Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Qupperneq 24
Vikublað 15.–17. júlí 201424 Neytendur
Gerðu Góð kaup á
sumarútsölunum
n Sumarútsölurnar í fullum gangi n Allt að 80 prósenta afsláttur n Hér getur þú gert góð kaup
S
umarútsölurnar hófust held-
ur snemma í ár og hafa sums
staðar nú þegar staðið yfir í
rúmlega tvær vikur. Þannig
hófust sumarútsölurn-
ar í stærstu verslunarmiðstöðvum
landsins, Smáralind og Kringlunni,
fimmtudaginn 26. júní síðastliðinn.
Þá eru dæmi um að sumarútsölun-
um sé beinlínis lokið en húsgagna-
verslunin ILVA var til að mynda með
útsölu dagana 30. maí til 6. júlí síð-
astliðna.
Sumarútsölurnar nýta flest-
ir verslunareigendur til þess að losa
sig við sumarlínurnar og rýma til fyr-
ir haustlínurnar. Ekki er þar með sagt
að það sé ekki hægt að gera góð kaup
á öðru en sumarvörum. Inni á milli
má finna vörur sem endast allt árið
um kring, til dæmis íþróttaföt, úti-
vistarvörur, skó og föt á börnin.
Algengasti afslátturinn 40
prósent
DV kynnti sér afsláttinn í nokkrum
verslunum í Kringlunni í síð-
ustu viku og tók út stemninguna
í leiðinni. Tekið skal fram að um
óformlega úttekt er að ræða þar sem
afsláttur í nokkrum búðum er tekinn
saman. Ómögulegt er að meta bestu
útsöluna á sumarútsölunum, með-
al annars vegna þess að búðir eru í
mismunandi verðflokki. Þessi út-
tekt er því ekki tæmandi, en hún gef-
ur neytendum hins vegar góða vís-
bendingu um hvað þeir mega búast
við að finna á útsölunum.
Algengasti afslátturinn, í þeim
búðum sem DV skoðaði, var í kring-
um 40 prósent, en dæmi voru um að
verslanir væru með allt að 80 pró-
senta afslátt á vörum sínum. Lang-
flestar búðir eru með valdar vörur
á afslætti en ein og ein verslun set-
ur hins vegar allar vörur á útsölu,
Herragarðurinn meðal annars. Fjöl-
margar verslanir slá síðan enn meira
af verðinu þegar líður á útsölurnar
og bæði í Kringlunni og Smáralind
endar útsalan á götumarkaði.
Dömuföt
Víða er hægt að fá kvenmannsföt á
góðu verði. Í mörgum búðum eru
að auki komnar nýjar vörur. Það
getur verið erfitt að láta ekki undan
freistingunni og kaupa frekar nýju
vörurnar sem eru oft meira aðlað-
andi. Þá er mikilvægt að gefa sér
tíma til að skoða útsöluvörurnar í
rólegheitum og sjá hvort ekki leyn-
ist ein og ein hversdagsleg flík innan
um litríku sumarkjólana.
Ógerningur væri að telja upp alla
afslætti á dömufötum í Kringlunni,
en hér eru nokkur dæmi: Í verslun-
um Hagkaups er hægt að gera góð
kaup á dömufötum en þar náði af-
slátturinn upp í allt að 70 prósent.
Algengasti afslátturinn er hins vegar
40 prósent, bæði á kven- og karla-
fötum. Í Dúkkuhúsinu er 30–60 pró-
senta afsláttur af völdum vörum og í
Marc O‘Polo er 40 prósenta afsláttur
á öllum vörum nema seðlaveskjum. Í
Cosmo er 40–70 prósenta afsláttur og
Vila, Gallerí Sautján og Vero Moda
eru með 30–50 prósenta afslátt af
útsöluvörum. Mesti afslátturinn í
þessari könnun fannst í versluninni
ZikZak en þar er allt að 80 prósenta
afsláttur.
Herraföt
Hjá Herragarðinum er 40 prósenta
afsláttur á öllum vörum og 50 pró-
senta afsláttur á skyrtum. „Hér er
hægt að gera mjög góðan díl. Fullt
af fólki hefur kíkt á okkur og gert góð
kaup. Við förum síðan að taka upp
nýjar vörur á næstu vikum,“ segir
Gísli Sveinsson, starfsmaður Herra-
garðsins, í samtali við DV. Í Dress-
mann er hægt að fá þrjár sumarvör-
ur á verði tveggja. Þú færð ódýrustu
vöruna sem sagt í kaupbæti. Þó svo
að um sumarvörur sé að ræða er vel
hægt að finna boli og skyrtur sem
endast allt árið um kring. Í Joe Boxer
er að finna sama tilboð á boxernær-
buxum, það er þrjár á verði tveggja.
Í Jack & Jones var verið að taka upp
nýjar vörur þegar blaðamaður var á
ferðinni en útsöluvörur eru á 30–50
prósenta afslætti.
Skór og barnaföt
Ekki var eins mikið úrval af barna-
fötum á afslætti eins og á fötum fyr-
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
„Nú er ég að leita
mér að naglalakki
í stíl við fótsnyrtinguna
sem ég fékk mér í
morgun.
Margir gert góð kaup í Herragarðinum Gísli Sveinsson, starfsmaður í Herragarðinum,
segir sumarútsölurnar ganga vel. MynDIR SIgtRygguR ARI