Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Side 24
SCHUMACHER OF HÆGUR Mercedes-liðið í Formúlunni hefur loks viðurkennt
að sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher, sem snéri aftur í Formúluna í ár, aki of hægt.
Mercedes-bíllinn er ekki á pari við þá bestu en samt sem áður hefur hinum ökumanni liðsins,
Nico Rosberg, tekist að næla sér í 50 stig og var á palli í Kínakappakstrinum um helgina þar sem
ekkert gekk hjá Schumacher. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes og hönnuður bílsins, segir erfitt
að skilja vandamál Schumachers. „Þetta er voða skrítið allt saman. Það eru ekki erfiðu
beygjurnar sem halda aftur af honum, heldur einföldu en tæknilegu beygjurnar. Þar er
hann að klikka. Þar til í Kína var hann að nálgast Rosberg þannig að það sem gerðist
þar var alveg gegn allri framför hingað til,“ segir Brawn.
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is
24 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010
MOLAR
Á meðan öll ensku liðin eru fallin
út úr Meistaradeildinni gæti svo
farið að það verði alenskur úrslita-
leikur í Evrópudeildinni. Liverpool
og Fulham hefja bæði leik í und-
anúrslitum á fimmtudagskvöldið,
Liverpool mætir Atletico Madrid
og Fulham etur kappi við Hamb-
urg. Bæði byrja þau á útivöll-
um og eiga því löng ferðalög fyrir
höndum. Stuðningsmenn Atletico
Madrid fá ekki að sjá óskabarnið og
fyrrverandi fyrirliða liðsins, Fern-
ando Torres, þar sem tímabilið er
búið hjá honum vegna meiðsla.
Roy Hodgson, stjóri Fulham, hefur
lagt allt kapp í Evrópudeildina og
gleymt ensku úrvalsdeildinni í bili.
Hvað það dugar liðinu gegn Ruud
van Nistelrooy og félögum á eftir
að koma í ljós.
Langar ferðir
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, tók þá ákvörðun um helgina
að leikirnir myndu fara fram, þrátt
fyrir erfiðar samgöngur vegna eld-
gossins í Eyjafjallajökli. Hvorki
Liverpool né Fulham geta flog-
ið og bíða þeirra því löng og erfið
ferðalög. Liverpool þarf að ferðast
ríflega 4.000 kílómetra eða fjóra
hringi í kringum Ísland. Liver-
pool-menn áttu mánudagsleik
gegn West Ham og lögðu af stað
klukkan eitt eftir hádegi á þriðju-
daginn. Þeir voru komnir um borð
í Eurostar-lestina til Parísar klukk-
an fjögur og gistu í París yfir nótt.
Á miðvikudagsmorgun tóku þeir
morgunlestina til Bordeaux það-
an sem liðið gat loksins flogið til
Madrídar.
Ferðalag Fulham er öllu skárra
þar sem það heldur til Hamborg-
ar en eðlilega er hvorugur stjórinn
kátur með niðurstöðu mála. „Þetta
kemur bara niður á okkur og gef-
ur Hamburg mikið forskot,“ segir
Roy Hodgson, stjóri Fulham. „Við
eigum að einbeita okkur að fót-
boltanum en í staðinn erum við
stanslaust að reyna finna leiðir til
að ferðast,“ segir hann.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool,
hefur einnig áhyggjur af deildar-
leiknum gegn Burnley á sunnu-
daginn klukkan 15.00 en hann
hefur ekki gefið upp vonina um
Meistaradeildarsæti. „Við skipu-
leggjum þetta þannig að við getum
komist til baka eins fljótt og hægt
er en það verður alltaf á laugardag,
sem er ekki besti undirbúningur-
inn fyrir leik í ensku úrvalsdeild-
inni.“
Enginn Torres
Liverpool er í mikilli baráttu um
Evrópusæti í ensku úrvalsdeild-
inni en takist því ekki að landa því
verður liðið að treysta á sigur í Evr-
ópudeildinni í ár til að leika aftur í
Evrópu á næsta tímabili. Liverpool
lék virkilega vel gegn West Ham á
mánudaginn á heimavelli en An-
field hefur einmitt verið sá staður
þar sem Bítlaborgarar hafa klárað
Evrópueinvígi sín til þessa.
Enginn Fernando Torres verð-
ur með í Madríd sem hrygg-
ir stuðningsmenn Atletico jafn-
mikið og Liverpool-menn. Torres
er uppalinn Atletico-maður og
var orðinn fyrirliði liðsins aðeins
sautján ára gamall. Hann meidd-
ist í leiknum gegn Benfica á Anfi-
eld og ákvað hann að fara í aðgerð
strax, ákvörðun sem margir vildu
meina að væri til að ná HM með
Spáni.
„Ég meiddist á annarri mínútu
í leiknum gegn Benfica á Anfield
og spilaði meiddur í 85 mínútur.
Ef ég hefði verið að hugsa um HM
og Spán hefði ég beðið strax um
skiptingu. Ég var ekki þannig, ég
vildi komast í úrslit Evrópudeild-
arinnar með mínu liði,“ segir hann.
Evrópa allt hjá Fulham
Undanfarin ár hefur Evrópudeild-
in, þá UEFA CUP, ávallt verið í
öðru sæti hjá ensku félögunum.
Skemmst er að minnast þess þeg-
ar Tottenham og Aston Villa vilj-
andi duttu úr keppni með því að
senda varaliðin sín til leiks í 16 og
8 liða úrslitum keppninnar. Þar var
allt kapp lagt á það að enda eins of-
arlega og hægt var í deildinni. Ful-
ham hefur snúið dæminu alveg við.
Liðið er í tíunda sæti í deildinni
og hefur látið hana mæta afgangi.
Fulham hefur aðeins unnið einn af
síðustu sjö leikjum sínum, ekki tek-
ist að skora í fjórum þeirra og inn-
byrt aðeins sex stig af 21 mögulegu.
Stór ástæða þess er að Roy Hodg-
son, stjóri liðsins, hefur hvílt sínar
stærstu stjörnur í nokkrum deild-
arleikjum, nokkuð sem hefur ekki
fallið vel í kramið hjá öðrum liðum.
„Við ætluðum bara að halda
okkar sæti í deildinni og það er klárt
held ég. Við erum með 41 stig og
hreinskilnislega get ég sagt að við
föllum ekki né náum einu af Evr-
ópusætunum,“ segir Roy Hodgson
sem hvíldi einmitt Evrópuhetjurnar
gegn Úlfunum í markalausu jafn-
tefli um helgina. „Þetta var 54. leik-
ur okkar á tímabilinu og það er erf-
itt fyrir lið eins og okkur sem hefur
ekki mikla reynslu í Evrópuboltan-
um. Þetta hefur verið mjög erfitt
þar sem við erum með svo lítinn
hóp. Deildin verður að vera í öðru
sæti hjá okkur út tímabilið. Þannig
er það bara,“ segir Hodgson.
Liverpool og Fulham þurfa bæði að ferðast langar leiðir fyrir leiki sína í undanúr-
slitum Evrópudeildarinnar. Liverpool heldur til Madrídar en Fulham á leik í Ham-
borg. Fernando Torres verður ekki með gegn uppeldisfélagi sínu þar sem tímabilið
er búið hjá honum. Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur mikil áhrif á leikina.
ELDGOSIÐ
Í AÐALHLUTVERKI
TITILL Í AUGSÝN?
Steven Gerrard gæti
lyft dollu í maí.
MARKAMASKÍNA Bobby Zamora
hættir ekki að skora í Evrópu.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
AGUERO VILL
TIL CHELSEA
n Sergio Aguero, argentínski
markaskorarinn í liði Atletico
Madrid, er farinn að tala vel um
Chelsea og kveðst spenntur fyrir
því að leika með
liðinu. Hann
hefur ítrekað
verið orðaður
við Chelsea
síðustu misseri
og virðist nú
tilbúinn að taka
skrefið frá Spáni,
samkvæmt frétt
í Daily Express. Manchester City vill
líka fá Aguero en framherjinn stutti
er ekki tilbúinn í það verkefni. „Ég
vil fara í lið sem slæst um titla,“ segir
hann.
MOURINHO LÍKLEGASTUR
TIL LIVERPOOL
n Veðbankar eru nú þegar búnir
að gefast upp á Rafael Benitez hjá
Liverpool og er kominn pottur um
hvaða stjóri taki við liðinu í sumar.
Jose Mourinho er þar líklegastur en
á eftir honum kemur Martin O‘Neill,
stjóri Aston Villa.
Kenny Dalglish,
fyrrverandi
Liverpool-hetja
og núverandi
yfirmaður
unglingstarfs
félagsins, fær
þriðja lægsta
stuðulinn. Á eftir
honum koma svo Laurent Blanc,
Mark Hughes, Oswaldo Oliviera,
Jurgen Klinsmann, Alex McLeish og
Roy Hodgson.
CHAMAKH LOKS
TIL ARSENAL
n Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, hefur bundið enda á eilífar
sögusagnir um kaup á Marakkó-
manninum Marouane Chamakh
til liðsins.
Framherjinn
öflugi sem leikur
með Bordeaux
verður keyptur
og verður gengið
frá því í næsta
mánuði. Talið er
að Arsenal borgi
Bordeaux tólf
milljónir punda fyrir framherjann og
geri við hann fjögurra ára samning.
Laun hans munu nema rétt tæpum
60 þúsund pundum á viku.
EKKERT ÓSÆTTI
n Ferrari hefur neitað þeim frásögn-
um að upp sé komin deila á milli
ökumannanna, Fernando Alonso
og Felipe Massa, eftir bellibrögð
þess fyrrnefnda til að koma sér fram
úr Massa í Kínakappakstrinum
um síðustu helgi. „Ég verð að
viðurkenna að Massa tók þessu
mjög vel. Ég skil af hverju hann
reiddist en okkar hugsjón er að þeir
keppi innbyrðis líka. Þeir hafa þó
sæst og talast við, annað en hefur
verið skrifað,“ segir
Stefano Domenicali,
framkvæmdastjóri
Ferrari.