Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Sport 43 Chelsea Tímabil í úrvalsdeild: 22 Uppaldir leikmenn: 10 n Chelsea hefur lengi talist í hópi stórliða í ensku úrvalsdeildinni en það er áhyggju- efni hversu fáir uppaldir leikmenn hafa komist í aðalliðið. Staðan er í raun þannig að ekki er hægt að stilla upp 11 manna byrj- unarliðinu því fjöldi uppaldra leikmanna sem leikið hafa fimm leiki eða fleiri í úrvalsdeildinni er aðeins tíu. Þó að tilkoma Romans Abramovich hafi sitt að segja var Chelsea fyrsta félagið í úrvalsdeildinni til að stilla upp 11 manna byrjunarliði, bara með erlendum leikmönnum. Það gerðist á öðrum degi jóla árið 1999. John Terry er líklega eina stórstjarnan sem komið hefur upp úr akademíu Chelsea á síðustu árum en meðal annarra leikmanna sem komið hafa upp úr akademíu félagsins má nefna Carlton Cole, Michael Duberry og Jody Morris. Þá má geta þess að Ryan Bertrand var keyptur frá Gillingham og Scott Sinclair var keyptur frá Bristol Rovers á sínum tíma. Enginn markmaður úr akademíu félagsins hefur leikið 5 leiki eða fleiri frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Byrjunarlið: Enginn markvörður Sam Hutchinson (0714) Michael Duberry (93-99) John Terry (98-) Jon Harley (96-01) Paul Hughes (94-00) Josh McEachran (10-) Jody Morris (95-03) Mark Nicholls (94-01) Carlton Cole (01-06) Neil Shipperley (92-95) Tottenham Tímabil í úrvalsdeild: 22 Uppaldir leikmenn: 20 n Tuttugu leikmenn hafa komið úr unglingaakademíu Tottenham en aðeins einn hefur leikið allan sinn feril með félaginu, Ledley King. King neyddist að vísu til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Sol Campbell kom upp úr unglingaliði félagsins en hann ákvað sem kunnugt er að ganga í raðir Arsenal, stuðningsmönnum Tottenham til armæðu. Nick Barmby, sem síðar lék með Everton og Liverpool, kom úr akademíu Tottenham sem og markvörðurinn Ian Walker sem að vísu lék sinn fyrsta leik áður en úrvalsdeildin var stofnuð. Enginn annar markmaður úr unglingastarfinu hefur leikið fimm leiki eða fleiri í úrvalsdeildinni. Af þeim leikmönnum sem í dag eru í leikmannahópnum má nefna Andros Townsend en hann hefur verið sendur í lán til níu félaga frá árinu 2009. Jake Livermore, sem í fyrra var lánaður til Hull, er annar leikmað- ur sem vert er að nefna sem og Steven Caulker sem leikur í dag með Cardiff. Byrjunarlið Enginn markvörður Sol Campbell (92-01) Ledley King (99-12) Steven Caulker (09-13) Luke Young (97-01) Andros Townsend (09-) Dean Marney (02-06) Jake Livermore (08-14) Stephen Clemence (97-03) Nick Barmby (92-95) Rory Allen (95-99) Manchester United Tímabil í úrvalsdeild: 22 Uppaldir leikmenn: 18 n Unglingaakademía Manchester United hefur staðið fyrir sínu á undanförnum árum og ber þar hæst 92' árgangurinn svokallaði sem áttu stóran þátt í uppgangi United á tíunda áratug síðustu aldar. Í þeim hópi voru leikmenn eins og Ryan Giggs, Nicky Butt, Paul Scholes, David Beckham og Neville-bræðurnir. Taka ber fram að Giggs spilaði sinn fyrsta deildarleik með United áður en úrvalsdeildin var stofnuð og því er hann ekki í byrjunarliðinu hér að neðan. Þó að United hafi ekki framleitt leikmenn í sama gæða- flokki og leikmennirnir hér að ofan á undanförnum árum hefur fjöldi frambærilegra leikmanna komið úr herbúðum United. Af þeim leikmönnum sem í dag eru í leikmanna- hópi aðalliðsins má nefna Tom Cleverley og Danny Welbeck svo dæmi séu tekin. Báðir eiga þeir landsleiki að baki með Englendingum. Þá má nefna leikmenn eins og Wes Brown og Phil Bardsley sem í dag eru á mála hjá Sunderland í úrvalsdeildinni. Byrjunarlið Kevin Pilkington (92-98) Gary Neville (92-11) Wes Brown (96-11) John Curtis (97-00) Phil Neville (95-05) Nicky Butt (92-04) David Beckham (93-03) Tom Cleverley (09-) Paul Scholes (93-11) Ben Thornley (93-98) Danny Welbeck (08-) Liverpool Tímabil í efstu deild: 22 Uppaldir leikmenn: 13 n Nokkrir af skærustu stjörnum Liverpool, frá stofnun úrvalsdeildar- innar, voru aldir upp hjá félaginu. Fyrsta ber þar að nefna Steven Gerrard og Jamie Carragher, sem unnu meðal annars saman Meistaradeild Evrópu árið 2005, eftir úrslitaleikinn ótrúlega gegn AC Milan. Leikmennirnir hafa verið ómetanlegir klúbbnum. Aðrir tveir sem hafa heldur betur gert garðinn frægan eru framherjarnir Robbie Fowler og Michael Owen, sem voru frábærir báðir tveir, þegar þeir voru upp á sitt besta. Báðir lærðu fótbolta hjá Liverpool. Annar leikmaður sem mætti nefna, Steve Mcmanaman, fellur ekki undir skilgreininguna þar sem hann lék sinn fyrsta leik árið 1990, löngu áður en deildin var stofnuð. Raheem Sterling er annar góður leikmaður Liverpool. Hann gekk til liðs við Liverpool árið 2010 frá QPR, þar sem hann lærði til verka. Á heildina litið hafa tiltölu- lega fáir uppaldir leikmenn komið í gegnum unglingaakademíu Liverpool og spilað meira en 5 leiki fyrir félagið. Aðeins 13 talsins. Þeir voru/eru hins vegar nokkrir hverjir ansi góðir. Byrjunarlið: Enginn markvörður Jon Flanagan (11- ) Martin Kelly (07- ) Jamie Carragher (96-13) Stephen Warnock (02-07) David Thompson (96-00) Steven Gerrard (98- ) Jay Spearing (08-13) Neil Mellor (02-06) Michael Owen (96-04) Robbie Fowler (93-01) Aston Villa Tímabil í efstu deild: 22 Uppaldir leikmenn: 22 n Aston Villa hefur alið upp 22 leik- menn, gjaldgenga með enska lands- liðinu, frá árinu 1992. Margir þeirra hafa leikið mörg ár á Villa Park. Framherjinn Gabriel Agbonlahor hefur spilað meira en 300 leiki fyrir félagið frá 2006 og Lee Hendrie, miðjumaðurinn knái, lék á sínum tíma 14 leiktíðir fyrir félagið. Þá má nefna að Darius Vassel lék 162 leiki og skoraði í þeim 35 mörk. Allt þetta eru uppaldir leikmenn. Knattspyrnu- stjórinn Martin O‘Neil gerði líklega mikil mistök þegar þeir seldu Gary Cahill til Bolton – leikmann sem ólst upp hjá fé- laginu og er nú varnarmaður Chelsea og fastamaður í byrjunarliði landsliðsins. Gareth Barry, leikmaður Everton, er líklega þekktasti Villa-maðurinn. Hann er þó ekki uppalinn hjá félaginu. Hann sleit barnsskónum hjá Brighton og var keyptur þaðan 1997. Liam Ridgewell spilaði sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa en ólst upp í akademíu West Ham. Í dag eru nokkrir uppaldir leikmenn í hópnum, til dæmis varnarmennirnir Ciaran Clark og Nathan Baker. Byrjunarlið: Michael Oakes (91-99) Rob Edwards (99-04) Gary Cahill (04-08) Nathan Baker (09- ) Liam Ridgewell (01-07) Marc Albrighton (09-14)Craig Gar- dner(05-10)Lee Hendrie(95-07)Peter Whittingham (03-07) Gabriel Agbonlahor (05- ) Darius Vassell (98-05) West Ham Tímabil í úrvalsdeild: 18 Uppaldir leikmenn: 16 n Ljóst má vera að West Ham væri búið að vera í toppbaráttunni á Englandi undanfarin ár ef félaginu hefði auðnast að halda í ungu leik- mennina sína. Félagið hefur alið af sér fullt af knattspyrnumönnum sem hafa verið í lykilhlutverkum með stórum liðum á undanförnum árum. Þar nægir líklega að telja upp Frank Lampard, Rio Ferdinand, Joe Cole og Michael Carrick. Allir þessir hafa unnið ensku úrvalsdeildina með öðrum liðum en West Ham. Aðrir flottir leikmenn úr smiðju félagsins eru Glen Johnson og Mark Noble. Þrátt fyrir þetta hefur liðið ekki „framleitt“ sérstaklega marga leikmenn, miðað við önnur félög. Frá árinu 1992 hafa aðeins 16 leikmenn sem alist hafa upp hjá West Ham spilað fleiri en fimm leiki fyrir West Ham í úrvalsdeildinni. Joe Cole telst ekki með þar sem West Ham keypti hann á 1,4 milljónir punda frá Charlton þegar hann var 16 ára gamall. Aðeins einn leikmaður, uppalinn, spilar með liðinu í dag; Mark Noble. Þá má nefna að Jack Collison er með lausan samning en hann hefur spilað með liðinu undanfarin sjö ár. Byrjunarlið: Enginn markvörður James Tomkins (08- ) Rio Ferdinand (96-00) Anton Ferdinand (03-08) Michael Carrick (99-04) Glen Johnson (02-03) Mark Noble (04- ) Jack Collison (07-) Joe Cole (98-03) Frank Lampard (95-01) Freddie Sears (08-12)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.