Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Síða 26
Vikublað 15.–17. júlí 201426 Lífsstíll Þ ó svo að við Íslendingar séum flestu vanir þegar kemur að skrautlegu veðri er fátt sem toppar þetta sumar. Einmitt nú, þegar landsmenn flykkjast í sumarfrí, dynur á versta sumarveð- ur í manna minnum. Það er þó al- gjör óþarfi að láta sumarfríið fara til spillis enda ótal hlutir sem finna má sér til dundurs þegar illa viðrar. 1 Gerðu tilraunir í eldhúsinu Í slæmu veðri er til- valið að koma sér inn í eldhús og hefja tilraunastarfsemi. Gluggaðu í mat- reiðslubækur og eld- aðu réttina eða bakaðu kökurnar sem þig hefur alltaf langað til að prófa en aldrei komið þér í að gera. Komdu þér svo notalega fyr- ir og njóttu afrakstursins yfir góðri mynd, bók eða í góðum félagsskap. 2 Endurraðaðu bókunum Nýttu tækifærið í vondu veðri og raðaðu bókunum þínum upp á nýtt. Það má til dæm- is gera í stafrófsröð, sem einfaldar bókaleit umtalsvert, eða litaröð, sem gef- ur einkar skemmtilega útkomu. Tímafrekt en skemmtilegt verk- efni sem er tilvalið á slæmum degi. 3 Taktu maraþon Á blautum og vinda- sömum dögum er fátt nota- legra en að hjúfra sig uppi í sófa eða rúmi og horfa á bíó- mynd eða lesa góða bók. Því er til- valið að taka kvikmynda-, sjón- varpsþátta- eða bókamaraþon þegar illa viðrar. Hví ekki að rifja upp allar Harry Potter-bækurnar, taka tímabært Star Wars-maraþon eða horfa á alla Friends-þættina frá byrjun? 4 Taktu til Þegar illa viðr- ar hefur þú enga afsökun fyrir því að gera ekki alls- herjar hreingern- ingu á heimil- inu. Skúraðu, skrúbbaðu og bónaðu heimilið frá toppi til táar og taktu til á stöðum sem alltaf verða útundan í venjulegri tiltekt. 5 Farðu út Af hverju að hanga inni þó að veðrið sé slæmt? Við búum nú einu sinni á Ís- landi. Klæddu þig vel og njóttu þess að blotna og láta vindinn berja í and- litið. Útivera er holl og góð fyrir bæði líkama og sál og með því að yfirstíga óttann við vonda veðrið verða þér allir vegir færir. Fimm hlutir til að gera í vondu veðri Sólarleysið slæmt fyrir sálartetrið n Kastar þó engum fyrir björg n Æðruleysi mikilvægt S umarið virðist einungis hafa komið að nafninu til þetta árið, að minnsta kosti á suð- vesturhorninu. Það fylgir í fótspor fyrrasumars sem var óvenju spart á blíðviðrisdaga og einkenndist að mestu af skýjabökk- um með tilheyrandi sólarleysi og súld. Þetta eru ekki góðar fréttir fyr- ir sálartetur okkar Íslendinga, sem þurfum að umbera langa vetur og skammdegi níu mánuði ársins. „Ég finn það mjög vel á haustin ef sumarið hefur verið slæmt. Fólk er ekki að fara jafn kraftmikið inn í veturinn. Því veturinn er svo langur, dimmur og strangur,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur um áhrif veðurs á andlega heilsu fólks. Kol- brún segir að þótt rannsóknir hafi ekki sýnt, svo óyggjandi sé, hversu mikil áhrifin séu þá finni hún það í starfi sínu sem klínískur sálfræðing- ur að það er iðulega ofarlega í huga fólks sem til hennar leitar. „Maður finnur hvað fólki er umhugað um þetta. Veður hefur gríðarlega mik- il áhrif og er svakalega stór breyta í tilveru fólks. Það skiptir miklu máli fyrir andlegt líf okkar að fá þetta bjarta sumar, þótt það sé stutt. Í vor fann ég að fólk var orðið vongott og talaði um að sumarið mætti alls ekki vera jafn slæmt og í fyrra.“ Kastar engum fyrir björg Þótt veðrið sé meðal þeirra utanað- komandi þátta sem hvað mest áhrif hefur á geðheilbrigði þá má ekki of- meta það í þessu tilliti. „Það varpar engum fyrir björg, ekki eitt og sér. Við erum góð í að finna eitthvert haldreipi. Ég heyri það í mínu starfi að fólk er farið að reyna að horfa á björtu hliðarnar. Þetta er dæmi um hvað sálin, ef við skoðum þetta út frá sálfræðinni, reynir að bjarga sér; reynir að finna þennan nauðsyn- lega sveigjanleika þegar á móti blæs. Kannski liggur þetta bara í eðli mannskepnunnar, að finna ein- hverjar leiðir; forgangsraða öðru- vísi, hugsa öðruvísi og þannig breyt- ast viðmiðin smám saman.“ Æðruleysið mikilvægt Það er einmitt þessi hæfileiki okk- ar til að líta lífið björtum augum og taka vonda veðrinu af æðruleysi sem Kolbrún segir mikilvægan í baráttunni við hundinn svarta. „Ef þú ert meðvirkur með veðrinu þá ert þú í vondu skapi þann dag sem veðrið er vont en í góðu skapi þegar það er sól úti. Hugsaðu þér hvernig það er fyrir fjölskylduna þína! Þetta er eins og með svo margt annað, það er hugarfarið sem skiptir mestu máli. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með veðrinu,“ segir Kol- brún og bætir við að fólk sem sátt er í eigin skinni eigi auðveldara með að horfa framhjá rigningu, roki og kulda. „Þótt það sé rosalega mikil- vægt fyrir okkur að fá sólina, birtuna og ylinn þá er það þannig að ef að þér líður vel með sjálfan þig og ert sáttur við lífið þá skipta utanaðkom- andi þættir, eins og veðrið, minna máli.“ n Baldur Eiríksson baldure@dv.is Íslenska sum- arið Ef sumarið í ár og í fyrra væru mynd þá liti hún að líkindum einhvern veginn svona út. Kolbrún Baldursdóttir Kolbrún segir vonda veðrið hafa slæm áhrif á sálarlíf fólks. Æðru- leysi geti þó virkað sem mótvægi.„ Það skiptir miklu máli fyr- ir andlegt líf okkar að fá þetta bjarta sumar, þótt það sé stutt Para fólk saman eftir DNA Makaleit á stefnumótasíð- um reyndist fólki eflaust mun auð- veldari ef aðgengi að öllum upplýs- ingum um notanda væru uppi á borðum. Nú hef- ur stefnumótasíðan SingldOut gengið skrefinu lengra í því að safna upplýsingum um notendur sína, sem þurfa nú ekki einung- is að svara ítarlegum, persónu- legum spurningum um sjálfa sig heldur einnig að skila af sér DNA- sýni. Eftir nýlega rannsókn sem sýndi fram á að 53 prósent not- enda segja ósatt við gerð prófíls síns á stefnumótasíðum ákváðu aðstandendur SingldOut að taka til sinna ráða. Með því að hefja samstarf við rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í rannsóknum á erfðaefni geta stjórnendur síð- unnar nú skoðað erfðaefni not- endanna og parað fólk saman eftir persónueinkennum, nán- ar tiltekið eftir magni boðefnis- ins serótíníns. Með þessu ætti makaleitin að verða öllu auð- veldari og spurning hvort um sé að ræða byltingu í stefnumóta- menningu netsins. Einhverf börn drukkna frekar Algengasta dánarorsök ein- hverfra barna er drukknun. Þetta kemur fram í rannsókn dr. Var- leisha Gibbs við Vísindaháskól- ann í Fíladelfíu. „Eitt af því fjölmarga sem fjöl- skyldur einhverfra barna þurfa að passa sérstaklega vel upp á er öryggi barnanna í og við vatn. Þótt vatn geti reynst öllum börn- um hættulegt eru einhverf börn í mikilli hættu á að drukkna vegna þess að þeim líður ekki vel í mannfjölda og flýja gjarnan á ókunn svæði.“ Gibbs mælir með því að for- eldrar einhverfa barna kenni þeim sem fyrst að synda og fari sjónrænt yfir allar reglur. Epli bæta kynlífið Konur sem borða eitt eða tvö epli á dag lifa betra kynlífi en konur sem fá sér ekki epli reglulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Archives of Gynecology and Obstetrics. Vísindamenn fylgdu tæplega 800 ítölskum kon- um eftir á aldrinum 18–43 ára. Engin kvennanna átti sögu um kynferðisleg vandamál og engin þeirra notaði lyf að staðaldri. Í ljós kom að þær sem borðuðu epli reglulega voru virkari kynferðislega og áttu síð- ur í vandræðum með þurrk í leggöngum. Vísindamennirnir útskýrðu ekki af hverju eplin virka svo vel fyrir kynlíf en ein kenningin er sú að konur sem borða epli reglulega lifa einfaldlega heilbrigðara lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.