Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 10
Helgarblað 18.–21. júlí 201410 Fréttir H ermann Ottósson, fram­ kvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, telur ný­ legan samning innanrík­ isráðuneytisins við Rauða krossinn um þjónustu við hælisleit­ endur ekki ógna sjálfstæði hjálpar­ samtakanna. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið mun greiða Rauða krossinum rúmlega 34 milljónir ár­ lega fyrir „óháða“ og „hlutlausa“ lögmannsþjónustu við þá sem leita hælis á Íslandi. Hermann staðfestir að búið sé að ganga frá ráðningu á þeim tveimur lögfræðingum sem munu sinna réttargæslu hælisleitenda á Íslandi fyrir Rauða krossinn en það eru þau Gunnar Narfi Gunnarsson og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. Hagvang­ ur hélt utan um og stjórnaði ráðn­ ingarferlinu en Hermann segir að í auglýsingu um störfin hafi komið fram „tiltölulega nákvæm lýsing á færni, þekkingu og reynslu sem ósk­ að var eftir að viðkomandi hefði“. Spurður um rökstuðning fyrir ráðningu lögmannanna segir Her­ mann: „Það skal tekið fram að Rauði krossinn er ekki opinber stofnun og þarf því ekki að rökstyðja ráðningar sínar.“ Gagnrýni lögmanna Í 1. grein laga Rauða krossins á Íslandi er kveðið á um að hreyfingin skuli vera sjálfstæð: „Þótt landsfélög veiti aðstoð í mannúðarstarfi stjórnvalda og lúti lögum lands síns, verða þau ætíð að varðveita sjálfstæði sitt svo þau geti starfað í samræmi við grund­ vallarmarkmið hreyfingarinnar.“ Spurður um það hvort samningur sem færi hreyfingunni 34 milljónir á ári brjóti gegn þessu ákvæði laganna segir Hermann: „Rauði krossinn tel­ ur að samningurinn við innanríkis­ ráðuneytið sem þú vísar til samræm­ ist ákvæðum laga Rauða krossins sem og grundvallarhugsjónum hreyfingarinnar.“ Helga Vala Helgadóttir héraðs­ dómslögmaður og Ragnar Aðal­ steinsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Réttar, eru á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa samninginn. Ragnar óttast að markmiðið með honum sé sparnaður í málaflokkn­ um sem bitni á þeim sem síst skyldi – hælisleitendunum sjálfum. Minna aðhald „Þessi samningur þýðir auðvitað að lögmenn hætta almennt að fylgjast með því hvernig Útlendingastofnun hagar störfum sínum,“ sagði Ragnar í samtali við Reykjavík vikublað á dögunum. Samningurinn felur í sér að lögmenn á vegum Rauða krossins munu alfarið sjá um réttargæslu hælisleitenda hér á landi. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur enda hafa hælisleitendur haft tölu­ vert val um það hvernig réttargæslu þeirra er háttað. Hér eftir verður til að mynda erfiðara fyrir hælisleitend­ ur að skipta um lögmenn þar sem lögmenn Rauða krossins verða þeir einu sem fá greitt fyrir réttargæsluna. Ragnar telur að þetta muni leiða til minna aðhalds gagnvart Útlendinga­ stofnun. „Það dregur þá úr möguleik­ um lögmanna, og kannski áhuga, til að gera grein fyrir störfum stofn­ unarinnar og gagnrýna þar starfs­ hætti. Nú verða nýju talsmenn Rauða krossins einir um slíkt.“ Í samningnum er kveðið á um að lög­ menn Rauða krossins eigi að veita „ hlutlausa ráðgjöf“. Þetta er á meðal þess sem Ragnar gagnrýndi í samtali við Reykjavík vikublað: „Við lögmenn undrumst mjög hvers konar ráðgjöf það á að vera. Við teljum að það að berjast fyrir réttindum þeirra sem til okkur leita teljist ekki hlutlaus ráð­ gjöf.“ Fjöldi samninga gerðir Hermann Ottósson, framkvæmda­ stjóri Rauða krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi gert fjölda samn­ inga við stjórnvöld en ávallt á þann hátt að félagið tryggi að hægt verði að starfa í samræmi við grund­ vallarhugsjónir hreyfingarinnar og lög félagsins um sjálfstæði, hlutleysi og óhlutdrægni. „Rauði krossinn telur á engan hátt að samningur sá sem gerður var við innanríkisráðneytið dragi úr trúverðugleika, getu eða sjálfstæði Rauða krossins til að gæta hagsmuna hælisleitenda,“ segir Hermann. Í samningnum við innanríkis­ ráðuneytið taki Rauði krossinn að sér tiltekið og tímabundið hlutverk, sem sé að tryggja hagsmuni þeirra sem óski alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Okkar starfsaðferðir munu því miða við að tryggja hagsmuni hælisleit­ enda á þann hátt sem við teljum að þeim sé best borgið hverju sinni.“ Afsökunarbeiðni Rauða krossins Ljóst er að hagsmunir skjólstæðinga samtakanna annars vegar og ríkis­ valdsins hins vegar eiga það til að skarast. Það sætti til að mynda furðu þegar Rauði krossinn bað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð­ herra sérstaklega afsökunar á því að starfsmaður samtakanna hefði leyft sér að gagnrýna ráðherrann fyrir að hafa bendlað Rauða krossinn við leka persónuupplýsinga um hælis­ leitendur úr ráðuneytinu að tilefn­ islausu. Afsökunarbeiðnin þótti til marks um ákveðinn ótta gagnvart ráðuneytinu en ljóst er að þá þegar var núgildandi samningur um þjón­ ustu við hælisleitendur á teikni­ borðinu. Hermann segir Rauða krossinn ekki hafa neinn fjárhagslegan ávinn­ ing af samningnum. „Einnig er ljóst að ef félagið geti af einhverjum ástæðum ekki veitt þá réttaraðstoð sem það telur að hælisleitendur séu í þörf fyrir eða á annan hátt sinnt skyldum sínum samkvæmt samn­ ingnum muni það segja sig frá hon­ um. Það á einnig við, ef félagið telur á einhvern hátt vegið að sjálfstæði sínu af hálfu stjórnvalda.“ n Segir samninginn samræmast lögum n Rauði krossinn fær 34 milljónir króna frá innanríkisráðuneytinu Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Ekki upplýst um gagnrýni Birgitta Jónsdóttir segir að þingmannanefnd hafi ekki fengið að heyra gagnrýni H elga Vala Helgadóttir lögmað­ ur lýsti yfir áhyggjum af samn­ ingnum á Facebook­síðu sinni á dögunum. „Ég hef líka áhyggj­ ur af því að engum í þessari svoköll­ uðu þverpólitísku þingnefnd um útlendinga hafi dottið í hug að sporna gegn þessu,“ skrifaði Helga Vala og vísaði til þingmannanefndarinnar sem sett var á laggirnar að frumkvæði innanríkisráðherra og Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, gegnir formennsku í. Þrír lögmenn tóku und­ ir með Helgu Völu á Facebook, þau Gísli Tryggvason, Elfur Logadóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, er á meðal þeirra sem sitja í þing­ mannanefndinni. Hún sagði að þeim hefði ekki verið gefinn kostur á að sporna við því að samningurinn yrði gerður. „Ég fékk ekki þá gesti sem ég hafði ítrekað beðið um á fund nefndarinnar, og þar af leiðandi var ég aldrei upplýst um þá gagnrýni sem þú og Ragnar Aðalsteins hafið haft um þetta fyrirkomulag,“ skrifaði hún og bætir við: „Þegar ég gagnrýndi þetta fyrirkomulag þá var okkur sagt að þessi ákvörðun væri ekki á for­ ræði þingmannanefndarinnar.“ Ógnar ekki sjálfstæði Hermann Ott- ósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrita samninginn. „Rauði krossinn telur að samn­ ingurinn við innan ríkis­ ráðu neytið sem þú vísar til sam ræmist á kvæð­ um laga Rauða krossins sem og grund vallar hug­ sjónum hreyfingarinnar. Bitnar á hælisleitendum Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttar- lögmaður og eigandi Réttar, óttast að markmiðið með samningnum sé sparnaður í málaflokknum sem bitni á þeim sem síst skyldi – hælisleit- endunum sjálfum. 340 milljóna endurbætur Að undanförnu hefur verið unnið að gagngerum endurbótum ut­ anhúss á Arnarhvoli og gamla Hæstaréttarhúsinu. Ráðist var í framkvæmdir í kjölfar ítarlegrar ástandsskoðunar á húsunum sem leiddi í ljós ríka þörf á lag­ færingum. Á vef fjármálaráðuneytis kemur fram að haft hafi verið að leiðarljósi að útlit húsanna yrði í samræmi við upprunalegar teikningar af þeim en Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkis­ ins, teiknaði báðar byggingarnar. Ytra byrði húsanna verður nú í fyrsta sinn í fullu samræmi við áform hans. Í endurbótunum var gert við steypu­ og múrskemmd­ ir, öllum gluggum var skipt út og þak lagfært. Að lokum voru bæði húsin endursteinuð. Á næstunni er stefnt að því að hefja endurbætur á Arnarhvoli innanhúss í því skyni að færa skipulag í nútímalegra horf og bæta úr bruna­, öryggis­ og að­ gangsmálum. Endurbæturnar sem unnið er að á Arnarhvoli og gamla Hæsta­ réttarhúsinu eru þær heildstæð­ ustu sem gerðar hafa verið frá því húsin voru byggð. Endurbætur á húsunum hófust í byrjun október 2013 í kjölfar auglýsts forvals og útboðs í framhaldi. Fram­ kvæmdasýsla ríkisins hélt utan um hvoru tveggja. Kostnaðaráætlun vegna fram­ kvæmdanna hljóðaði upp á 330,8 milljónir króna á verðlagi ársins 2013 og er framvinda í samræmi við áætlanir, að því er fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins. Áætl­ uð verklok eru í lok júlí og er það einnig í samræmi við áætlanir. Jarðhitinn kortlagður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis ráðherra og Vitalii Grygorovskyi, aðstoðarforstjóri Stofnunar um orkusparnað í Úkraínu, ræddu samstarf ís­ lenskra og úkraínskra stjórnvalda á sviði jarðhitanýtingar í Kænu­ garði á miðvikudag. Í tilkynningu frá utanríkis­ ráðuneytinu kemur fram að ís­ lensk stjórnvöld hafa boðist til að kortleggja tækifæri í virkjun jarð­ hita í Úkraínu sem lið í að auka fjölbreytni og efla þátt endur­ nýjanlegra orkugjafa í orkuöflun landsins. Á fundinum var ákveðið að hefja undirbúning að sam­ starfi ríkjanna á þessu sviði. Í tilkynningunni er haft eftir Gunnari Braga að tækifæri séu til nýtingar jarðhita í vesturhluta Úkraínu. Alþjóðleg þekking og reynsla íslenskra sérfræðinga, meðal annars frá Rúmeníu og Ungverjalandi, geti reynst dýr­ mæt til að meta hvaða skref sé skynsamlegt að taka. Hann seg­ ir virkjun jarðhita geta reynst íbúum Úkraínu dágóð búbót, sér­ staklega vegna húshitunar, enda sé jarðhiti stöðug og hrein orku­ auðlind.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.