Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 22
Vikublað 15.–17. júlí 201422 Umræða
Umsjón: Henry Þór Baldursson
X-B fyrir þá sem minna mega sín
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Ferðamenn bjarga
ástarlífi Íslendinga?
E
inn af kostum þess mikla
gestagangs sem nú geis-
ar á Íslandi er að hann fær
heimamenn stundum til að
skoða sjálfa sig í nýju ljósi.
Eftir hvítasunnuhelgi vakti mikla
athygli mynd sem sýnir par liggja
á götunni í Austurstræti í inni-
legum faðmlögum snemma um
morgun, og var henni víða dreift í
gegnum instagram. „Er þetta æla
sem hún liggur í?“ spurði einhver
í kommentunum. Ekki síður vakti
það athygli að vegfarendur virtust
lítt eftir þeim taka, eins og þetta væri
venjuleg sýn í miðbænum á sunnu-
dagsmorgnum.
Ljósmyndarinn Alex Brown er frá
Minnesota en búsettur hér og var
tekinn tali í Grapevine. Hann seg-
ist í fyrstu hafa furðað sig á því að
Íslendingar færu ekki á stefnumót,
heldur fari heim saman af barnum
sem getur síðan stundum þróast út
í sambönd. Nú hafi hann hins vegar
aðlagast aðstæðum og segist una
þessu kerfi ágætlega.
Á dögunum skrifaði Hildur Sverr-
isdóttir grein á Vísi þar sem hún út-
skýrir hvers vegna erfitt sé að fara á
stefnumót á Íslandi. Það er nánast
öruggt að viðkomandi aðilar rekist
á einhvern sem þau þekkja, og þá
þarf að bera söguna til baka mánuð-
um saman ef ekkert verður úr. Hild-
ur endar greinina á að óska eftir
fleiri innflytjendum, til að auka hér
fólksmergð og fjölbreytni.
Hins vegar eru minni líkur á að
Íslendingar sjálfir fjölgi sér, því sam-
kvæmt RÚV var árið í fyrra metár
þegar kom að því að láta taka sig úr
sambandi. Íslenskum karlmönn-
um virðist sérstaklega umhugað um
þetta, því um 75 prósent þeirra sem
lögðust undir hnífinn voru karlkyns.
Í Morgunblaðinu var viðtal við
Önu Stanicevic, sem er mikil áhuga-
manneskja um Ísland og náð hefur
góðu valdi á málinu. Þó finnst henni
Íslendingar undarlegir í ástarmálum
sem og samskiptum almennt og ekki
síst kemur djammmenningin henni
spánskt fyrir sjónir. Á Smartlandi
var síðan viðtal við Huimin Dong
frá Kína sem er gift Íslendingi. Tel-
ur hún að ástarsambönd hér séu
mun einfaldari en í heimalandinu,
þar aðstoði foreldrar gjarnan við
makaleitina en ef væntanlegur eig-
inmaður hefur ekki efni á íbúð þarf
að binda enda á sambandið.
Í annarri grein í Morgunblaðinu,
sem er birt í dálknum Tækni og vís-
indi, fer blaðamaðurinn Þorsteinn
Ásgrímsson á stúfana og kemst að
þeirri niðurstöðu að í hverjum ár-
gangi séu um 30 heppilegir makar
fyrir hvern og einn, með tilliti til
menntunar og annarra þátta. Lík-
urnar á því að rekast á einhvern af
þessum 30 eru líklega ekki miklar,
ekki einu sinni á litlu landi. Og að
ramba á þá á barnum einmitt þegar
báðir aðilar eru í svipuðu hugará-
standi líklega enn minni.
Niðurstaða Þorsteins er svipað-
ur og hjá Hildi, eða „Ferðamenn
koma til bjargar“. Mögulega er besta
leiðin fyrir Íslendinga til að fjölga sér
í framtíðinni því sú að kynna sér siði
þeirra útlendinga sem hingað koma.
Nema þá að þeir verði allir búnir að
taka sjálfa sig úr sambandi þegar þar
að kemur. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kjallari „Hann segist í
fyrstu hafa furð-
að sig á því að Íslendingar
færu ekki á stefnumót.
Mynd Eyþór Árnason
„Ísrael er að taka
upp aðferðir
þriðja ríkisins.
Sniðgöngum allt sem
kemur frá þessu landi.“
Finni Bárðarsyni blöskraði
boðað sprengjuregn Ísraela á
Gaza á sunnudag.
„Líklegt að
Umboðsmaður
Alþingis noti
hotmail.“
sigþrúður Thordersen
Þorfinnsdóttir benti á hið
augljósa í mistökum ritstjóra
Morgunblaðsins. Ritstjóri hélt að
tryg49@hotmail.com væri umboðs-
maður Alþingis.
„Steinþór og aðrir
sjálfstæðismenn
í Reykjanesbæ
eru siðprúðustu menn
landsins. Þetta SPKef dæmi
var bara útlendingum að
kenna. Vonandi að dóttirin
hafni því að taka þátt í
þessu.“
þór saari skrifaði heldur
kaldhæðna athugasemd við
frétt um að Steinþór Jónsson,
athafnamaður og fyrrverandi bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ,
hefði selt Range Rover til dóttur sinnar.
„Ögmundur
er, það ég
best veit, eini
þingmaðurinn sem talar
opinskátt gegn enn einu
frumvarpinu um það að
útvista sölu á áfengi. Þar
verð ég hans soldat. Margt
bendir til þess að nú hafi
frumvarpið meirihlutafylgi á
þinginu og því er mikilvægt
að þeir sem andvígir eru
þessari þróun, taki höndum
saman.“
þorleifur Gunnlaugsson
stendur með sínum fyrrver-
andi flokksbróður, Ögmundi
Jónassyni, sem telur að verði nýtt áfeng-
isfrumvarp að lögum muni það meðal
annars skila sér í hærra verði á áfengi, þá
sérstaklega úti á landi.
„HHG hefur
haft sig mjög í
frammi í marga
áratugi með óvægnar og á
tíðum furðulegar skoðanir.
Það er furðuleg notkun á
hugtakinu „einelti“ þegar
hann er gagnrýndur fyrir
sjálftöku á ríkisframlögum,
á sama tíma og hann verður
ítrekað margsaga um
aðdragandann.“
Brynjólfur þorvarðarson
svaraði gagnrýni um að
samstarfsmenn Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar væru að
leggja hann í einelti.
11
12
24
14
25