Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 18
18 Fréttir Erlent Vikublað 15.–17. júlí 2014 V onir kínverskra fjárfesta um að byggja nýjan skipaskurð í gegnum Níkaragva glædd- ust í síðustu viku þegar sér- stök nefnd skipuð af yfir- völdum í Níkaragva lagði blessun sína yfir mögulegar framkvæmdir. Áætlanir gera ráð fyrir að skurðurinn verði 276 kílómetra langur og mun hann veita Panamaskurðinum harða samkeppni. 4.600 milljarðar króna Nefndin sem hafði málið til um- fjöllunar var meðal annars skip- uð pólitískum fulltrúum yfirvalda, sérfræðingum og kaupsýslumönn- um. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er talinn nema 40 milljörðum Bandaríkjadala, eða tæplega 4.600 milljörðum íslenskra króna. Það er kínverskur fjárfesta- hópur, HKND, sem hefur veg og vanda að fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Forsvarsmaður hópsins er kínverskur lögfræðingur að nafni Wang Jing. Teikningar gera ráð fyr- ir að skurðurinn muni ná frá Brito- ánni á Kyrrahafsströnd Níkaragva að Punto Gorda-ánni sem er Karí- bahafsmegin. 27 metra djúpur Business Insider fjallaði ítarlega um málið á dögunum. Í umfjöllun blaðsins kom fram að framkvæmd- irnar séu gríðarlega metnaðarfull- ar og í hópi þeirra umfangsmestu í sögunni. Panamaskurðurinn, sem tekinn var í notkun 1914, er 82 kíló- metra langur og verður skurður- inn í Níkaragva því rúmlega þrisvar sinnum lengri. Gert er ráð fyrir að skurðurinn verði á bilinu 230 til 520 metra breiður og 27 metra djúpur. Skuggahliðar Þó að framkvæmdirnar muni færa þjóðarbúinu töluverðar skatttekjur vegna skipaumferðar um skurðinn hafa mögulegar framkvæmd- ir sínar skuggahliðar. Skurðurinn myndi fara í gegnum Níkaragva- vatn, stærsta stöðuvatn Mið-Ame- ríku. Vatnið hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir íbúa landsins og er ein helsta uppistaða ferskvatns. Tilkoma skipaskurðar gæti stefnt þessari mikilvægu auðlind í hættu og haft mikil áhrif á fátæka íbúa sem eiga allt sitt undir Níkaragva- vatni. 32 kærur „Annaðhvort verður vatnið notað undir skip eða sem drykkjarvatn fyrir íbúa. Við getum ekki notað það undir bæði,“ sagði Victor Campos, aðstoðarframkvæmdastjóri nátt- úruverndarsamtakanna Humboldt Center, í samtali við AP-fréttastof- una á síðasta ári. Svo virðist einnig vera sem hugsanlegar framkvæmd- ir séu byggðar á veikum lagalegum grunni. Þannig sagði að Gabriel Ál- varez, lagaprófessor við National Autonomous-háskólann í Níkarag- va, í samtali við The Economist í október í fyrra að 32 kærur hefðu borist vegna málsins. Allar voru þær vegna meintra brota á stjórnar- skrá landsins. Framkvæmdir hefjast brátt Hvað sem öllu þessu líður, áhyggj- um af áhrifum framkvæmdanna eða mögulegum ávinningi, er bú- ist við því að vinna við þetta risa- verkefni hefjist strax í desember næstkomandi, að sögn Telemaco Talavara, fulltrúa í nefndinni sem gaf grænt ljós á framkvæmdirn- ar. Hann segir að markmiðið sé að framkvæmdirnar taki tæp fimm ár – skurðurinn verði að mestu tilbúinn árið 2019 og skipum verði hleypt í gegn strax árið 2020. Hagfræðingar ósammála Á vef HKND-hópsins kemur fram að ástæðan fyrir þessum fram- kvæmdum sé aukinn þungi skipa- flutninga til og frá Kína. Kína sé orðið að eins konar miðstöð fyrir framleiðslu á ýmsum vörum og það sé einfaldlega þörf á nýjum skipa- skurði í gegnum Ameríku. Hag- fræðingar og aðrir sérfræðingar benda þó á í samtali við AP að þetta sé ekkert öruggt. Aukin samkeppni frá öðrum siglingaleiðum og opn- un siglingaleiða um norðurskautið gætu gert það að verkum að fram- kvæmdirnar muni aldrei borga sig í efnhagslegu tilliti. „Með þessu er verið að svara kalli um þörf sem er ekki til staðar,“ segir Rosalyn Wil- son, sérfræðingur hjá Delcan Cor- poration í Toronto í Kanada. „Ég myndi ekki leggja mína peninga í þetta,“ bætir hún við. n Risa skipaskurður ógnar fjölda íbúa n Stefnt á að framkvæmdir hefjist í desember n Þrisvar sinnum lengri en Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Panamaskurðurinn Ef áætlanir ná fram að ganga verður skipaskurðurinn í Níkaragva rúmlega þrisvar sinnum lengri en Panama- skurðurinn. Leiðin Hér sést annars vegar Panamaskurðurinn, fyrir neð- an, og hins vegar skurðurinn sem allt bendir til að verði grafinn í gegnum Níkaragva. Kyrrahafið Karíbahaf Panamaskurðurinn 82 km. Nýr áætlaður skurður 276 km. Hondúras Níkaragva Kostaríka Panama Gvatemala El Salvador Forsvarsmaðurinn Wang Jing fer fyrir HKND-hópnum sem fjármagnar fram- kvæmdirnar. Níkaragvavatn Fannst frosinn 32 árum síðar Lík fjallgöngumanns, Patrice Hyvert, sem hvarf sporlaust á Mont Blanc fyrir 32 árum fannst á dögunum. Hyvert var franskur en hann var 23 ára þegar hann hvarf í vonskuveðri á fjallinu 1. mars 1982. Breska blaðið Guardi- an fjallaði um málið á dögunum og þar var haft eftir föður Hyverts, Gérard, að hann hefði frekar kos- ið að sonur sinn hefði fengið að liggja áfram á fjallinu. „Hann kynni betur við sig þar en í lík- kistu,“ sagði hann, en frosið líkið var flutt af fjallinu í júnímánuði. Segja ekkert stöðva sig Blóðug átök milli Palestínu- manna og Ísraels fara harðnandi Sautján þúsund Palestínumenn hafa flúið heimili sín á norður- hluta Gazasvæðisins. Fólkið fór af stað eftir viðvaranir Ísraels- hers þess efnis að þeir hygð- ust hefja loftárásir á svæðið, en þar eru bæði heimili óbreyttra borgara, bækistöðvar Hamas- samtakanna og heimili liðs- manna þeirra. Aðgerðirnar um helgina og síðustu daga eru þær blóðugustu í áraraðir. Loftárásir voru gerðar á fjörutíu staði á Gazaströndinni á sunnudag, auk þess sem bækistöðvar Hamas, svokallað- ar æfingabúðir, voru sprengd- ar í loft upp. Í æfingabúðunum hafa liðsmenn Hamas feng- ið þjálfun. Markmið ísrael- skra stjórnvalda er að hæfa skotmörk eins og stjórnendur Hamas og eldflaugum Ísraels- manna rignir yfir svæði Palest- ínumanna. Þá segjast þeir vera að vega vígamenn, en engu að síður hafa um áttatíu óbreyttir borg- arar fallið í árásunum, þar á meðal sextán manna fjölskylda. Alls eru 160 manns látnir í átökunum. Benjamín Netanya- hu, forsætisráðherra Ísraels, hefur greint frá því að Ísraels- menn ætli að beita fullri hörku. Palestínumenn hafa skotið flugskeytum á Ísrael, um þús- und talsins. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af Ísraelsher. Ekkert manntjón hefur hlotist af aðgerðum þeirra í Ísrael en nokkrir eru særðir. Á sunnudag var hersveit Ísraelshers send inn í Gaza og átti hún að ráð- ast á svæðið þar sem Palest- ínumenn eru taldir skjóta eld- flaugum. Þúsundir ísraelskra her- manna eru komnir að landa- mærum Gaza og er búist við innrás þeirra á svæðið. Fulltrú- ar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst og koma í veg fyrir innrás Ísraels- manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.