestone, innsk. blaðamanns]“ og því væri stjórnin að kalla yfir sig óánægju hluthafa ef ekki yrði kannað til hlítar hvort hægt væri að fá hærra verð fyrir hlutinn í Sjóvá. Eins gagnrýndi Úlf- ar að bankinn væri að taka áhættu með því að fjármagna sjálfur um 50 prósent af kaupverðinu. Í kjölfar sölunnar til Milestone sendi Straumur-Burðarás erindi til Fjármálaeftirlitsins þar sem bent var á að óeðlilega hefði ver- ið staðið að sölunni. Fjármálaeft- irlitið virðist hins vegar ekki hafa talið tilefni til að skoða málið sér- staklega. Félögin sem keyptu í Glitni með lánum frá Milestone og Kaupþingi og eigendur þeirra Sjávarsýn Bjarni Ármannsson (Forstjóri Glitnis) Coot ehf. Þorgils Óttar Mathiesen (Framkvæmdastjóri Sjóvár) Gani ehf. Tómas Kristjánsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) Snæból ehf. Finnur Reyr Stefánsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) Eignarhaldsfélagið Teitur ehf. Haukur Oddsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) ÞJDJ ehf. Jón Diðrik Jónsson (Framkvæmdastjóri hjá Glitni) Fausken ehf. Frank Ove Reite (Framkvstj. Íslandsbanka í Noregi) Hrómundur ehf. Einar Sveinsson (Formaður bankaráðs) ...er vert að huga að hags- munum eigenda Mile- stone hf. árið 2005 gagnvart bankan- um og hugsanlegum hagsmunaárekstrum sem orðið gátu á milli Milestone hf. og yfir- stjórnar bankans. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar ingi@dv.is BJARNI VÆNDUR UM EÐLILEG VIÐSKIPTI Græddi á viðskiptunum Þorgils Óttar Mathiesen græddi á viðskiptunum með hlutabréfin í Glitni. Hann var í sérstakri stöðu í hópi þeirra sem Milestone lánaði þar sem hann var framkvæmdastjóri Sjóvár. Seldi ekki Einar Sveinsson fékk lán til að kaupa hlutabréf í Glitni en seldi þau ekki með milljóna hagnaði líkt og aðrir stjórnendur bankans. Viðskipti Glitnis og Sjóvár árið 2005 eru gagnrýnd harkalega í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Glitnir seldi Milestone Sjóvá og lánaði fyrir kaupunum. Skömmu síðar lánaði Milestone stjórnendum Glitnis og Sjóvár fyrir hluta- bréfum í Glitni. Bjarni Ármannsson og Þor- gils Óttar Mathiesen græddu tugi milljóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.