Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 ÚTTEKT Við verðum að fá fólk til að opna augun. Sjálfur hef ég enga trú á að þögn sé viljandi fantaskapur for-eldra eða umhverfisins. Ég neita að trúa því. Fólk veit hins vegar ekki alltaf hvað á að gera við upplýsingarnar,“ segir Ingólfur Harðarson, uppfinningamaður og baráttumaður gegn kynferðisofbeldi. Ingólf- ur lenti í grófu ofbeldi í æsku en hefur unnið mikið í sínum málum og vill opna umræðuna og takast á við úrræðaleysið sem hann segir einkenna málaflokkinn í samfélaginu. LÍFIÐ MÓTAÐIST AF OFBELDINU Saga Ingólfs er bæði skelfileg og sorgleg. Þeg- ar hann var fimm ára var hann lagður inn á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann varð fyrir grófri kynferðislegri misnotkun. „Ég lenti inni á þessum spítala út af einkennum sem ég veit í dag að voru frá kynferðisofbeldi, átti í erfiðleik- um með meltinguna og átti til að missa hægð- ir, og var lagður þarna inn en lenti þar í enn meira ofbeldi. Í dag veit ég að þessi spítali var ekki hollur staður fyrir unga drengi og maður spyr sig: Hvaða úrræðaleysi var í gangi í sam- félaginu? Af hverju var ekki tekið á málunum? Það er fáránlegt að þetta hafi getað gerst. Ég var bara barn og þarna átti ég að vera öruggur en samt gerðist þetta og viðbrögðin voru engin,“ segir Ingólfur en allt hans líf mótaðist af ofbeld- inu þótt hann hafi lokað á minningarnar í 40 ár. Hann segir hugann ótrúlegan í að grafa erfiðar minningar en þar sem ofbeldismennirnir hafi hvorki verið úr hans fjölskyldu né í hans nán- asta umhverfi hafi áreitið frá minningunum verið minna. LAGÐUR Í EINELTI Barnaskólaganga Ingólfs var enginn dans á rósum. Þar sem hann átti til að missa hægðir var hann auðvelt fórnarlamb eineltis og lenti í slæmu einelti, ekki aðeins í skólanum heldur í öllu hverfinu. „Ég náði aldrei að mynda tengsl við félagana og á enga vini frá æskunni. Það var ekki fyrr en ég kemst á 13,14 ára aldur að einelt- ið hætti. Þá fór ég að hjálpa þeim við að stríða mér, bætti húmor í þetta og þá misstu þeir áhugann,“ segir Ingólfur og bætir við að þetta hafi ekki verið auðveldir tímar. „Ég mæli alla- vega ekkert með slíkri æsku.“ ENDALAUS VANLÍÐAN Um 40 árum síðar, þegar Ingólfur hóf vinnu í 12 spora kerfi Al-Anon, fóru minningarnar að brjótast fram. „Fjórða sporið í öllum 12 spora samtökum er að gera upp - fara til baka. Ekki til að dvelja þar heldur til að vinna með vandamál- ið í farvegi sem leiðir til lausnar. Við erum allt- af að leita að lausnum og ef við finnum traust opnumst við. Í svona samtökum finnurðu traust og þar með var kominn vettvangur til að opna. Í fyrstu kom ljósmynd, svo fleiri og fleiri sem end- aði í stuttmynd af þessum atburði á spítalanum,“ segir hann og bætir við að það hafi verið nauð- synlegt fyrir minningarnar að brjótast út. „Af- leiðingarnar eru til staðar þótt við munum ekki. Það sem gerist er að það hvernig við skynjum til- finningar gagnvart öðru fólki fer í rugl. Við get- um sagt að við séum með tilfinningalega þreif- ara, skynjunin að vera hrædd, reið, elskuð fer á kolvitlausa staði. Við lesum vitlaust út úr því sem umhverfið er að segja okkur og eigum í stöðugum vandræðum með tilfinningaleg sam- skipti. Nú sé ég að fram að þessu átti ég engan séns í að eiga í tilfinningasamböndum. Þótt allt væri í góðu í kringum mig var ég alltaf í vanlíðan, hræddur við samskipti og var aldrei almennileg- ur þátttakandi í eigin lífi.“ BYRJAÐI AÐ ÞIÐNA Ingólfur hafði verið svo lengi aftengdur tilfinn- ingalega að vinnan með minningarnar tók ekki á hann í fyrstu. „Ég vissi að maður næði að tengja með því að tala nógu oft um hlutina. Til að geta unnið úr svona þarf maður að tengjast inn í sitt eigið tilfinningalíf og þegar mér tókst það ekki skrifaði ég á autt stórt blað með stór- um stöfum: MÉR VAR NAUÐGAÐ SEM BARNI. Blaðið setti ég á borð í miðri íbúðinni og las upphátt í hvert skipti sem ég fór fram hjá borð- inu þar til ég tengdi og hætti að gráta. Ég var búinn að múra mig inn í sjálfum mér og byrj- aði þarna að þiðna,“ segir hann en bætir við að hann sé ekki búinn að ná sér fullkomlega. „Ég mun aldrei geta hætt að vinna í mínum mál- um. Þetta er eilífðarmein. Til að halda lífsgæð- um mínum verð ég að halda áfram. Leiðin til baka er svo stutt. Í rauninni er ég bara búinn að vera 1% af mínu lífi á þeim stað sem mér líður vel á og það er ekki stór grunnur til að byggja á.“ ÆSKUNNI ENDANLEGA RÆNT Hann segist rétt geta ímyndað sér að líf hans hefði verið öðruvísi ef tekið hefði verið á mál- unum þegar ofbeldið kom upp. „Ég átti mér alltaf draum um að verða uppfinningamað- ur þegar ég var fimm ára og níu ára hafði ég ákveðið að til þess yrði ég að læra eðlisfræði. Þá var aftur brotið gegn mér. Okkur strákunum þótti gaman að fá far með vörubílum sem unn- ið var á í hverfinu og í einni af þessum ferðum, LOKAÐI á minningarnar í 40 ár Ég átti líka gífur- lega erfitt með að sættast við sjálfan mig sem kynveru, fór í gegnum hreint helvíti með það. Að ég væri karlkynið af homo sapiens, þeirri sömu tegund og braut á mér sem barni. Ingólfur Harðarson var beittur kynferðislegu ofbeldi í æsku. Starfsmaður sjúkrahúss misnotaði hann fimm ára en þá hafði hann verið lagður inn vegna einkenna kynferðisofbeldis og níu ára var honum nauðgað af vörubílstjóra. Þrátt fyrir að hafa lokað á minningarnar mótaðist allt hans líf af ofbeldinu. Við vinnu í 12 spora kerfi Al-Anon fóru minningarnar að brjótast fram. Ingólf- ur hefur unnið mikið í sínum málum í gegnum SASA og berst nú gegn úrræðaleysinu sem hann segir einkenna samfélagið. Neitar að lifa sem fórnarlamb Ingólfur Harðarson var misnotaður sem barn. Hann veit að hann gerði ekkert rangt og neitar að þegja. „Hvað finnst þeim sem lendir í innbroti á heimili sitt um að eiga að þegja yfir því? Það var brotist inn í mig og mér sagt að þegja. Það er bara rugl,“ segir hann. MYND BRAGI Þ. JÓSEFSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.