Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 22
Helgarblað 18.–21. júlí 201422 Fréttir Erlent
Fegurðar-
drottning
Olgu líður vel í
faðmi móður-
fjölskyldu sinnar.
Hún er fegurðar-
drottning og
ætlar að fara í
læknanám.
Sektin beint í
vasa löggunnar
Tveir danskir lögregluþjónar
eru í vondum málum þessa
dagana. Þeir eru sakaðir um
að hafa sektað erlenda ferða
menn vegna umferðarlaga
brota, rukkað þá á staðnum og
stungið peningunum í vasann.
Eru skiptin sögð fimm talsins.
Lögum samkvæmt má lögregla
krefjast þess að erlendir ríkis
borgarar sem gerast sekir um
umferðarlagabrot greiði með
reiðufé á staðnum. Að sögn
dönsku lögreglunnar leikur
grunur á að fleiri lögregluþjónar
stundi þessa iðju.
Stálu 300
þúsund
lítrum af bjór
Bíræfnir þjófar stálu 300 þúsund
lítrum af bjór úr vöruhúsi í
vestur hluta Þýskalands á dögun
um. Verðmæti bjórsins sem
stolið var nemur rúmlega tveim
ur milljónum evra, 300 milljón
um króna. „Hefur einhver tekið
eftir óvenjulega miklu magni af
bjór?“ spurði lögregla í tilkynn
ingu á þriðjudag. Ekki liggur ná
kvæmlega fyrir hvenær bjórnum
var stolið. Vitni segjast hafa
séð flutningabíla ferja bjórinn
úr húsinu á fimmtudag í síð
ustu viku en ekki komst upp um
þjófnaðinn fyrr en á mánudag.
Nokkra flutningabíla, eða alla
vega nokkrar ferðir, hefur þurft í
verkið enda dugar magnið til að
fylla tíu meðalstóra flutninga
bíla.
B
úið er að loka elsta vændis
húsinu í Bangladess og hafa
verktakar hafist handa við að
rífa húsnæðið til að rýma fyrir
nýrri byggingu. Starfsemi mun hafa
verið í vændishúsinu í 200 ár.
Líklega er vændishúsið eitt elsta
sinnar tegundar á heimsvísu, en það
var stofnað er Bretar réðu ríkjum í
Bangladess.
Þar störfuðu um 750 vændiskonur
þegar starfsemin var lögð niður og
eru þær nú flestar á vergangi. Vændis
konunum var gert að yfirgefa húsið á
mánudag og í kjölfarið var hafist handa
við að bera út úr því alla muni og hús
gögn. Á þriðjudag hófst niðurrifið.
Segja má að um lítið vændisþorp
hafi verið að ræða. Starfsemin var
í mörgum litlum húsum í borginni
Tangail. Stjórnmálamenn og klerkar
kröfðust þess að húsinu yrði lokað
og beittu eigendur miklum þrýstingi.
Húsið þótti svartur blettur á borginni
og starfsemi þess til skammar.
Eigendurnir ákváðu að leggja niður
starfsemina á endanum. Vændi er
algengt á þessum slóðum og aðstæð
ur vændiskvenna mjög bágbornar.
Vændi er ólöglegt í Bangladess, en
hefur þó fengið að líðast án afskipta
stjórnvalda. Lokun vændishússins
kom því mjög á óvart.
Konurnar sem unnu í húsinu
bjuggu þar. Þær eru því nú á ver
gangi og líklegt að þær séu þó enn
undir okri hórmangara. Konunum
var hótað með ofbeldi kæmu þær sér
ekki úr húsinu.
Talskona þeirra segir að bæjar
stjórinn í Tangail hafi sent unga
menn til að henda konunum út.
„Mennirnir voru vopnaðir bareflum
og tilkynntu okkur að við hefðum
klukkutíma til þess að taka dótið
okkar og fara. Annars myndu þeir
kveikja í húsinu,“ segir hún og seg
ist óttast um hag kvennanna. Þær
sem ekki náðu að fjarlægja eigur sín
ar horfðu upp á mennina taka það og
setja á vörubíla og flytja í burtu. „Þeir
stálu því bara,“ segir hún. n
astasigrun@dv.is
Lokuðu 200 ára gömlu vændishúsi
750 konum var hótað með ofbeldi að koma sér í burtu
Sautján ára í vændi Stúlkan á myndinni, í gula kjólnum, er sautján ára gömul og heitir Hashi.
Hún starfaði í vændishúsinu. Þessi mynd er tekin árið 2012, en þá var algengt að hún þyrfti að
sinna allt að 15–20 mönnum á dag og fékk að jafnaði greitt um 12 dollara fyrir daginn. Mynd ReuteRS
„Ég var ekki
ein af þeim“
þ
egar Olga Romanovich var
fjögurra ára gömul var henni
rænt af mannræningjum
frá fjölskyldu sinni. Hún var
seld til sígaunafjölskyldu,
eða Rómafólks, sem greiddi mann
ræningjunum í gulleyrnalokkum fyrir
hana. Nafni hennar var breytt og hjá
nýju fjölskyldunni hét hún Maria
Preyda. Hún segist hafa átt bæði góða
og eðlilega barnæsku. Hún var þó
alltaf meðvituð um að hún ætti fjöl
skyldu annars staðar. Hún velti því
fyrir sér hver móðir hennar væri, sem
hún saknaði afar sárt. Í dag er Olga
tvítug og með aðstoð Interpol hefur
hún fundið móður sína og fjölskyldu í
HvítaRússlandi, sextán árum eftir að
henni var rænt.
Fékk nýtt nafn
Lífið var ósköp
venjulegt hjá fjöl
skyldunni sem ól
hana upp, seg
ir Olga. Það var
maður sem heit
ir Igor Preyda
sem tók hana að
sér. Móðir hans
sá helst um upp
eldi Olgu og
gerði það af mik
illi alúð. „Mér var
gefið nýtt nafn
– Maria. Ég gat
aldrei vanist því,
ég hét auðvit
að Olga. Ég fékk
líka annað eftir
nafn, Preyda eins
og þau. Amma mín varð eins og önn
ur móðir og sá til þess að barnæska
mín var mjög eðlileg,“ segir Olga. Það
tók hana tíma að aðlagast nýjum að
stæðum. Fjölskyldan bjó í Moldóvu
og með tíð og tíma lærði hún tungu
mál Preydafjölskyldunnar sem og
moldóvsku. „Ég fór líka í skóla og
lærði rússnesku og fór í framhalds
nám þar sem ég lærði hárgreiðslu og
matreiðslu,“ segir hún. Þrátt fyrir það
var hún alltaf utan garðs.
elskaði þau
„Ég elskaði fjöl
skylduna sem tók
mig að sér. Þau ólu
mig upp eins vel og
þau gátu. Þau vildu
allt fyrir mig gera. En
þegar ég varð eldri
áttaði ég mig á því
að þetta var ekki líf
mitt. Ég var ekki ein
af þeim eins og allir
aðrir fjölskyldumeð
limir. Ég var öðruvísi.
Það kvaldi mig að
vita ekki hvar raun
verulega fjölskylda mín var,“
segir hún. „Spurningarnar voru svo
margar. Ég velti því fyrir mér: Hver er
ég, hvaðan kem ég og hvernig endaði
ég hér?“ Þegar amma hennar veiktist
ákvað Olga að spyrja hana spurninga
um uppruna sinn. Gamla konan hafði
fá svör en hvatti hana áfram. „Farðu
og leitaðu að fólkinu þínu. Ef ég vissi
eitthvað um móður þína hefði ég sagt
þér það,“ sagði gamla konan. Olga
komst í samband við lögreglumann
hjá Interpol í gegnum krókaleiðir
og þá fór boltinn að rúlla. Að lokum
fannst fjölskylda hennar í HvítaRúss
landi.
Plötuðu móður hennar
Í ljós kom að Olga og móðir hennar,
Tamara, voru nýfluttar til HvítaRúss
lands þegar Olgu var rænt. Móðir
hennar hafði flúið þangað eftir erfið
an skilnað. Einn daginn plataði hópur
Rómamanna hana til þess að fara inn í
verslun og kaupa sér tóbak. Þeir lofuðu
að gæta telpunnar. Þegar Tamara kom
út úr versluninni voru ræningjarnir og
Olga á bak og burt. Móðir hennar leit
aði til lögreglunnar sem rannsakaði
ránið aldrei og Tamara fékk aldrei að
vita hvað hefði orðið af dóttur hennar.
Mannræningjarnir fóru með hana
að bæ sem heitir Soroki í Moldóvu
þar sem Olga var svo seld fyrir eyrna
lokka úr gulli til Igors Preyda. Hann
fór með hana heim.
Ætlar í læknanám
Olga býr nú hjá móðursystur sinni í
Minsk, höfuðborg HvítaRússlands,
og hefur fjölskylda hennar tekið
henni fagnandi. Þær mæðgur eru ekki
í miklu sambandi og er Tamara mjög
veik. Hvarf Olgu tók mjög á hana og
hefur hún glímt við erfið líkamleg og
andleg veikindi allar götur síðan. „Ég
grét þegar við hittumst,“ segir Olga.
Olga á þrjá hálfbræður sem móðir
hennar eignaðist eftir hvarf henn
ar. Þau systkinin hafa aldrei feng
ið að hitta hvert annað þar sem að
þeir voru teknir af móður hennar og
á endanum ættleiddir til annarrar
fjölskyldu. Fólkið sem ættleiddi þá
óskaði eftir rannsókn á hvarfi Olgu,
en sú rannsókn skilaði aldrei neinu.
Til stendur að þau systkinin hittist á
komandi mánuðum.
„Ég er ekki reið yfir því sem gerðist.
Ég ólst upp við ást og umhyggju. En
þetta voru erfiðir endurfundir. Móð
ir mín er mjög veik og hefur glímt við
mjög margt. Það sem kom fyrir mig
er ekki henni að kenna – þetta voru
bara örlög okkar,“ segir Olga. Hún er
fegurðardrottning og hefur tekið þátt
í mörgum slíkum keppnum. Hún
hyggst nú fara í læknanám. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Aðeins fjögurra ára Olga var fjögurra
ára þegar henni var rænt frá móður sinni.
n Olgu var rænt þegar hún var 4 ára n fann fjölskyldu sína þegar hún varð 20 ára