Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Side 31
Vikublað 15.–17. júlí 2014 Sport 31 HM 2014: Það besta og versta n Eftirminnilegu stórmóti lokið n Mótið gert upp n Skúrkurinn, efnilegasti leikmaðurinn, leikur mótsins og besti leikmaðurinn Liðið sem kom á óvart Kostaríka n Í riðli með Englandi, Úrúgvæ og Ítalíu bjóst enginn við að Kostaríka yrði til stórræða á HM. Liðið varí riðli með þremur sterkum knattspyrnuþjóðum. Með Bryan Ruiz, leikmann Fulham, og Joel Campbell, leikmann Arsenal, í broddi fylkingar gerði liðið sér lítið fyrir og vann Úrúgvæ 3-1 í fyrsta leik. Í leiknum á eftir, gegn Ítalíu, tryggði liðið sér fyrst liða í riðlinum sæti í 16 liða úrslitum, og Ítalir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Liðið gerði svo jafntefli við andlausa Englendinga áður en þeir mættu Grikkjum í 16 liða úrslitum. Þeir unnu Grikki í vítaspyrnukeppni og voru skyndilega komnir í 8 liða úrslit. Hvern hefði grunað? Eftir hetjulega baráttu gegn Hollendingum í 8 liða úrslitum máttu þeir játa sig sigraða í vítaspyrnu- keppni (4-3). Kostaríkumenn sýndu og sönnuðu að með réttu hugarfari og góðu skipulagi er allt hægt. Efnilegasti leikmaðurinn James Rodriguez n Kólumbíumenn voru í hópi þeirra liða sem komu mest á óvart í keppninni í sumar og var það ekki síst ótrúlegri frammistöðu James Rodriguez að þakka. Þessi 22 ára leikmaður skoraði sex mörk í keppninni og lagði upp tvö og það í aðeins fimm leikjum. Ekki bara að hann hafi skorað sex mörk heldur voru allavega tvö þeirra í hópi flottu- stu marka mótsins. Rodriguez leikur með Monaco og er ljóst að verðmiðinn á honum hefur hækkað talsvert. Þessi jarðbundni og frábæri leikmaður á eftir að láta mikið til sín taka í framtíðinni, það er nokkuð ljóst. Eftirminnileg augnablik Marki fagnað Robin van Persie og Louis van Gaal fögnuðu marki þess fyrrnefnda gegn Spáni með því að gefa hvor öðrum fimmu. Glaðbeittir varamenn og aðrir í teymi hollenska landsliðsins fylgdust glaðbeittir með. Markið sem Persie skoraði var einkar glæsilegt, flugskalli fyrir utan teig eftir langa sendingu Daley Blind af vinstri kanti. Óvígur Neymar meiddist illa á baki í 8 liða úrslitunum gegn Kólumbíu þegar Juan Zuniga braut á honum. Neymar var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og missti sem kunnugt er af undanúrslitaleiknum gegn Þjóðverjum. Erfitt fyrir ungan mann James Rodriguez átti erfitt með að sætta sig við tapið gegn Brasilíu í 8 liða úrslitunum. David Luiz og Daniel Alves voru sannir höfðingjar og hughreystu þennan unga og stórefnilega leikmann eftir leik. Lið keppninnar 4-2-3-1 Lið mótsins Thomas Mueller Manuel Neuer Philip LahmMats Hummels Toni Kroos Javier Mascherano Lionel Messi James Rodriguez Stefan de Vrij Arjen Robben Daley Blind Besti leik- maðurinn Lionel Messi n Sitt sýnist hverjum um valið á leikmanni mótsins, en Lionel Messi fékk að minnsta kosti þann heiður. Eftir úr- slitaleik Þjóðverja og Argentínumanna var tilkynnt að Messi fengi Gullknött- inn svokallaða, sem er viðurkenning sem veitt er leikmanni keppninnar. Að sjálfsögðu var Messi potturinn og pannan í sóknarleik argentínska liðsins, en hann skoraði fjögur mörk í keppninni og átti ágætis leiki. Fleiri leikmenn hljóta þó að hafa komið til greina í valinu. Má þar nefna James Rodriguez, Javier Mascherano og Thomas Mueller. Þó að Messi hafi misst af gullinu með Argentínumönnum ætti hann að geta huggað sig við þessa nafnbót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.