Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2010, Page 30
Hinn heimsfrægi veðurfrétta-
maður Al Roker var á Íslandi
um helgina til þess að fjalla um
eldgosið í Eyjafjallajökli. Roker
er ein af skærustu stjörnunum
í The Today Show sem er einn
vinsælasti morgunþáttur Banda-
ríkjanna. Í myndbroti sem John
Stewart í The Daily Show birti um
helgina mátt sjá Roker á brúnni
við Markarfljót þar sem hann
reyndi að bera fram nafn Eyja-
fjallajökuls en það virðist gjör-
samlega ómögulegt fyrir ensku-
mælandi fréttamenn. Roker hefur
áður komið til Íslands en hann
heimsótti landið árið 2008. Þá
fjallaði hann um íslenska vatnið
og hreina náttúru landsins.
VÍGIR HALANN
MÆTTI Á
KLAKANN
GUÐFRÍÐUR LILJA:
Mikið hefur mætt á Steingrími
J. Sigfússyni, fjármálaráðherra
og formanni vinstri grænna,
undanfarin misseri og því líklega
lítill tími gefist til annars en að
vinna, borða og sofa. Sé tekið
mið af þeirri sjón sem blasti við
heimildarmanni DV á kránni
Bjarni Fel í miðborginni í gær
hefur aðeins hægst um hjá ráð-
herranum. Þar sat Steingrím-
ur nefnilega í mestu makind-
um ásamt Birni Vali Gíslasyni,
þingmanni VG, og horfði á leik
Liverpool og West Ham í ensku
úrvalsdeildinni. Ekki nóg með
það heldur sötruðu félagarn-
ir bjór yfir leiknum en eins og
margir vita barðist Steingrímur
gegn því að sala á bjór yrði leyfð
að nýju hér á landi fyrir rúmum
tuttugu árum.
BOLTI OG
BJÓR HJÁ
30 MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 FÓLKIÐ
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, al-þingismaður og þingflokks-formaður vinstri grænna, á von á barni. Þetta er annað barn
Guðfríðar en það fyrsta sem hún geng-
ur með sjálf. Fyrir rétt tæpu ári eignuðust
Guðfríður og maki hennar, Steinunn Blön-
dal, son. Þá gekk Steinunn með barnið en
nú hafa hlutverkin snúist við. Sá stutti lét
bíða eftir sér en Steinunn gekk með hann
rúmar tvær vikur fram yfir settan dag þegar
hann lét loks sjá sig.
Það er greinilega mikil hamingja innan
fjölskyldunnar litlu því ekki biðu þær lengi
með að eignast sitt annað barn. Steinunn
ætti að hafa verið vel undirbúin fyrir móð-
urhlutverkið þar sem hún starfar sem ljós-
móðir en það er spurning hvort hún muni
sjálf taka á móti seinna barni þeirra.
Guðfríður er í miklum minnihlutahópi
opinberlega samkynhneigðs fólks sem set-
ið hefur á þingi. Hún er aðeins önnur í röð-
inni en á undan henni var það Jóhanna Sig-
urðardóttir, forsætisráðherra Íslands. Þær
eru einu tveir opinberlega samkynhneigðu
þingmennirnir frá stofnun Alþingis.
Guðfríður, sem er með BA-próf í sagn-
fræði og stjórnmálafræði frá Harvard-há-
skóla í Bandaríkjunum og meistarapróf
í heimspeki frá Cam-
bridge-háskóla í Bret-
landi, hefur aðeins setið
á þingi frá árinu 2009.
Fram að því var hún að-
allega þekkt fyrir sigra
sína í skákheimum. Hún
var fyrst kvenna hér á
landi til þess að gegna
embætti forseta Skáksam-
bands Íslands en það gerði
hún á árunum 2004 til 2008.
Þá var hún einnig fyrst til þess að
gegna embætti forseta Skáksambands
Norðurlanda en það gerði hún á árunum
2006 til 2008.
Guðfríður er þekkt fyrir að standa
föst á skoðunum sínum en hún ásamt
Ögmundi Jónassyni, Lilju Móses-
dóttur og fleiri þingmönnum vinstri
grænna hafa fengið viðurnefnið
„Órólega deildin“ fyrir að fylgja ekki
forystu flokksins í ýmsum stórum
málum svo sem aðildarumsókn að
Evrópusambandinu og Icesave-
samningunum.
Hvorki náðist í Guðfríði né
Steinunni við vinnslu fréttarinnar.
asgeir@dv.is
Á VON
Á BARNI
Þingflokksformaður vinstri grænna, Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, ber barn undir
belti. Um er að ræða annað barn Guðfríð-
ar en hún og maki hennar Steinunn H.
Blöndal eignuðust son fyrir ári. Þá gekk
Steinunn með barnið en nú er það Guð-
fríður sem tekur það hlutverk að sér.
Guðfríður Lilja
Er aðeins annar
opinberlega
samkynhneigði
þingmaðurinn.
Skipta um hlutverk Nú gengur Guðfríður með barnið en Steinunn gekk með son þeirra.
STEINGRÍMI
„Það er verið að opna nýjan skemmtistað
í Keflavík sem heitir Halinn,“ segir Erpur
Eyvindarson, rappari og skemmtikraftur.
Erpur er einn helsti slangursérfræðing-
ur þjóðarinnar og þykir mörgum hann
eflaust illskiljanlegur á köflum. „Halinn“
er einmitt tekið úr orðaforða rapparans
og því var hann fenginn til þess að vígja
staðinn sem verður opnaður í kvöld, mið-
vikudag.
„Að vera á halanum er að vera blind-
fullur. Ef maður ímyndar sér mann sem er
á rassgatinu þá sér maður fyrir sér mann
sem er það fullur að hann situr bara. Ef
gaurinn væri á halanum þá væri hann
hálfpartinn liggjandi því þá situr hann á
rófubeininu sem er ofar en rassinn,“ segir
Erpur þegar hann útskýrir orðatiltækið en
að vera á halanum þýðir því nokkur veginn
að vera í annarlegu ástandi. „Að vera hali
hefur svo aðra merkingu. Hali er eitthvað
sem dinglar og hali er því náungi sem er
bara dinglandi. Dinglandi um á dansgólf-
inu eða í partíinu eða eitthvað álíka.“
Halinn er til húsa á Hafnargötu 28 í
Keflavík og verður, sem fyrr sagði, vígð-
ur á miðvikudagskvöld. En daginn eft-
ir er sumardagurinn fyrsti og því öflugt
skemmtanahald um allt land. „Ég verð
fyrst á Selfossi að skemmta með Magga
mix. Alveg ruglaðir. Svo fer ég beint til
Keflavíkur og upp í stúdíó að taka upp
lag með Dabba T og El Forte og þaðan á
Halann,“ en Erpur er að leggja lokahönd á
nýja plötu og spilar lög af henni að vígsl-
unni lokinni. asgeir@dv.is
ERPUR SKEMMTIR MEÐ MAGGA MIX, TEKUR UPP LAG OG VÍGIR SKEMMTISTAÐ
Erpur Eyvindarsson
Ætli Erpur verði á
„halanum“ á Halanum?