Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Page 17
FRÉTTIR 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 17
Mál tíu ára þungaðrar stúlku, sem
talið er að hafi verið nauðgað af
stjúpföður sínum, er nýjasta viðbót-
in í eldfimar umræður um fóstur-
eyðingar í Mexíkó. Stjúpfaðir stúlk-
unnar hefur verið handtekinn, en
að sögn Adriönu Ortiz-Ortega, sem
hefur skrifað tvær bækur um fóstur-
eyðingar í Mexíkó, er mál stúlkunn-
ar langt í frá einangrað tilfelli.
Baráttuhópar hafa krafist þess
að alríkisembættismenn og Sam-
einuðu þjóðirnar rannsaki hvernig
yfirvöld í Quintana Roo hafa hald-
ið á málum og fullyrða að embættis-
menn hafi látið undir höfuð leggjast
að upplýsa stúlkuna um rétt henn-
ar til fóstureyðingar, áður en níutíu
daga tímaramminn var útrunninn.
Fóstureyðingar eru löglegar í
Mexíkóborg, en eru bannaðar eða
sæta verulegum hindrunum í öðr-
um fylkjum landsins.
Stúlkan er frá Quintana Roo-
fylki á Yukatan-skaganum og þar
eru leyfðar fóstureyðingar ef um
er að ræða afleiðingu nauðgunar
innan níutíu daga frá þungun. En
stúlkan sem um ræðir er gengin
með á 17. viku og hálfri betur og því
komin fram yfir leyfilegar takmark-
anir.
Rómversk-kaþólska kirkjan er
andvíg fóstureyðingum í Mexíkó
og málið hefur löngum verið um-
deilt. Mikill hiti færðist í umræðuna
árið 2007 þegar samþykkt voru lög
í Mexíkóborg sem heimiluðu, án
takmarkana, fóstureyðingar á fyrstu
níutíu dögum þungunar.
Þeirri ákvörðun var víða mót-
mælt en lögin voru að lokum stað-
fest af hæstarétti árið 2008.
Frá árinu 2007 hafa sautján fylki
staðfest lög til „verndar lífi frá getn-
aði“.
Þungun tíu ára mexíkóskrar stúlku sem var nauðgað veldur deilum:
Frestur til fóstureyðingar útrunninn
Hvetur til
umburðarlyndis
Robert Mugabe, forseti Simbabve,
fordæmdi í ræðu á sunnudaginn
ofbeldi og hvatti þjóðina til að sam-
einast í því að byggja upp landið. Til-
efni ræðunnar var þrjátíu ára afmæli
sjálfstæðis landsins, en það var áður
undir stjórn Breta.
Mugabe hvatti Simbabvemenn til
að vera umburðarlyndir, koma fram
við aðra af virðingu og forðast að
taka þátt í ofbeldisaðgerðum.
Mugabe notaði einnig tækifær-
ið til að fordæma vestræn lönd fyrir
þvingunaraðgerðir gegn Simbabve
vegna meints kosningasvindls árið
2008, sem og ásakana um mannrétt-
indabrot simbabveskra stjórnvalda.
Stefna að
ofsadykkju
Samkvæmt könnun af hálfu John
Moores-háskólans í Liverpool stefn-
ir einn af hverjum tíu Bretum sem
fer út á lífið á að drekka frá sér ráð
og rænu. Könnunin náði til yfir tvö
hundruð einstaklinga í Manchester,
Liverpool og Chester og fór fram á
föstudags- og laugardagskvöldum.
Tíu prósent aðspurðra sögðust
ætla að innbyrða meira en fjörutíu
einingar af áfengi áður en haldið
yrði heim.
Mark Bellis, sem fór fyrir könn-
uninni, sagði að Bretland hefði „fest
í sessi ofsadrykkju í næturlífinu“.
Lauslæti orsakar
jarðskjálfta
Lauslátar konur eiga sök á jarð-
skjálftum, sagði Hojatoleslam Kaz-
em Sedighi, háttsettur íranskur
embættismaður, í Teheran á föstu-
daginn. Sedighi sagði að fólk yrði
að tileinka sér siðsemi sjálfu sér til
verndar.
„Fjöldi kvenna sem klæðir sig
ósiðsamlega leiðir unga karlmenn
villur vega og breiðir út lauslæti í
samfélaginu og fjölgar jarðskjálft-
um,“ sagði Sedighi. Hann sagði
aukinheldur að eina leiðin til að
forðast að verða grafinn undir rúst-
um jarðskjálfta væri að leita skjóls í
trúnni og lifa samkvæmt íslömskum
gildum.
Tugir þúsunda hafa farist í jarð-
skjálftum í Íran síðastliðinn áratug.
Brasilía 2009 Kaþólska kirkjan mótmælti fóstureyðingu hjá tíu ára stúlku sem
nauðgað var af stjúpföður sínum. MYND AFP
ÖSKUFALL OG ÓVISSA
félaga gæti orðið til þess að loftrými
Evrópu yrði opnað fyrr en ella, en
það hefur að mestu leyti verið lokað
síðan gos hófst í Eyjafjallajökli.
Á sunnudaginn áttu sér einung-
is stað fimm þúsund flugferðir inn-
an evrópska loftrýmisins í stað um
24.000 sem alla jafna eiga sér stað.
Milljónir strandaglópa
Síðan á fimmtudag hafa flugfélög
frestað um 80.000 flugferðum og tap
þeirra nemur um milljarði banda-
ríkjadala samtals. Að auki hefur eld-
gosið valdið því að milljónir manns
eru strandaglópar víða um lönd.
Áætlað er að tæplega sjö milljónir
ferðalanga hafi orðið fyrir skakkaföll-
um vegna öskufallsins í Evrópu.
Bresk yfirvöld brugðu á það ráð
að senda herskipið Albion til Sant-
ander á Spáni til að sækja 280 al-
menna borgara og 450 hermenn sem
voru á leið heim frá Afganistan, og
var gert ráð fyrir því að skipið kæmi
til Portsmouth á Englandi seint á
miðvikudag.
Nú hafa flugfélögin hvert af öðr-
um sett fram gagnrýni á ríkisstjórn-
ir og reglugerðarpésa vegna þess
hvernig haldið hefur verið á málum.
Flugfélögin vísa í niðurstöður
fimmtíu reynsluflugferða og segja
að yfirvöld hafi gengið of langt í var-
kárni sinni og fullyrða að þau séu
best í sveit sett til að segja til um
hvort óhætt sé að fljúga eða ekki.
Líklegt er talið, þegar allt þetta verð-
ur yfirstaðið og allir farþegar komn-
ir til síns áfangastaðar, að flugfélög-
in muni einmitt gera þá kröfu að álit
þeirra vegi þyngra þegar tekin verður
ákvörðun um lokun loftrýmis þegar
næsta eldgos á sér stað.
Hver byggir á öðrum
Til að styðja fullyrðingar sínar var
Boeing 747-flugvél British Airways
flogið í gegnum öskuský, í kjölfar
rannsóknarflugvélar bresku veður-
stofunnar, til að leggja mat á áhrif
öskunnar á Rolls Royce-hreyflana,
glugga, nema, lendingarljós og fleira.
Aðalframkvæmdastjóri British
Airways, Willie Walsh, var um borð
í flugvélinni og vandaði stjórnvöld-
um ekki kveðjurnar. Sagði Walsh að
greining á gögnum úr flugferðinni,
ásamt gögnum úr könnunarflug-
ferðum annarra flugfélaga, sýndi svo
ekki væri um að villst að þær flug-
takmarkanir sem settar hefðu verið
„væru ónauðsynlegar“.
„Enginn virðist taka fulla ábyrgð,“
er haft eftir talsmanni British Air-
ways, á vefsíðu The Times.
„Yfirvöld almenningssamgangna
byggja ákvörðun sína á því sem flug-
umferðareftirlit ríkisins segir þeim.
Það byggir sína ákvörðun á upplýs-
ingum sem veðurstofan lætur þeim í
té og veðurstofan segist aðeins vera
að spá í veðrið,“ er haft eftir tals-
manni British Airways.
n Austurríki – Loftrými opið, en áfram fylgst með þróun mála og ekki útilokað að
loftrými verði lokað á ný.
n Belgía – Loftrýmið var opið, en þjónusta takmörkuð.
n Bretland – Loftrými yfir Skotlandi og Norður-Írlandi opið. Loftrými yfir
norðurhluta Englands opið miðað við 20.000 feta flughæð. Flugvellir í Lundúnum
lokaðir.
n Danmörk – Loftrými yfir 20.000 feta hæð opið. Engar lendingar leyfðar.
n Frakkland – Takmarkað flug frá París til alþjóðlegra áfangastaða.
n Þýskaland – Loftrými lokað, með nokkrum undantekningum, til klukkan 18.00.
Lufthansa gerði ráð fyrir að klára 200 flug.
n Írland – Loftrými lokað.
n Ítalía – Loftrými opið. Nokkur flug áttu sér stað til og frá Mílanó.
n Holland – Loftrými opið. Farþegaflug til og frá Amsterdam.
n Noregur – Loftrými lokað.
n Pólland – Loftrými lokað.
n Spánn – Loftrými opið, þjónusta á öllum flugvöllum.
n Svíþjóð – Loftrými opið yfir mið- og norðurhluta landsins.
n Sviss – Loftrými opnað að nýju.
n Kína – Flug frá Beijing til Moskvu, Rómar, og Stokkhólms var heimilað. Flugi til
Englands, Frakklands og Þýskalands var áfram frestað.
n Finnland – Allir flugvellir lokaðir til miðvikudags.
n Indland – Vegabréfsáritanir til farþega á leið til Evrópu, sem eru fastir í landinu,
framlengt um tvær vikur ef ástæða er til. Þar voru um 9.000 farþegar strandaglóp-
ar vegna öskufallsins í Evrópu.
n Malasía – Í dag, miðvikudag, hefst að nýju flug til Lundúna, Parísar og Amster-
dam samkvæmt tilkynningu frá Malaysia Airlines. Flugfélagið felldi niður 46 flug
og urðu um 14.000 farþegar fyrir áhrifum vegna þess.
n Rússland – 531 flug fellt niður og tafir höfðu haft áhrif á 177 flug.
n Taíland – Thai Airways í Bangkok áætlaði að tap vegna öskufallsins væri um
þrjár milljónir bandaríkjadala á dag.
n Sameinuðu arabísku furstadæmin – Emirates-flugfélagið hefur tapað um
fimmtíu milljónum bandaríkjadala vegna flugbannsins. Þarlend yfirvöld munu
ekki beita þá refsingum sem dvelja lengur í landinu, sökum flugbanns, en
vegabréfsáritun heimilar.
n Önnur lönd – Farþegaflug víðast hvar í Norður- og Mið- Evrópu er talmörk-
unum háð. Í því tilliti má nefna Króatíu, Tékkland, Eistland, Rúmeníu, Serbíu,
Slóveníu, Slóvakíu og Úkraínu.
Ástand vegna öskufalls víða um heim í gær
Flug fellt niður Algeng sjón
á áætlunarskjám á flugvöll-
um nú um stundir. MYND AFP