Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2014, Page 38
Vikublað 15.–17. júlí 201438 Fólk
Uppáhaldsbækur
stjarnanna
Stjörnur eru ekki einungis risastórir
rafgashnettir sem verða glóandi vegna
kjarnasamruna í eigin iðrum heldur
líka venjulegt fólk sem lifir eðlilegu lífi
og á sér hefðbundin áhugamál, meðal
annars lestur góðra bóka. DV tók saman
uppáhaldsbækur nokkurra stjarna.
Barack Obama Forseti Bandaríkjanna hefur sjálfur skrifað
þrjár bækur: The Audacity of Hope, Dreams from My Father og Of Thee I Sing. Sú
síðastnefnda er barnabók sem hann tileinkaði dætrum sínum. Barack skrifar hins
vegar ekki aðeins heldur les að sögn eins og vindurinn. Uppáhaldsbók hans er Song
of Solomon eftir Nóbelsverðlaunahafann Toni Morrison.George Clooney
Leikarinn og leikstjórinn George
Clooney er mikill aðdáandi rússneska
rithöfundarins Lév Nikolajevítsj
Tolstoj greifa. Uppáhaldsbók hans er
doðranturinn Stríð og friður, sem er til í
íslenskri þýðingu. Bókin, sem er vel yfir
þúsund blaðsíður að lengd, er af mörg-
um talin mesta skáldverk allra tíma.
Sir Michael Caine
Michael Caine er af mörgum talinn
einn besti leikari allra tíma, alla vega
samtímans. Uppáhaldsbók hans er
Uppsprettan eftir rússnesk-bandarísku
skáldkonuna Ayan Rand. Rand er
einnig í miklu uppáhaldi hjá Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Íslands,
sem notar bókina sem skyldulesefni í
áfanga sínum um stjórnmálaheimspeki. Rand
var mikil frjálshyggjukona og taldi að skattar
og flest samneysla brytu freklega gegn frelsi
einstaklingsins. Uppsprettan kom upphaflega
út árið 1943 og í íslenskri þýðingu Þorsteins
Siglaugssonar árið 1990.
Kate Winslet Titanic-
stjarnan og óskarsverðlaunahafinn
Kate Winslet er þekkt innan Hollywood-
samfélagsins sem andlega þenkjandi
bókaormur. Uppáhaldsbók hennar er
Therese Raquin eftir franska rithöfund-
inn Emile Zola. Zola hefur tvisvar sinnum
verið tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna í
bókmenntum; í fyrsta sinn sem þau voru
afhent, árið 1901, og aftur árið eftir. Í
hvorugt skiptið hreppti hann hnossið.
Emma Thompson
Breska leikkonan
Emma Thompson
heldur mikið upp á
gríska skáldjöfurinn
Hómer. Uppá-
haldsbók hennar er
Ódysseifskviða, sem
er annað tveggja
sögukvæða sem
honum er eignað.
Hitt er Ilíonskviða.
Báðar kviður eru til í
þýðingu Sveinbjarn-
ar Egilssonar.
Zooey þreytt
á barneigna-
þrýstingi
Leikkonan Zooey Deschan-
el er orðin þreytt á spurningun-
um sem konur fá sífellt varðandi
barneignir. Þá sérstaklega vanga-
veltur um hvort þær ætli að eign-
ast þau.
„Eins og allar konur langi
meira en allt að eignast börn.
Ég held ekki. Enginn spyr karl-
menn að þessari spurningu,“ seg-
ir Zooey.
„Þú ferð út í matvörubúð og
sérð að öll slúðurblöð bera titla
líkt og „ólétt og einstæð“ og eru
föst í sjötta áratugar hugsun um
hvernig konur eigi að lifa lífi
sínu. Þetta vekur hinn eldheita
femínista í mér,“ segir Zooey með
baráttuhug.
Slagsmál í teiti hjá Paris Hilton
Leikarinn Jeremy Jackson mætti óboðinn
L
ögreglan þurfti að hafa afskipti
af samkvæmi sem Paris Hilton
hélt á heimili sínu í Malibu, Kali-
forníu, um helgina vegna slags-
mála.
Leikarinn Jeremy Jackson mætti
óboðinn í teitið með nokkra vini, þar
sem fyrir voru einungis fimm til sex
manns. Þegar honum var sagt að hann
ætti að yfirgefa svæðið reiddist hann
og hrópaði „vitið þið ekki hver ég er?
Ég var í Baywatch og Celebrity Rehab.“
Þá á Jackson að hafa gripið einn sam-
kvæmisgest og byrjað að kyrkja hann.
Paris og vinur hennar, Brandon Dav-
is, gripu þá inn í og stukku ásamt
öðrum á Jeremy í von um að ná
honum af samkvæmisgestinum.
Raunveruleikastjarnan Jasmine Waltz
barði hann loks í höfuðið með vod-
kaflösku. Eftir það yfirgáfu Jeremy og
vinir hans svæðið og unnu skemmdar-
verk á bíl Parisar í leiðinni.
Jeremy lýsir atvikunum í fjölmiðl-
um sem grimmilegri árás. „Þau voru
bókstaflega að ráðast á mig eins og
gert var við Rodney King,“ sagði Jer-
emy við TMZ en Rodney King er
þekktur fyrir að hafa verið laminn illi-
lega af fjórum lögreglumönnum árið
1991 meðan aðrir stóðu aðgerðarlaus-
ir og horfðu á.
Í áflogunum meiddist bróð-
ir Parisar, Barron Hilton, sömuleiðis
og var færður á spítala blóðugur og
þurfti að sauma nokkur spor. Að sögn
lögreglu var hringt tvisvar vegna at-
vikanna þegar þau áttu sér stað, þar
sem báðir sögðust hafa orðið fyrir
árás frá hinum. Þegar lögregla loks
mætti á svæðið vildi enginn leggja
fram kæru. n
Vildi ekki Jeremy Paris Hilton vildi halda
samkvæmi sínu lágstemmdu en það gekk
ekki sem skyldi.
Cheryl gifti sig
Söngkonan og X Factor-dóm-
arinn Cheryl Cole deildi nýlega
mynd á netinu þar sem hún til-
kynnti að hún væri búin að gift-
ast franska unnusta sínum, Je-
an-Bernand Fernandez-Versini.
Cheryl er 31 árs en hún hefur
einungis verið með hinum 33
ára veitingastaðareiganda í þrjá
mánuði. Þau kynntust á Cannes-
kvikmyndahátíðinni í maí.
Þau giftu sig á strönd á Must-
ique-eyjunni en einungis fjórir
voru viðstaddir athöfnina. „Ég
ræði vanalega ekki mitt persónu-
lega líf en til þess að stöðva
vangaveltur vil ég deila þessum
gleðifréttum. Ég og Jean-Bernard
giftum okkur 7/7/14. Við erum
hamingjusöm og full spennu yfir
því að halda áfram með líf okk-
ar saman,“ stóð undir myndinni
sem Cheryl deildi af þeim skötu-
hjúum.
Af með skítinn
á með
Aktu inn í sumarið áhreinum bíl!
Kíktu inn á www.lodur.is og kynntu þér
glænýjar staðsetningar Löðurs!
www.lodur.is - Sími 544 4540
12
STAÐIR
Nú er Löður
á 12 stöðum
+ 1 á Akureyri
+1