Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 2
Helgarblað 18.–21. júlí 20142 Fréttir
Lögbann á
gjaldtöku
Sýslumaðurinn á Húsavík hefur
lagt lögbann við gjaldtöku við
Leirhnjúk og hverasvæðið austan
Námaskarðs.
Sautján aðilar eiga hlut í
Landeigendafélaginu í Reykja-
hlíð. Hluti þeirra, alls sjö að-
ilar, fór fram á að gjaldtakan
yrði stöðvuð á svæðinu en hún
hófst um miðjan júní. Taka átti
gjald við Dettifoss, á hverasvæði
austan Námaskarðs og við Leir-
hnjúk. Fallið var frá áformum um
gjaldtöku við Dettifoss eftir að
samningar náðust við Vatnajök-
ulsþjóðgarð um uppbyggingu við
Dettifoss.
Félög al-Thanis
gjaldþrota
Héraðsdómur Reykjavíkur
úrskurðaði á fimmtudag Q
Iceland Finance og Q Iceland
Holding, fjárfestingafélög í
eigu Katarans Mohammed Bin
Khalifa Bin Hamad al-Thani,
gjaldþrota. Hið fyrrnefnda
félag er það sem keypti rúm-
lega fimm prósenta hlut í
Kaupþingi stuttu fyrir hrun.
Þau kaup voru ákæruefnið í
svokölluðu al-Thani máli þar
sem niðurstaðan var sú að
kaupin voru einungis blekking
og markaðsmisnotkun.
Q Iceland Finance var í
eigu Q Iceland Holding, en al-
Thani situr í stjórn þess ásamt
viðskiptafélaga sínum. Ósk-
uðu þeir eftir því í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á miðviku-
dag að félögin yrðu tekin til
gjaldþrotaskipta Samkvæmt
nýjasta ársreikningi Q Iceland
Finance, frá árinu 2012, skuld-
aði félagið sex milljarða og 750
milljónir króna.
Skilanefnd Kaupþings
samdi um skuldauppgjör við
al-Thani í febrúar í fyrra. Efni
samningsins hefur ekki verið
opinberað og er hann sagður
vera trúnaðarmál.
S
ilja Dögg Gunnarsdóttir, þing-
kona Framsóknarflokksins, er
ekki tilbúin að lýsa yfir stuðn-
ingi við Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur, ráðherra samstarfsflokksins í
ríkisstjórn. „Ég ætla ekki að tjá mig um
þetta, en mér finnst mjög óheppilegt
að ráðuneyti yfir höfuð sé til lögreglu-
rannsóknar,“ segir hún í samtali við
DV og bætir við: „Það er þingflokks-
fundur eftir einhverjar vikur og þá
verður þetta kannski rætt. Það er ansi
leiðinlegt hvernig málin í ráðuneyti
Hönnu Birnu hafa þróast.“
Silja Dögg segist ekki vita hvað hún
myndi sjálf gera ef hún væri í sömu
stöðu og Hanna Birna. „Ég get ekki
sett mig í hennar spor,“ segir Silja.
Svör hennar eru frábrugðin þeim
sem DV fékk nýlega frá Þorsteini Sæ-
mundssyni og Willum Þór Þórssyni,
þingmönnum sama flokks. Þorsteinn
sagðist á miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins ekki hafa áhyggj-
ur af fordæminu sem er sett með því
að ráðherra sitji áfram meðan ráðu-
neyti sætir lögreglurannsókn. „For-
dæmi lifa ekki endalaust,“ sagði hann
og benti á að ekki væri hefð fyrir því
á Íslandi að stjórnmálamenn öxluðu
persónulega ábyrgð.
Aðspurður hvað hann myndi gera
í sporum Hönnu Birnu sagðist hann
vera óviss, enda aldrei verið ráðherra.
„En að sjálfsögðu myndi ég íhuga vel
hvar ég væri staddur ef eitthvað svona
lagað kæmi upp.“ Willum Þór sagðist
telja að ef Hanna Birna væri ráðherra
í Danmörku þyrfti hún að segja af sér.
Aðrir siðir væru hins vegar við lýði
á Íslandi. Þorsteinn og Willum voru
óvissir um hvort Hanna Birna hefði
sagt Alþingi satt um trúnaðarbrotið
gagnvart hælisleitendunum og hugð-
ust kynna sér málið betur. n
Óviss hvort ráðherra sé sætt
„Leiðinlegt hvernig málin í ráðuneyti Hönnu Birnu hafa þróast“
Silja Dögg Þingkona Framsóknarflokksins
vill ekki taka afstöðu til þess hvort ráðherra
samstarfsflokksins sé sætt í embætti.
MynD HornafjorDur.iS
Vildi drottningarviðtal
við forstjóra Landsnets
n Almannatengill bað um jákvæða umfjöllun
S
æll Bjarni. langaði að kanna
möguleika á að koma for-
stjóra Landsnets í „drottn-
ingarviðtal“ í blaðinu 20.
mars nk.“ Þannig hefst tölvu-
póstur sem almannatengillinn Árni
Þórður Jónsson, sem starfar hjá fyr-
irtækinu Athygli ehf., sendi ritstjóra
Viðskiptablaðsins fyrr á þessu ári. Af-
rit af tölvupóstinum barst öllum fjöl-
miðlum fyrir slysni.
Í skeytinu lýsir almannatengill-
inn því hvernig hann vill að viðtalið
við Þórð Guðmundsson, forstjóra
Landsnets, verði. Tilefnið var op-
inn kynningarfundur fyrirtækisins
á Hilton Nordica. „Ég sæi fyrir mér
að mætti fara vítt um sviðið, taka
afkomuna, 2,2 milljarðar hagnað-
ur 2013, stöðuna almennt nú þegar
styttist í að Landsnet verði 10 ára
gamalt (1. jan. 2005),“ skrifar Árni
og bætir við að mikil þörf sé á upp-
byggingu til að anna orkuflutning-
um austur og norður. Lítið hafi verið
um nýframkvæmdir hjá Landsneti,
enda standi styr um mörg verkefni.
„Þetta eru bara nokkrir punktar – er
af nægu að taka og hægt að kasta upp
fleiri hugmyndum ef þetta myndi
hugnast ykkur!“
Ekkert viðtal í blaðinu
Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskipta-
blaðsins, svaraði á þá leið að reynt
yrði að „gera eitthvað úr þessu eftir
helgi“. Villtustu draumar almanna-
tengilsins rættust þó ekki, enda
birtist ekkert drottningarviðtal við
forstjóra Landsnets í prentútgáfu
Viðskiptablaðsins þann 20. mars.
Hins vegar mætti blaðamaður á
kynningarfundinn og tók stutt viðtal
við forstjórann sem birtist í mynd-
bandsformi á vefnum sama dag.
Þar kallaði forstjórinn eftir skýrri
stefnumörkun stjórnvalda hvað
varðar flutningskerfi og jarðstrengja-
mál. Jafnframt sagði hann náttúru-
verndarsamtök hafa gefið villandi
upplýsingar um áform fyrirtækisins
en var ekki látinn útskýra staðhæf-
ingar sínar.
Veitti ekki af
jákvæðri umfjöllun
Athygli ehf. er á meðal elstu og
stærstu almannatengslafyrirtækja
landsins og er Árni einn af eigend-
um þess. Vart þarf að taka fram að
fjölmiðlum berast reglulega frétta-
tilkynningar, tölvuskeyti og símtöl
frá almannatenglum og fyrirtækjum
sem vilja bæta ímynd sína eða koma
tilteknum skilaboðum á framfæri án
þess að greiða fyrir auglýsingar. Hins
vegar er ekki algengt að almanna-
tenglar misstígi sig og sendi fjölda-
póst þar sem óskað er eftir drottn-
ingarviðtali.
Landsnet er að stærstum hluta í
eigu Landsvirkjunar og starfar sam-
kvæmt sérleyfi og annast flutning
raforku og stjórnun raforkukerfisins
á Íslandi. Fyrirtækið hefur staðið í
hatrömmum deilum við landeigend-
ur og náttúruverndarsamtök vegna
lagningar raforkulína og veitti ekki
af jákvæðri fjölmiðlaathygli á þess-
um tíma.
Þann 19. mars, daginn fyrir kynn-
ingarfundinn, voru undirritaðir
samningar á milli Landsvirkjunar,
United Silicon hf. og Landsnets um
kaup og flutning raforku vegna kísil-
versins sem rísa mun í Helguvík. DV
sendi almannatenglinum tölvupóst
og gaf honum kost á að tjá sig um
efni þessarar fréttar. Ekkert svar hafði
borist þegar blaðið fór í prentun. n
„Sæi
fyrir mér
að mætti fara
vítt um sviðið
Árni Þórður jónsson
almannatengill
Átti að vera drottning Þórður Guðmundsson er forstjóri Landsnets. Almannatengill bað
Viðskiptablaðið um að taka drottningarviðtal við hann. MynD af VEf LanDSnEtS
Deilt um línur Mikill
styr hefur staðið um
raflínulagnir Landsnets.
jóhann Páll jóhannsson
johannp@dv.is