Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 2
Vikublað 15.–17. júlí 20142 Fréttir Engin sól í kortunum Sólarþyrstir höfuðborgarbúar þurfa að bíða lengur eftir því að njóta sólarinnar ef marka má veðurspár. Ekki er útlit fyrir það að sú gula muni sýna sig mikið í þessari viku. Þannig gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir hægviðri og skúrum á höfuðborgarsvæðinu í dag, þriðju- dag, og verður hiti á bilinu 10 til 15 stig. Á miðvikudag og fimmtudag er gert ráð fyrir suðvestlægri eða breytilegri átt og skúrum í flestum landshlutum. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig, hlýjast austanlands. Á föstudag er gert ráð fyrir suð- austlægri átt og rigningu víða, en þurrt norðaustantil. Og um helgina verða aust- lægar áttir, lengst af úrkomulítið og hlýnandi veður. Einn á ferð þegar hann slasaðist Erlendi ferðamaðurinn sem slas- aðist á göngu á Hornströndum á sunnudag er þrítugur Hol- lendingur. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum gat maðurinn gert grein fyrir sér, en áður höfðu birst fréttir þess efnis að ekki væri vit- að hver maðurinn væri og að far- angur hans hafi týnst. Maðurinn er að sögn lög- reglunnar einsamall á ferðalagi um Ísland. Hann hafði verið á göngu á gönguleið sem liggur milli Hest- eyrarfjarðar og Hlöðuvíkur og tel- ur lögregla líklegt að honum hafi skrikað fótur og fallið niður hlíðina. Ferðalangur gekk fram á manninn, sem var þá meðvit- undarlítill og mikið slasaður. Hann hlaut opið beinbrot á hand- legg og mikla höfuðáverka, að því er segir í frétt Vísis um málið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og fór hún og sótti manninn og flutti til Reykjavíkur til aðhlynningar. Björgun manns- ins tafðist nokkuð vegna anna, en björgunarsveitarmenn komust fljótt til mannsins og hlúðu að honum þar til þyrlan kom. „Held að framsóknarmenn séu almennt Hógværir“ n Margir vondir við flokkinn: „Fjölmiðlar enn þá verulega bitrir“ M ikill baráttuhugur var í framsóknarmönn- um á miðstjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Klappað var fyrir árangri flokksins í sveitarstjórnarkosning- um og hæðst að þeim sem gagnrýnt hafa flokkinn. „Engin ríkisstjórn í sögu lands- ins hefur náð viðlíka viðsnúningi á jafn skömmum tíma og þessi rík- isstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, í ávarpi sínu. Þar vitnaði hann í orð sérfræðings sem þeir Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra munu hafa fundað með. Sá hafði hrósað stjórnarherr- unum fyrir frábæran árangur og hvatt þá til dáða. Framsóknarhógværð „Við vorum skammaðir fyrir að sýna of mikið lítillæti,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Auðvitað er hógværð dyggð, og ég held að framsóknar- menn séu almennt hógværir. En við verðum að vera dugleg að benda á staðreyndir.“ Næst taldi hann upp hagtölur máli sínu til stuðnings. Hann skýrði aukinn hagvöxt sem viðbrögð markaðarins við því að ný ríkisstjórn væri komin til valda og eignaði henni jafnframt hækkandi atvinnustig. Ljóst er þó að atvinnu- leysi hefur minnkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þá fullyrti Sigmundur að rík- isstjórnin hefði ýtt undir fjölg- un ferðamanna með því að falla frá áformum um hækkun virðis- aukaskatts á gistinætur. „Jöfnuð- ur hefur verið varðveittur og útlit er fyrir að jöfnuður muni áfram aukast á næstu misserum, meðal annars vegna verulega aukinna framlaga til velferðarmála, almannatrygginga og með bættum kjörum fyrirtækja,“ sagði Sigmundur. Formaðurinn fór hörðum orðum um þá sem gagnrýndu málflutning Framsóknar og flugvallarvina um moskur og múslima. „Það er þeim til ævarandi skammar sem tóku þátt í þessari framgöngu gegn Fram- sóknarflokknum. Ég veit að mörg- um framsóknarmönnum hefur liðið illa yfir þessum ásökunum sem von er,“ sagði hann. Fjölmiðlar vondir við Framsókn Eftir að Sigmundur lauk ræðu sinni ræddi DV við Þorstein Sæmunds- son, þingmann flokksins, en hann tók undir með Sigmundi. „Þessi fjölmiðlahringekja sem fór af stað í aðdraganda kosninga, hún var ekki sett upp af hálfu fjölmiðla til að hjálpa flokknum. Þess vegna eru fjölmiðlar enn þá verulega bitrir, af því árangur flokksins varð miklu betri en þeir höfðu átt von á og ætl- uðust til,“ sagði hann. Samtalið hélt áfram. Blaðamaður: „Finnst þér ekk- ert athugavert við að Framsóknar- flokkurinn skuli hafa tengt sérstak- lega einn tiltekinn minnihlutahóp, múslima, við húsnæðisvandann í Reykjavík?“ Þorsteinn: „Menn hafa kannski horft fram hjá því að það var trúar- bragðaníð haft frammi í þessari kosningabaráttu, ekki af hálfu Fram- sóknarflokksins, heldur af hálfu nú- verandi borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar.“ Blaðamaður: „Ertu þá að vísa til tveggja ára gamalla ummæla Krist- ínar Soffíu, þegar hún brást við hatursáróðri frá Rétttrúnaðarkirkj- unni á hinsegindögum? Þetta var löngu áður en kosningabaráttan hófst.“ Þorsteinn: „Já, orð eru jafngild sama hvenær þau eru sögð. Sjáðu til, okkar oddviti brást við því áreiti sem hún varð fyrir og það er alveg fyllilega rétt hjá þér að mikið af því sem fram kom hefði betur mátt orða öðruvísi, en nú er ég nýgræðingur í stjórnmálum eins og þessi ágæta kona, og það er auðvelt að orða hlutina öðruvísi en maður vildi, því maður fær bara eitt tækifæri til þess.“ Blaðamaður: „Munurinn á þess- um tveimur borgarfulltrúum, Krist- ínu og Sveinbjörgu, er meðal annars sá að annar þeirra baðst afsökunar á ummælum sínum, en hinn bætti í ef eitthvað er og fór daginn fyr- ir kosningar að tengja umræðu um lóðaúthlutanir í Reykjavík saman við nauðungarhjónabönd í Svíþjóð. Fannst þér þetta ásættanlegt og eðlilegt, að kosningabaráttan skyldi rekin með þessum hætti?“ Þorsteinn: „Mér fannst umræð- an fara illa. Hún hefði betur farið öðruvísi en ég held að menn ættu að horfa á alla myndina, en benda ekki á oddvita Framsóknar í Reykja- vík sem sökudólg í þessu máli.“ „Skoðanir en ekki fólk“ DV ræddi við fleiri þingmenn flokksins, meðal annars Líneik Önnu Sævarsdóttur. Aðspurð hvort hún sem framsóknarkona yrði fyrir miklum fordómum á Íslandi sagð- ist hún ekki finna fyrir því. „En ég upplifi að fólk eigi erfitt í því um- hverfi sem það er með sínar skoð- anir. Ég upplifi það ekkert endilega sem árásir á Framsóknarflokkinn en oft finnst mér eins og ákveðnar skoðanir megi ræða, en önnur mál má ekki ræða, og þá verði allt dá- lítið upptrekkt og umræðunni sé ýtt út af borðinu,“ segir Líneik sem kall- ar eftir því að umræðunni verði lyft upp á hærra plan. „Við upplifum þetta í kringum útlendingaumræðuna. Það er erfitt að taka málefnalega umræðu um það hvernig við viljum að samfé- lagið þróist.“ En hvernig vill Líneik að innflytjendamálin þróist? „Ég vil að það sé pláss fyrir alla í þjóðfé- laginu.“ Aðspurð hvort henni hefði hugnast málflutningur Framsókn- ar og flugvallarvina um moskur og múslima svaraði Líneik: „Það var margt í moskuumræðunni sem kom mér á óvart á báða bóga. Ég er ekkert að gagnrýna einn né neinn, og það er einmitt lykilatriði, við erum að ræða skoðanir en ekki fólk, en ég gagnrýni lífsskoðanir úr báð- um áttum.“ Þrátt fyrir að margir úr flokks- forystu Framsóknarflokksins líti á þá gagnrýni sem Framsókn og flug- vallarvinir urðu fyrir sem ómak- lega herferð fundu flokksmenn sig knúna til að álykta gegn hvers kyns mismunun og hvetja til jafnræð- is milli ólíkra hópa. Ályktun í þeim dúr var samþykkt eftir um það bil klukkutímaumræður þar sem ólík sjónarmið voru viðruð. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Það var trúar- bragðaníð haft frammi í þessari kosningabaráttu Gaman á fundi Ráðherrar mættu keikir á miðstjórnarfund Framsóknarflokksins. Spjallað um Framsókn Þorsteinn Sæmundsson ræddi málin við DV. Feðgin Dóttir Sigmundar var með í för. Kæra vegna graðfola Í vikunni var lögð fram kæra vegna lausagöngu graðfola í Vestmannaeyjum. Í tilkynn- ingu á vef lögreglunnar kem- ur fram að folinn sé iðulega utan girðingar á syðri hluta eyjunnar. Að sögn lögreglunnar var vikan með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyj- um og komu engin alvarleg mál upp. Þrjú umferðaró- höpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Í öllum tilvik- um var um minniháttar óhapp að ræða og urðu engin slys á fólki. Þá liggur ein kæra fyrir vegna brota á umferðarlögum. Þar var um að ræða óhæfilegan frágang á farmi vörubifreið- ar, sem varð til þess að hluti af farminum féll af palli bifreiðar- innar og á aðrar bifreiðar, sem olli skemmdum á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.