Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 18.–21. júlí 201420 Fréttir Erlent
þriðja stórsóknin á gaza sex árum
n Ísrael beitir hátæknihergögnum gegn Hamas n Þúsundir á flótta á Gaza n Yfir 200 látnir n Spurt og svarað um Hamas n Heil öld af átökum
Þ
að er ekki ósk okkar að gera
almennum borgurum illt, en
þeir sem eru nálægt hryðju-
verkamönnum Hamas eru
í mjög óöruggum aðstæð-
um.“ Þetta lét talsmaður IDF, sem er
skammstöfunin fyrir ísraelska herinn,
hafa eftir sér þegar Ísrael hóf hernað-
araðgerðir á Gaza fyrir rúmri viku. Þar
með hófst nýr kafli í deilum Ísraels og
Palestínu-Araba, sem hefur staðið yfir
í um eina öld. Engin varanleg lausn
virðist vera í sjónmáli á þessari deilu,
sem í raun snýst að stórum hluta um
landsvæði og landamæri sem færst
hafa til í öllum þeim átökum sem
geisað hafa á svæðinu.
Líta á Hamas sem
hryðjuverkamenn
Ísraelsmenn líta á liðsmenn Hamas-
samtakanna, sem stjórna Gaza, sem
hryðjuverkamenn og Hamas viður-
kennir ekki tilvist Ísraels. Og enn og
aftur er Gaza-landræman (álíka stór
og Reykjanesskagi) miðdepill átak-
anna milli Ísraels og Palestínu-Araba,
í því sem kallað hefur verið „stríð án
endis“. Um tvær milljónir manna búa
við slæman kost á Gaza, enda hefur
svæðinu verið líkt við stærsta fangelsi
jarðar. Hamas hefur stjórnað þar frá
árinu 2007.
Undanfarna daga hefur flugskeyt-
um rignt yfir Ísrael frá Gaza og Ísrael
hefur svarað með loftárásum, stór-
skotaliðsárásum og síðdegis á sunnu-
dag fór landher Ísraels inn á Gaza. Þar
með má segja að Ísrael hafi ráðist inn
í Gaza. Ísraelsmenn hafa gríðarlegt
forskot á Hamas í þessum átökum,
enda her Ísraels búinn nýtísku vopn-
um, meðal annars eldflaugavarnar-
kerfi sem við getum kallað „Járn-
skjöldinn“. Með þessum græjum hafa
Ísraelsmenn undanfarna daga skot-
ið niður fjölda eldflauga sem skotið
hefur verið yfir landamærin frá Gaza
og hafa fjölmiðlar meðal annars sýnt
hvernig gagneldflaugar Ísraels hafa
sprengt eldflaugar Hamas á lofti.
Ræturnar liggja í
mannránum og morðum
Átökin að þessu sinni eiga rætur sín-
ar að rekja til mannráns og morða á
þremur ísraelskum drengjum hinn
12. júní síðastliðinn á Vesturbakkan-
um, sem að nafninu til er stjórnað af
palestínskum yfirvöldum, sem eiga
rætur sínar í Fatah-hreyfingunni og
Frelsissamtökum Palestínu (PLO).
Yassir Arafat var leiðtogi þeirra fram
til dauðadags í nóvember árið 2004,
en oft hefur verið grunnt á því góða
á milli Hamas og þeirra sem stjórna
á Vesturbakkanum og reyndar kom-
ið til átaka á milli þeirra, eins kon-
ar bræðravíga. Samtökin náðu þó að
semja frið sín á milli í Katar árið 2012.
Ísraelsmenn og gyðingar blandast
svo inn í þetta allt saman og eiga þau
átök sér langa sögu, eins og fjallað er
um hér á opnunni. Leiðtogi Palest-
ínu-Araba á Vesturbakkanum er
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu-
manna.
Ísraelsmenn hafa ásakað Ham-
as um morðin á drengjunum en
Hamas neitað staðfastlega. Strax eft-
ir ránið handtóku Ísraelsmenn um
350 liðsmenn Hamas vegna máls-
ins og þá strax létust fimm Palest-
ínumenn. Síðan hafa átökin færst í
aukana og nú hafa um 200 manns
látist í þeim, þar af 17 einstaklingar
í sömu fjölskyldunni í eldflaugaárás
Ísraelsmanna á Gaza síðastliðinn
laugardag. Vel á annað þúsund
manna hafa særst. Þúsundir manna
eru á flótta undan aðgerðum Ísraels-
manna.
Öllum möguleikum haldið opnum
„Við erum að meta alla möguleika
og undirbúa allar mögulegar að-
gerðir,“ sagði Benjamin Netanyahu,
forætisráðherra Ísraels, í sjónvarps-
ávarpi til ísraelsku þjóðarinnar hinn
Gunnar Hólmsteinn
Ársælsson
Öld af endalausum átökum
n Bretar gáfu gyðingum land í Palestínu n Hamas með eyðingu Ísraels á stefnuskránni
R
ekja má upphaf átakanna í Ísr-
ael/Palestínu að minnsta kosti
um eitt hundrað ár aftur í tím-
ann, eða til þess sem kallað er
„Balfour-yfirlýsingin“. Það var í nóvem-
ber árið 1917 sem þáverandi utanríkis-
ráðherra Breta, Arthur James Balfour,
sendi bréf til síonistans og barónsins
Walter Rothschild, sem var persónu-
legur vinur Chaim Weiszman, sem
síðar varð fyrsti forseti Ísraels. Í þessu
bréfi lýsir Balfour, fyrir hönd bresku
ríkisstjórnarinnar, yfir velþóknun sinni
á stofnun ríkis gyðinga á landsvæði
Palestínu. Bankamaðurinn Rothschild
hafði barist ötullega fyrir stofnun ríkis
gyðinga, enda sjálfur af gyðingaættum.
Setja má sögu átakanna upp í tímalínu
með eftirfarandi hætti, en fjölmörg-
um mikilvægum atburðum er sleppt til
styttingar.
1897 Síonísk
hugmyndafræði
lítur dagsins ljós
sem andsvar við
gyðingahatri, sem
viðgengist hefur
í árhundruð víða
um heim.
1919–
1939
Mikill fjöldi
gyðinga flyst
til Palestínu
og spennan
magnast
milli Araba
og gyðinga.
2. Nóvember 1917
Bretar senda frá sér Balfo-
ur-yfirlýsinguna. Arabar og
gyðingar litu á þetta sem loforð
um þjóðarheimili gyðinga í
Palestínu. Bretar ná Palestínu
af Tyrkjum.
1939–
1945
Sex milljón-
ir gyðinga
eru myrtar
af nasistum
í helförinni
í seinni
heimsstyrj-
öld.
1964 PLO stofnað
– samtök sem berjast
fyrir frjálsri Palestínu og
vilja eyða Ísrael. Yassir
Arafat leiðir samtökin,
sem standa meðal annars
fyrir hryðjuverkum og
flugránum. September
1978 – Friðarsáttmáli
undirritaður milli Egypta
og Ísraelsmanna. Löndin
háðu stríð árið 1967 og
1973, en Ísrael vann þau
bæði.
1987 Hamas-sam-
tökin stofnuð og setja sér
markmið að eyða Ísraels-
ríki og frelsa hertekin
svæði, þar á meðal Gaza
og Vesturbakkann.
1993 Osló-sátt-
málinn kemur á friði
milli Ísraels og PLO.
2002
Ísraelsmenn
ráðast inn á
Vesturbakk-
ann í kjölfar
sjálfs-
vígsárása á
Ísrael.
1982
Ísraelar
ráðast inn
í Líbanon
og hrekja
PLO frá
landinu.
Maí 1948
Ísraelsmenn lýsa yfir
stofnun Ísraelsríkis
og Bretar yfirgefa
Palestínu. Nágranna-
löndin Egyptaland,
Sýrland, Írak,
Líbanon, Jórdanía og
Sádi-Arabía lýsa yfir
stríði á hendur Ísrael.
Í þessum átökum
stendur Ísrael uppi
sem sigurvegari og
höfðu þeir hertekið
50 prósent meira
landsvæði en þeir
áttu að fá í upphafi
þegar því lauk. Í kjöl-
far stríðsins hrekjast
750.000 Palestínu-
menn á flótta en
gyðingar streyma til
hins nýstofnaða ríkis.
1918 Fyrri heims-
styrjöld lýkur og hið
ottómanska Tyrkja-
veldi hrynur.
1920
Þjóðarbanda-
lagið (League of
Nations) felur
Bretum yfirráð
yfir Palestínu.
Fórnarlamb Þessi fjögurra ára stúlka, Shayma Al-Masri,
liggur hér á sjúkrahúsi eftir loftárás á heimili hennar. Þá
fórust móðir hennar og fleiri ættingjar. Það er lítil huggun
þótt hún hafi dúkkuna sína hjá sér. Í átökunum á Gaza, sem
staðið hafa yfir í meira en viku, hafa um 200 íbúar Gaza látist
og þúsundir særst. Einn Ísraelsmaður hefur látist.