Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Qupperneq 25
„BÚIÐ AÐ VERA
PIRRANDI
TÍMABIL“
„Mér fannst Keflavík spila vel en
leikurinn var tæplega marktækur,“
segir Friðrik Ragnarsson körfu-
knattleiksþjálfari um fyrsta leik
Keflavíkur og Snæfells í úrslitum
Iceland Express-deildarinnar sem
Keflavík vann örugglega með nítján
stiga mun, 97-78. „Snæfell var það
vængbrotið. Sean Burton [Leik-
stjórnandi Snæfells] var ekki einu
sinni hálfur maður. Ef Burton spil-
ar áfram í líkingu við það sem hann
gerði í fyrsta leiknum vinnur Kefla-
vík þetta, 3-0,“ segir Friðrik.
Friðrik segir sigurhefðina fleyta
Keflavík langt. „Það er eldmóður í
augunum á Keflavík. Þeir kunna
svo sannarlega að drepa særða
bráð. Keflavík spilaði alveg frá-
bærlega í leiknum, það virðist líka
vera mikil stemning í liðinu og all-
ir í toppgír. Það hefur verið sérstak-
lega gaman að sjá Hörð Axel, hann
er búinn að vera besti leikmaður
úrslitakeppninnar að mínu mati.
Það er bara þannig með Keflavík að
það gengur á lagið á meðan önnur
lið eru stundum hikandi. Þú sérð
ekki Snæfell bakka undan nokkru
liði en það þurfti það að gera það
gegn Keflavík. Ég hafði aldrei trú á
því í fyrsta leiknum nokkurn tíma
að Snæfelli tækist að koma til baka
eftir að það lenti svona 10-12 stig-
um undir,“ segir Friðrik.
Ef Snæfell á að eiga séns - fyrir
utan að hafa mannskapinn heilan -
er aðeins eitt sem þeir geta gert að
mati Friðriks. „Þeir verða að hægja
á leiknum og spila fimm gegn fimm
á hálfum velli. Það sést alveg hvað
Keflvíkingarnir vilja gera. Þeir
vilja keyra Snæfelli í kaf og láta þá
hlaupa með sér allan leikinn. Þeir
vita að það hjálpar þeim í leikjum
þrjú og kannski fjögur ef af honum
verður,“ segir hann en leikur tvö er
lykilleikur segir Friðrik.
„Keflavík er sigurstranglegra
akkúrat núna en það getur breyst.
Verði staðan 1-1 eftir fimmtudag-
inn getur allt gerst. En ef Keflavík
vinnur er mjög erfitt að sjá þá tapa
þriðja leiknum á heimavelli,“ segir
Friðrik Ragnarsson.
tomas@dv.is
Friðrik Ragnarsson spáir í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildarinnar:
Snæfell verður að hægja á leiknum
MAGNÚS SEMUR VIÐ FRAM Stór-
skyttan Magnús Stefánsson frá Fagraskógi hefur
samið aftur við Fram og mun því leika áfram með
félaginu á næsta ári. Samkvæmt heimildum DV
höfðu öll liðin í N1-deildinni, að FH undanskildu,
samband við Magnús sem ákvað eins og fyrr segir
að vera áfram í Safamýrinni. Framarar byrjuðu tíma-
bilið ömurlega en fóru á kostum eftir jól og björg-
uðu sér frá falli í lokaumferðinni, að Framara sið.
TVEIR LEIKIR Í ÚRSLITAKEPPNINNI Úrslita-
keppnin í N1-deild karla í handbolta hefst á fimmtudaginn, sumardaginn
fyrsta. Tvær hörkuviðureignir eru í boði fyrir handboltaþyrsta karla og
konur. Valur og Akureyri ríða á vaðið klukkan 16.00 í Vodafone-höllinni
en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Valsmenn enduðu í öðru
sæti deildarinnar en Akureyringar því þriðja. Klukkan 19.15 um kvöldið er
svo komið að Íslands- og bikarmeisturum Hauka en þeir mæta HK í fyrsta
leik á heimavelli. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslitaviðureignina
þar sem þarf svo að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
SPORT 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 25
MOLAR
PSV EYGIR
GYLFA
n Hollenska stórliðið PSV Eind-
hoven hefur áhuga á Gylfa Þór
Sigurðssyni, leikmanni Reading,
ef marka má
frétt Daily Mail.
Gylfi hefur
farið á kostum
með Reading á
tímabilinu og er
markahæsti leik-
maður liðsins
með átján mörk.
Brian McDerm-
ott, stjóri Reading, hefur hins vegar
engan áhuga á að láta piltinn fara.
„Hann er einn sá dýrmætasti í
fótboltanum í dag. Gylfi á eftir að
reynast íslenska landsliðinu vel og á
bjarta framtíð fyrir höndum.“
GUNNAR HEIÐAR
SKORAÐI
n Eyjapeyinn Gunnar Heiðar
Þorvaldsson skoraði fyrir varalið
Reading á mánudagskvöldið. Mark-
ið dugði skammt
því Reading
tapaði fyrir
utandeildarlið-
inu Forest Green,
4-1. Gunnar
Heiðar er á láni
hjá Reading frá
danska liðinu
Esbjerg en hefur
aðeins fengið tækifæri í þremur
leikjum í Championship-deildinni.
Alls er óvíst hvað verður um Gunnar
í sumar en Esbjerg virðist ekki
áhugasamt um að halda framherj-
anum hjá liðinu.
AÐALSTEINN
UPP UM DEILD
n Handknattleiksþjálfarinn
Aðalsteinn Eyjólfsson er tekinn við
þýska 2. deildar liðinu Eisenach,
samkvæmt
þýskum miðlum.
Aðalsteinn
yfirgefur því
3. deildar liðið
Kassel sem hann
tók við í árslok
2008. Aðalstyrkt-
araðili Kassel
varð gjaldþrota í
haust og var því ekki hægt að greiða
leikmönnum, þar á meðal Íslend-
ingunum Guðjóni Finni Drengssyni
og Daníel Berg Grétarssyni sem
báðir yfirgáfu félagið.
ÚKRAÍNUMAÐUR
TIL EYJA
n ÍBV hefur fengið góðan liðsstyrk
fyrir komandi tímabil í Peps-
i-deildinni. Eyjamenn sömdu við
úkraínska fram-
herjann Denis
Sytnik sem var
á reynslu hjá
félaginu í síðasta
mánuði. Denis
stóð sig vel hjá
ÍBV og skoraði
meðal annars
fernu í æfinga-
leik gegn Hvöt. Verri fréttir eru þó
þær að alls er ólíklegt að Crewe-
strákarnir, Ajay Leitch-Smith og
Chris Clements, komi aftur. Þeir
stóðu sig báðir frábærlega með ÍBV
í fyrra.
BETRI Í FYRRA Aron
Einar viðurkennir að
tímabilið í ár hafi
ekki verið jafn-
gott og í fyrra.
„Þeir eru ekkert byrjaðir að tala við
mig. Ég á bara eitt ár eftir þannig að
þeir verða að selja mig ekki seinna
en í janúar á næsta ári ef þeir vilja
fá pening fyrir mig,“ segir íslenski
landsliðsmaðurinn, Aron Einar
Gunnarsson, sem leikur með Cov-
entry á Englandi. Tímabilið byrjaði
erfiðlega fyrir Aron sem var að eig-
in sögn í fýlu við klúbbinn vegna
samningsmála. Hann hefur þó ver-
ið að koma sterkur til baka að und-
anförnu og byrjað síðustu þrjá leiki.
Liðið aftur á móti er í frjálsu falli
niður töfluna enda hefur það ekki
unnið sigur í níu síðustu leikjum
sínum.
Rólegur yfir samningsmálum
„Eins og staðan er býst ég við því
að vera áfram hjá Coventry,“ segir
Aron. „Þeir þurfa samt einhven tíma
að koma með rétta samningstilboð-
ið til mín ef ég á að vera áfram. Það
er samt gaman að vera hjá þessu
liði. Það er verið að reyna byggja
upp nýtt lið hérna og það er gaman
að vera partur af því,“ segir hann.
Aron er rólegur yfir málunum,
hann á nú tvo leiki eftir með Cov-
entry og ætlar síðan að koma heim
til Akureyrar í sumarfrí. „Ég heyrði
í umboðsmanninum mínum um
daginn og hann sagði mér að vera
bara rólegur. Það hafa verið ein-
hverjar þreifingar en ekkert hald-
bært. Þetta er allt svo óútreiknan-
legt. Þetta kemur allt vonandi í ljós
í sumar,“ segir hann.
Fýlan liðin hjá
Aron segir Chris Coleman, stjóra
liðsins, hafa verið ánægðan með sig
í síðustu leikjum enda sé hann bú-
inn að finna sitt rétta form á miðj-
unni, farinn að segja mönnum til
og spila eins og hann best getur. „Ég
er kominn aftur í grimma pakkann,
farinn að öskra á menn og svona.
Ég var ekki í því í byrjun tímabils og
það er búið að hanga á mér síðan.
Það er bara mér og klúbbnum að
kenna,“ segir Aron sem var fúll yfir
samningsstöðu sinni í byrjun tíma-
bils. Hann segir þetta tímabil hafa
verið erfitt.
„Þetta er búið að vera pirrandi
tímabil og leiðindi fyrir sjálfan mig.
Þetta byrjaði í fýlu og þannig skí-
tapakka og svo meiddist ég. Núna
erum við ekki búnir að vinna leik
lengi og það er í raun engum að
kenna. Þjálfarinn er búinn að segja
að hann ýti of mikið á okkur og við
sprungum bara á limminu. Við get-
um samt ekki bara kastað inn hand-
klæðinu. Ég hef trú á því að við fáum
eitthvað út úr síðustu tveimur leikj-
unum,“ segir Aron.
Stuðningsmennirnir
með „gamla“
Aron viðurkennir fúslega að hann
hafi ekki verið jafngóður og á síð-
asta tímabili. Þrátt fyrir það og þá
stöðu að hann hafi verið í fýlu út í
klúbbinn í byrjun tímabils er hann
alltaf í miklu uppá-
haldi hjá stuðnings-
mönnum félagsins.
„Stuðningsmenn-
irnir eru alltaf með
„gamla“. Það er ekki
spurning. Maður
finnur það samt
sjálfur að tímabil-
ið hefur ekki ver-
ið jafngott hjá mér
og í fyrra. En ég er
bara staðráðinn
í að taka vel á því
í sumar á æfingu
með Þór og mæta
sterkur til leiks
á næsta undir-
búningstímabili,“
segir Aron Einar
Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmaðurinn í liði Coventry,
segir tímabilið í ár hafa verið erfitt fyrir sig og það sé bæði
honum og klúbbnum að kenna. Aron á eitt ár eftir hjá félaginu
og ekkert bólar á nýjum samningi.
Ég er kominn
aftur í grimma
pakkann.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
ÍSLAND – GUNNARSSON Aron er í
miklum metum hjá stuðningsmönnum
Coventry og er þessi ágæti maður búinn
að gera fána sem hann mætir með á leiki.
MYND AFP
Hart tekist á Hlynur Bæringsson
átti stórleik fyrir Snæfell í fyrsta
leiknum en það dugði skammt.