Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 18.–21. júlí 201440 Lífsstíll Taka Tískuheiminn með sTæl Þau eiga það öll sameiginlegt að eiga fræga foreldra og að vera að gera góða hluti innan tískuheimsins. Frægð foreldranna kann að hafa komið þeim af stað inn í bransann en þau þurfa að meika það á eigin forsendum ef þau ætla að komast langt í þessum harða heimi. viktoria@dv.is Dylan Penn Aldur: 23 ára Foreldrar: Sean Penn og Robin Wright. n Dylan gerði nýlega samning við fyrirsætuumboðið Premiere Models sem meðal annars eru með fyrirsæturnar Chloe Nørgaard og Tallulah Harlech á sínum snærum. Hún sat líka fyrir í myndaþætti í ELLE-tímaritinu nýlega. Ireland Baldwin Aldur: 18 ára Foreldrar: Alec Baldwin og Kim Basinger. n Hún hefur verið á samningi hjá IMG síðan 2013 og hefur birst í mörgum stórum auglýs- ingum og myndaþáttum síðan þá. Brooklyn Beckham Aldur: 15 ára Foreldrar: David og Victoria Beckham. n Brooklyn vakti athygli tískuheimsins þegar hann mætti með móður sinni á rauða dregilinn á tískuvikunni. Fyrsta módelstarfið hans var svo í About Town's-tímaritinu. Gigi Hadid Aldur: 19 ára Foreldrar: Yolanda Foster and Mohamed Hadid n Dóttir raun- veruleikastjörnunnar Yolöndu Foster sem vakið hefur athygli í þáttunum The Real Housewives of Beverly Hills. Hún hefur töluverða reynslu af fyrirsætu- störfum og var í fyrstu auglýsingunni þegar hún var tveggja ára gömul. Alexandra Richards Aldur: 27 Foreldrar: Patti Hansen og Keith Richards. n Alexandra á töluverða reynslu í fyrirsætuheiminum og hefur setið fyrir hjá ljósmyndurum eins og Mario Testino, Annie Leibovitz, Craig McDean og Patrick Dem- archelier. Hún er líka andlit Juicy Couture. Kaia Gerber Aldur: 12 ára Foreldri: Cindy Crawford n Dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford fetar í fót- spor móður sinnar enda erfði hún útlitið frá henni. Hún er andlit barnalínu Versace-tískuhússins. Amber Le Bon Aldur: 24 ára Foreldrar: Simon og Yasmin Le Bon. n Amber hefur tekið þátt í auglýsingaherferðum fyrir Moschino og River Island, meðal annars. Kendall Jenner Aldur: 18 ára Foreldrar: Kris and Bruce Jenner. n Kendall, sem er hvað þekktust fyrir að vera litla systir Kardashian-systranna, gekk tísku- pallana fyrir Marc Jacobs, Gicenchy og Chanel á síðustu tískuviku. Hún þykir eiga framtíðina fyrir sér í bransanum. Dakota Johnson Aldur: 24 ára Foreldrar: Melanie Griffith og Don Johnson. n Dakota hefur verið í fyrirsætubransanum frá árinu 2006 og var andlit verslunarkeðj- unnar Mango árið 2009. Hún stefnir þó núna á leiklistarbrautina. Tali Lennox Aldur: 21 árs Foreldrar: Annie Lennox og Uri Frucht- mann. n Tali er á skrá hjá umboðs- skrifstofum í New York, París og London. Hún hefur gengið tískupallana fyrir hönnuði á borð við Burberry, Acne, Miu Miu, Prada og Christopher Kane. Hún hefur einnig verið í stórum herferðum hjá Karen Millen og Rag&Bone. Kauptu rétt á útsölum Góð útsöluráð Um þessar mundir eru sumarút- sölur í fullum gangi. Það getur oft verið freistandi að kaupa hina ýmsu hluti á góðu verði en það er ýmislegt sem þarf að varast. Fólki hættir nefnilega til að kaupa ýmislegt sem það þarf ekki á að halda og mun kannski aldrei nota bara vegna þess að það er á af- slætti. Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar út- sölurnar eru skannaðar: 1 Kauptu klassísk föt Hvítar skyrtur, hlýrabolir, svartir stuttermabolir, sokkabux- ur, klassískir kjólar, sokkar og nærfatnaður er eitthvað sem gott er að hafa augun opin fyrir. Eitthvað sem þú veist að þú munt nota. Það er kannski ekki alltaf skemmtilegast að kaupa þessa hluti en þetta eru þó hlutirnir sem maður kannski notar hvað mest úr fataskápnum. 2 Útivistar- og íþróttaföt Það er oft hægt að gera dúndurgóð kaup á útivistar- og íþróttafötum á útsölum. Þessar vörur elta ekki endilega alltaf nýjustu tískustrauma en eru vandaðar og duga lengi. Það er því hægt að gera góð kaup á þeim á útsölum. 3 Ekki kaupa sumarföt Á sumarútsölum er yfirleitt útsala á nýjustu vörunum sem á þessum útsölum eru oft sum- arvörur verslana. Það er allt í lagi að kaupa sér sumarföt ef maður er mikið í heitum löndum en hér á Íslandi nýtast þau yfirleitt bara í mjög stuttan tíma í senn. 4 Hafðu notagildið í huga Áttu eftir að nota þessa flík? Ekki taka skyndiákvarðanir eða sannfæra sjálfan þig um að þú munir einhvern tímann nota flíkina. Ef þú ert ekki viss, slepptu því þá. Þó að varan sé á afslætti þá er lítill sparnaður falinn í því að kaupa flík sem hangir svo bara óhreyfð upp í skáp. 5 Skór Reyndu að finna góða spariskó á miklum afslætti eða götuskó. Það er oft heilmikill afsláttur á skóm og hægt að gera góð kaup. 6 Aukahlutir Kauptu fallega aukahluti eins og skartgripi. En þó aðeins aukahluti sem þú veist þú átt eftir að nota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.