Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 19
Skrýtið Sakamál 19Vikublað 15.–17. júlí 2014
Veist þú um
þessa menn?
n Mennirnir sem eru efstir á lista FBI yfir mest eftirlýstu glæpamennina n Háar fjárhæðir í boði
Í Bandaríkjunum er
glæpatíðni há og hlutfall
þeirra sem eru í fangelsi
er með því hæsta sem
gerist. Bandaríska al-
ríkislögreglan er þó ekki
af baki dottin og leitar
stöðugt að mönnum
sem fremja alvarlega
glæpi. Hér eru níu menn
sem eru á lista FBI yfir
mest eftirlýstu glæpa-
mennina, ef svo má að
orði komast. Þeir sem
geta vísað á menn-
ina, sem eru oftast
morðingjar, nauðgarar
eða fjársvikamenn, geta
átt von á milljónum
króna – það er að segja
ef ábendingin leiðir til
handtöku þeirra.
n Robert William Fisher
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Fisher er gefið að sök að hafa, í Arizona árið
2001, myrt eiginkonu sína og tvö börn. Í kjöl-
farið hafi hann sprengt upp húsið sem þau
bjuggu í. Hann hefur að líkindum þrjú morð
á bakinu, auk þess að hafa brotið lög þegar
hann flúði ríkið. Þá hefur hann íkveikju á
bakinu. Fisher er sagður í góðu líkamlegu
formi; hann er vanur útivistar- og veiðimað-
ur. Hann er sagður með gullslegna tönn
í efri gómi, sem auðkenni hann. Þá gangi
hann mjög sperrtur enda hafi hann glímt við
eymsli í mjóbaki. Hann hefur tengsl í Nýju-
Mexíkó og Flórída og er talinn eiga nokkurt
safn vopna; þar á meðal öflugan riffil. Hann
er sagður stórnotandi á munntóbak.
n Victor Manuel Gerena
Verðlaunafé: 114 milljónir króna
Gerena er eftirlýstur fyrir að hafa framið
vopnað rán í öryggisfyrirtæki í Connecticut
árið 1983. Hann tók að sögn tvo menn í
gíslingu og hótaði þeim með skotvopni. Því
næst er hann sagður hafa handjárnað þá
og sprautað þá með óþekktu lyfi, til að gera
þá óvirka. Hann er eftirlýstur fyrir ránið og
fyrir það að hafa í trássi við lög flúið ríkið.
Eins og sjá má er mikið í húfi fyrir þann sem
veitir upplýsingar sem leiða til handtöku
mannsins.
n Alexis Flores
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Flores er grunaður um að hafa rænt og myrt
fimm ára gamla stúlku í Fíladelfíu í Pennsyl-
vaníu. Leit hófst að stúlkunni í júlí árið 2000.
Nokkru síðar fannst hún í nálægri íbúð. Í
ljós kom að hún hafði verið kyrkt. Flores
er sagður hafa tengsl í Hondúras og gefið í
skyn að hann kunni að halda þar til.
n Fidel Urbina
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Þessi er eftirlýstur, grunaður um að hafa
lamið og nauðgað konu í mars árið 1998,
þegar hann gekk laus á skilorði. Sama leik
er hann sagður hafa leikið í október það
ár – þegar hann er sagður hafa nauðgað
og lamið aðra stúlku. Sú lét lífið og fannst í
skotti bifreiðar sem kveikt hafði verið í. Báð-
ir glæpirnir voru framdir í Chicago í Illinois.
Urbina kann að halda til í Durango í Mexíkó.
Hann er einnig sagður hafa sambönd á
Chicago-svæðinu.
n Jason Derek Brown
Verðlaunafé: 22,8 milljónir króna
Leitað er að Brown í tengslum við morð
og vopnað rán í Phoenix, Arizona. Honum
er gefið að sök að hafa skotið og drepið
brynklæddan öryggisvörð sem var að flytja
reiðufé í borginni. Hann stal peningunum og
komst undan. Brown er altalandi á frönsku
og hefur meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum.
Hann er lunkinn kylfingur, stundar snjóbretti
og ekur krossurum í frístundum. Hann er
sagður stunda skemmtistaði grimmt enda
njóti hann þess að vera miðdepill athyglinn-
ar – og ekki síst að grobba sig af eigum sín-
um; bátum, lúxusbílum og öðru dóti. Hann
var meðlimur The Church of Jesus Christ of
Latter-Day Saints og var um tíma mormóni í
nágrenni Parísar í Frakklandi. Hann gæti ver-
ið í Kaliforníu eða Utah, en heldur stundum
til í Frakklandi og Mexíkó. Hann kann að eiga
í fórum sínum 9mm Glock-skammbyssu.
n Glen Stewart Godwin
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Godwin er eftirlýstur fyrir að hafa flúið
Folsom-fangelsið í Kaliforníu árið 1987, þar
sem hann afplánaði langan fangelsisdóm
vegna morðs. Lögreglan hafði hendur í hári
hans síðar sama ár, þegar hann átti aðild
að fíkniefnaflutningum. Hann var dæmdur
aftur og sendur í Guadalajara-fangelsið. Í
apríl 1991 myrti hann að sögn samfanga og
tókst svo að flýja nokkrum mánuðum síðar.
Godwin talar spænsku reiprennandi. Hann
er talinn halda til í Mið- eða Suður-Ameríku,
jafnvel Mexíkó. Hann er talinn starfa við
dreifingu fíkniefna.
Eduardo Ravelo
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Ravelo er grunaður um skipulagða glæpa-
starfsemi af ýmsum toga. Hann er sagður
leiðtogi Barrio Azteca-glæpagengisins, sem
hefur á ferilskránni alls kyns glæpi, svo sem
morð, rán, bílaþjófnaði, mannrán, peninga-
þvætti, mansal og fíkniefnamisferli. Ravelo
stýrir gengi sem telur um 600 virka meðlimi.
n Jose Manuel Garcia Guevara
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Guevara er grunaður um að hafa drepið 26
ára gamla konu að viðstöddum fjögurra ára
syni hennar í hjólhýsahverfi í Lake Charles
í Louisiana árið 2008. Hann er eftirlýstur
fyrir morðið sem og ýmsa aðra glæpi. Þar
má nefna nauðgun og þjófnaði. Þeir sem
vísað geta á manninn geta átt von á 11,4
milljónum króna.
n Semion Mogilevich
Verðlaunafé: 11,4 milljónir króna
Mogilevich er grunaður um aðild að
umfangsmiklu fjársvikamáli þar sem þús-
undir fjárfesta voru hlunnfarnir. Mogilevich
stýrði fyrirtæki sem hafði höfuðstöðvar
í Newton í Pennsylvaníu á árunum 1993
og 1998 og sveik stóran hóp manna um 17
milljarða króna. Hann hefur ekki fundist
og er eftirlýstur. Mogilevich er sagður bera
yfirvararskegg, yfirleitt, og sé stórreykinga-
maður. Hann hefur búið í Rússlandi og hefur
rússneskt vegabréf. Hann er einnig sagður
eiga grískt, úkraínskt og ísraelskt vegabréf,
og gæti því verið nánast hvar sem er.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is