Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Síða 33
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fólk Viðtal 33
með viðunandi greiningu á húsnæðis
markaði hjá hinu opinbera. Í Svíþjóð
er til dæmis sérstök nefnd sem pass
ar að leiguverð fari ekki yfir eitthvað
ákveðið. Þar sem húsnæðismál eru
hluti af ákveðinni samfélagssátt og
samfélagsgerð. Að allir hafi þak yfir
höfuðið og þá þarf að hafa ákveðna
sósíalhugsun í því hvernig sá mark
aður er byggður upp.“ Þá segir Katrín
annað alvarlegt vandamál blasa við.
Fólk sem flokkast með meðaltekj
ur stenst ekki greiðslumat til að geta
keypt sér íbúð þrátt fyrir að borga leigu
á mánuði sem er hærri en afborgun af
lánunum væri.“
Nú eru í vinnslu frumvörp hjá Eygló
Harðardóttur, félags og húsnæðis
málaráðherra, sem eru byggð á tillög
um sem Verkefnisstjórn um framtíðar
skipan húsnæðismála skilaði í maí.
Samkvæmt svörum frá aðstoðarmanni
ráðherra er vonast til að frumvörpin
verði lögð fyrir á komandi haustþingi.
„Við munum skoða þau mál með opn
um huga en auðvitað þarf góða grein
ingu til að lausnirnar virki. En mér
finnst jákvætt að það sé verið að skoða
þetta sem eina heild.“
Veltir sér ekki upp úr persónufylgi
Eins og Katrín nefndi snerust síðustu
alþingiskosningar að miklu leyti um
verðtryggð húsnæðislán. Katrín sagði
í aðdraganda kosninga að hún gæti
ekki byggt kosningabaráttu flokksins
upp á óraunhæfum loforðum. Vinstri
græn töpuðu miklu fylgi en komu þrátt
fyrir það betur út úr kosningum en
kannanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma
kom Katrín þó persónulega vel út úr
skoðanakönnunum.
„Ég reyndi að spá sem allra minnst
í það. Bæði í könnunum sem sneru að
flokknum og sérstaklega um þær sem
fjalla um mann persónulega. Þetta eru
mjög fallvölt vísindi og eitthvað sem
getur breyst á einu augabragði. Ég var
bara að einbeita mér að verkefninu
sem ég stóð frammi fyrir og það var að
taka við flokki í erfiðri stöðu. Á endan
um gekk þetta betur en á horfðist.“
Flokkur í sjálfsskoðun
Þrátt fyrir það finnst Katrínu að flokk
urinn þurfi að fara í sjálfsskoðun og
draga lærdóm af þessari reynslu. „Mér
finnst að við sem hreyfing þurfum að
fara í uppbyggingu og skoða vandlega
hvert okkar erindi á að vera næstu ára
tugina. Mín sannfæring er að við eig
um mikið erindi. Sérstaklega þegar
kemur að því að draga úr ójöfnuði
og vinna að náttúru og umhverfis
vernd. Við þurfum að halda áfram að
vinna í þeim málum sem flokkurinn
hefur staðið fyrir eins og friðarstefnu,
jafnrétti, kvenfrelsi og jöfnuði og um
leið að hafa kjark til að ræða risastóru
málin eins og loftslagsbreytingar og
hlýnun jarðar. Það langar engan sér
staklega til að ræða þetta. Allir hafa
áhyggjur en fæstir vilja tækla vandann.
En þetta er eitthvað sem við sem þjóð
verðum að skoða mjög vel og vera leið
andi á þessu sviði.“
Gamlir hundar, nýir hundar
Það kom nokkuð á óvart þegar Stein
grímur J. Sigfússon steig niður úr for
mannssætinu skömmu fyrir kosningar.
Katrín, sem hafði gegnt embætti vara
formanns í tíu ár, tók við. Haft hef
ur verið orð á því að Steingrímur sé
enn of áberandi í flokknum þrátt fyr
ir að Katrín hafi tekið við keflinu. Hef
ur Katrín fengið það svigrúm sem hún
þarf til að leiða flokkinn?
„Það finnst ýmsum að maður eigi
að vera meira áberandi og gera sig
sýnilegri sem formaður. Ég er bara
mjög lítið upptekin af því. Mér finnst
við eiga að vera trú okkar stefnu. Þetta
er hópverkefni, samvinnuverkefni og
hér erum við. Það eru gamlir hundar
og nýir hundar í þessu liði og við vinn
um þetta saman. Ég lít á flokk sem org
anískt fyrirbæri, lífrænt fyrirbæri þar
sem fólk þarf að vera það sjálft. Ég hef
mikla trú á því. Ég er ekki sérstaklega
upptekin af því að þurfa merkja mér
mitt rými þó að maður hafi sín mörk
og láti í sér heyra ef farið er yfir þau.“
Endurvekja áhuga almennings
„Ég trúi því að við séum flokkur sem
eigi að starfa lýðræðislega. Hafa kjark
til að taka slaginn en það skiptir líka
máli hvernig við miðlum okkar stefnu
út í samfélagið. Það þarf að virkja hinn
pólitíska áhuga sem var mikill fyrst eft
ir hrun en hefur svo dalað á ný.“ Katrín
segist oft hafa rekið sig á að hitamál inni
á þingi skili sér illa til almennings. „Ég
hef oft upplifað það að koma heim og
vera gjörsamlega að springa úr æsingi
út af einhverju máli og miklu óréttlæti.
Síðan fer maður kannski í sund og það
hefur enginn heyrt af þessu. Þannig að
ég held að það sé krefjandi verkefni að
auka aðkomu fólks að þessari daglegu
pólitík. Þetta er ekki spurning um að
ákveða allt sjálfur.“
Óróleikinn hafði neikvæð áhrif
Reglulega hafa verið fluttar fréttir
af óeiningu innan flokks Vinstri
grænna. Jón Bjarnason, Atli Gíslason,
Lilja Móses dóttir og Ásmundur Ein
ar Daðason eru dæmi um þingmenn
sem yfirgáfu flokkinn. Katrín seg
ir óeininguna hafa haft neikvæð áhrif
á flokkinn þó að hún telji að fólk eigi
að hafa svigrúm til skoðanaskipta inn
an flokka.
„Óeiningin hefur haft þau áhrif að
fólki finnst þetta vera neikvætt og þetta
hafði því áhrif á fylgið. Þetta er eitthvað
sem hefur frekar fylgt vinstri flokkum
sögulega þó að það gæti verið að breyt
ast. En svona átök eru kunnugleg frá til
dæmis systurflokkum okkar á hinum
Norðurlöndunum og ýmislegt svip
að sem þeir hafa gengið í gegnum. Ég
tel reyndar að fólk eigi að hafa svigrúm
til skoðanaskipta innan eigin flokks og
mér sýnist það nú vera breytast í öðr
um flokkum líka. Til að mynda eru nú
orðið mjög ólíkar skoðanir innan Sjálf
stæðisflokksins. Jafnvel Framsóknar
flokknum. Ég held að svona deilur hafi
verið meira undir yfirborðinu hjá öðr
um flokkum. Ég hef heyrt það til dæm
is á fjölmiðlamönnum sem hafa setið
landsfundi og fleira hjá okkur að þeir
veita því athygli að það er allt rætt. Það
er allt uppi á yfirborðinu og farið alla
leið.“
Katrín segir líka í lagi þó leiðir skilji.
„Stundum á fólk ekki samleið lengur
og þá er engin ástæða til að hætta að
heilsast. En persónulega finnst mér
ýmislegt á sig leggjandi til að halda
vinstri málefnum á lofti og þá skiptir
máli að dreifa kröftunum ekki of mikið
og vinna að þeim málum. Það er mitt
persónulega mat og ég tel að fólk eigi
að fylkja sér á bak við stóru línurnar en
ekki að láta litlu málin bera sig af leið.“
Vilja að þjóðin taki ákvörðun
Þrátt fyrir deilur og erfiða tíma er
Katrín bjartsýn á framhaldið. Hún
undirstrikar stóru málin; ójöfnuðinn
og umhverfið og segir flokksmenn
finna að þeir eigi erindi og þess vegna
sé stemmingin innan hreyfingarinnar
góð. „Ég hef farið mikið um landið og
rætt við fólk og félaga. Fólk er barátt
uglatt. Það er góður andi. Fólk vill fara í
ákveðna endurskoðun og leggja niður
fyrir sér verkefnin, ekki bara til næstu
fjögurra ára heldur næstu hundrað
ára. Það eru nefnilega rosaleg verkefni
framundan.“
Að lokum segir Katrín að flokk
urinn sé áfram mótfallinn aðild að
Evrópusambandinu en mörgum
flokksmönnum þótti súrt þegar Vinstri
græn samþykktu stjórnarsamstarf
með Samfylkingu á þeim forsendum
að sækja um aðild. „Það var þó sam
þykkt á síðasta landsfundi að flokk
urinn vildi ljúka aðildarviðræðum og
leggja samninginn í dóm þjóðarinnar.
Við vorum mikið gagnrýnd í þessu
ferli en við mátum það svo að það
vægi þyngra að þjóðin fengi tækifæri
til að taka þessa ákvörðun heldur en
hver okkar afstaða í málinu væri. Við
erum enn á þeirri skoðun að það eigi
að leita til þjóðarinnar um hennar af
stöðu en nú virðist þessu máli hafa
verið stungið undir stól og enginn veit
neitt – næsti vetur leiðir það kannski
í ljós.“ n
Þyrmdi reglulega yfir
ráðherrann unga „Það eru gamlir hundar og nýir
hundar í þessu
liði og við vinnum
þetta saman
Katrín Jakobsdóttir
Er sá stjórnmálamaður sem
landsmenn bera hvað mest
traust til en lætur það ekki
stíga sér til höfuðs.
Mynd Hörður SVEinSSon