Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Side 52
Helgarblað 18.–21. júlí 201452 Fólk Uppáhaldsdrykkir stjarnanna Líkt og öðru fólki finnst allflestum stjörnum gaman að fá sér í tána endrum og eins. Þær búa jafnframt flestar yfir talsverðum auðæfum til að fjármagna partístandið og því ekki úr vegi að skoða hvað fræga fólkið kýs að drekka á djamminu. DV tók saman uppáhalds- drykki nokkurra frægra einstaklinga. Elísabet Bretadrottning Ólíkt því sem margir myndu eflaust halda er te ekki uppáhalds­ drykkur Bretadrottningar. Líkt og móðir hennar heitin er Elísabet gefin fyrir gin og Dubonnet, en hið síðarnefnda er sætur fordrykkur sem gjarnan er blandað við límonaði. Drykkinn vill Elísabet fá framborinn með tveimur ísmolum og sítrónusneið – að sjálfsögðu án allra ávaxtasteina, en þetta kom fram í heimildarmynd um drottninguna árið 2009. Johnny Depp Stórstjarnan Johnny Depp hefur ófáan drykkinn sopið og, að eigin sögn, helst til of marga. Uppáhaldsdrykkur leikarans, sem tilkynnti síðasta sum­ ar að hann væri hættur að drekka, er Bourbon Sour, en kokteillinn inniheldur viskí (svo sem Bourbon), sítrónusafa, sykur og stundum eggjahvítur. Meðal fyrrverandi drykkju­ félaga leikarans má nefna ofurstjörnurnar Keith Richards, Bob Dylan og Marlon Brando. Simon Cowell X Factor­ dómarinn og sjónvarpsstjarnan Simon Cowell hefur greint frá því í viðtölum að hann sé með alls konar fæðuóþol. Cowell forðast til dæmis ger eins og heitan eldinn og því kemur ekki á óvart að uppáhalds­ drykkur kappans sé einmitt gerlausi bjórinn Sapporo frá Japan. Madonna Poppdrottningin Madonna er enginn nýgræðingur þegar kemur að áfengi og partístandi. Hennar uppáhaldsdrykkur er hvorki meira né minna en granatepla­martíní en þann drykk segist söngkonan drekka óspart á tónleikaferðalögum sínum um heiminn. Jay-Z Rapparinn góðkunni er með dýran smekk, en hans uppá­ haldsdrykkur er hvorki meira né minna en kampavín af gerðinni Armand de Brignac, einnig kallað Spaða­ ásinn. Flaska af víninu kostar skildinginn en hana má kaupa í Bandaríkjunum fyrir um 35 þúsund íslenskar krónur. Angelina Jolie Leikkonan Angelina Jolie hefur í gegnum tíðina rætt opinskátt um baráttu sína við áfengis­ og eiturlyfjafíkn. Jolie segist hafa verið á slæmum stað á unglings­ árunum og um og eftir tvítugt en henni tókst að snúa blaðinu við og er nú meðal launahæstu leikkvenna heims. Þá sjald­ an sem Jolie fær sér drykk núorðið er það tequila sem verður fyrir valinu, enda uppáhaldsdrykkur leikkonunnar. Kim Kardashian Raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian er mikið í mun að hugsa um útlit sitt og heilsu en þegar kemur að drykkjarvali hennar er ekkert til sparað. Líkt og hjá dúddanum í The Big Lebowski er uppáhalds­ drykkur stjörnunnar White Russian, Hvítur Rússi, en uppistaða þessa sæta kokteils eru vodka, kaffilíkjör og rjómi. Hann má þó útbúa á marga mismunandi vegu eftir smekk hvers og eins. „Eins og að stunda kynlíf með systur minni“ Diaz og Barrymore eru bara vinkonur B andaríska leikkonan Cameron Diaz sagðist í viðtali við tímaritið Harper‘s Bazaar á dögunum vilja æla í munninn á sér við tilhugsunina um að stunda kynlíf með vinkonu sinni, Drew Barrymore. Þær sögur hafa gengið manna á milli í Hollywood undan- farin ár að leikkonurnar séu meira en bara vinkonur en nú hefur Diaz blásið á allar sögusagnir þess eðlis. „Fólk mun alltaf velta hlutum fyr- ir sér. Fólk elskar hneykslismál. Það vill setja stimpil á eitthvað sem það skilur ekki,“ sagði Diaz meðal annars við Harper‘s Bazaar. „Sumir fjölmiðlar kölluðu eftir athugasemd og þeir vildu vita hvort ég væri með Drew. Ég sagði, bók- staflega: „Það fær mig til að vilja æla í munninn á mér.“ Það er eins og að segja að ég sé að stunda kynlíf með systur minni,“ sagði Diaz. „Eruð þið klikkuð? Ég myndi ekki einu sinni fara í þrekant með henni!“ Diaz og Barrymore hafa verið vin- konur í mörg ár, en þær kynntust árið 2000 við tökur á myndinni Charlie‘s Angels. Fyrr á þessu ári sagði Diaz að hún teldi að „allar konur hafi laðast kynferðislega að annarri konu“ auk þess sem hún viðurkenndi í sjón- varpsþættinum Watch What Happ- ens Live að hún hefði sofið hjá konu, en þessar yfirlýsingar kyntu á ný undir hinum gömlu sögusögnum um vinkonurnar. n Bestu vinkonur Diaz og Barrymore hafa verið bestu vinkonur síðan þær léku saman í Englum Charlie árið 2000. Heimilislegur innbrotsþjófur Það átti sér stað heldur ein- kennilegt innbrot í húsakynni Kennedy- fjölskyldunnar í Hyannis Port á dögunum. 53 ára gamall ókunnugur maður gekk inn um ólæsta hurð og hóf að elda sér mat. Stuttu síðar kom 16 ára barna- barn Teds Kennedy heim og hélt að innbrotsjófurinn væri fjöl- skylduvinur. Þegar pabbi stráks- ins hringdi til þess að athuga með son sinn, svaraði innbrotsþjófur- inn í símann. Þá var hringt á lögregluna en þegar hún mætti á svæðið sat innbrotsþjófurinn sallarólegur í sófanum að lesa bók. Maður- inn sagðist vera með gjöf handa söngkonunni Katy Perry og væri einnig að bíða eftir John F. Kenn- edy, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, sem er látinn. Lögregla gerði sér fljótlega grein fyrir að hann meinti ekki illt og væri veikur á geði. Hann var þrátt fyrir það færður út í handjárnum. Studdi óvart Palestínu Söngkonan Rihanna hefur bland- að sér inn í Palestínu- og Ísraels- deiluna á samskiptamiðlinum Twitter. „Biðjum fyrir friði og fljótlegum endi á Ísrael-Palest- ínu-deilunni. Er einhver von?“ deildi Rihanna í stöðuuppfærslu. Enn fremur notaði hún myllu- merkið #FreePalestine. Átta mín- útum síðar var aftur á móti búið að eyða þeirri merkingu. Vinkona Rihönnu segir við miðilinn TMZ að hún hafi eytt stuðningsmerkinu við Palestínu vegna þess að það hafi óvart far- ið inn. „Hún vissi ekki einu sinni að hún hefði tístað þessu þar til skilaboð fóru að koma frá aðdá- endum hennar,“ segir vinkonan. Ekki er í raun vitað hvort að Rihönnu hafi óvart tekist að skrifa orðin og deila þeim, eða hvort að skiptar skoðanir aðdá- enda hafi orðið til þess að hún hafi hætt við opinberan stuðning við Palestínu. Fimmtug í dúndurformi Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er í dúndurformi eins og sést á meðfylgjandi mynd. Elle, sem er fimmtug, stillir sér upp í bik- iní á myndinni eftir að hafa tekið sundsprett í sjónum. Elle hef- ur lengi lagt mikið upp úr heil- brigðum lífsstíl og uppsker svo sannarlega eins og hún sáir enda í toppformi. Á myndinni heldur hún á grænum drykk en nýlega setti hún drykkinn á markað og er hann seldur í völdum búðum í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.