Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Qupperneq 37
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Skrýtið Sakamál 37 Kaldrifjaður Kennari n Sunnudagaskólakennarinn reyndist vargur í véum n Skaut eiginmanninn til bana R étt upp úr klukkan sex að morgni fimmtudagsins 1. febrúar 1988 var hringt í lög- regluna í Durham í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Á hinum enda línunnar var Bar- bara Stager og sagði hún lögreglunni að eiginmaður hennar væri dáinn vegna slysaskots. Sagði Barbara að eiginmaður hennar, Russel Stager, hefði haft það fyrir vana að sofa með skammbys- su undir koddanum og að hún hefði sennilega rekist í byssuna í svefnrof- unum þennan morgun með þeim af- leiðingum að skot hljóp úr byssunni. Í fyrstu sá lögreglan ekki ástæðu til að bera brigður á frásögn Bar- böru; altalað var að hún var hugul- söm móðir og eiginkona, kenndi í sunnudagaskóla og allt hafði virst vera í lukkunnar velstandi hjá þeim hjónum. Russel virtist á þessum tíma hafa hlotnast allt það sem gaf lífinu gildi; hann var virtur hafnabolta- þjálfari í menntaskólanum í Dur- ham, átti ástríka eiginkonu og heil- brigða fjölskyldu. Lík í farteskinu En síðan hljóp snurða á þráðinn hjá Barböru því fyrri kona Russels, Jo Lynn Snow, sem hann hafði skilið við ári áður en hann kvæntist Barböru, setti sig í samband við lögregluna og hafði frá ýmsu að segja. Jo Lynn sagði að Barbara væri eyðslusöm og laus í rásinni og að dauða fyrri eiginmanns hennar, Larrys Ford, hefði borið að með svipuðum hætti og dauða Russels. Jo Lynn hafði haldið góðu sam- bandi við Russel eftir skilnað þeirra og hafði Russel sagt henni, tveimur mánuðum fyrir dauða sinn, að hann og Barbara glímdu við fjárhagsvanda og hann grunaði Barböru um að standa í framhjáhaldi. „Hann bað mig, ef eitthvað kæmi fyrir hann, að kanna það,“ sagði Jo Lynn. Larry Ford lést af skoti í höfuðið í mars, 1978, í Randolph-sýslu, og hafði Barbara þá sagt svipaða sögu og tíu árum síðar. Lögregluyfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að um hörmulegt slys hefði verið að ræða og ekkert sem síðar kom í ljós færði sönnur á annað. Slapp í fyrsta sinn Saksóknarinn Eric Evenson, sem hafði dauða Russels á sinni könnu, var sannfærður um að Barabara væri ekki öll þar sem hún var séð og eftir að hann hafði kafað í málið var hún ákærð fyrir morð. Undir lok réttarhaldanna yfir Bar- böru, 30. ágúst 1989, sat kviðdóm- ur á rökstólum í 44 mínútur áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að Barabara væri sek. Daginn eftir var kveðinn upp dauðadómur yfir Bar- böru en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir tuttugu ára afplán- un. Jo Lynn fór ekki í grafgötur með sitt álit á Barböru Stager. „Ég er þess fullviss að Barbara er raðmorðingi,“ var haft eftir henni. Lögreglustjór- inn í Durham var Jo Lynn sammála: „Hún komst upp með fyrra morðið. Hún hélt hún gæti endurtekið leik- inn, en varð ekki kápan úr því klæð- inu.“ „Hún er ill“ Tuttugu árum síðar blasti við sá möguleiki að Barbara Stager gæti á ný um frjálst höfuð strokið og ekki hugnaðist öllum sú tilhugsun. Ricky Buchanan, lögreglustjórinn í Dur- ham, var í hópi þeirra og sagði um það leyti um þennan fyrrverandi sunnudagaskólakennara: „Hún er burðarás samfélagsins á daginn, en að baki luktra dyra að nóttu til er hún allt önnur kona. Hún er ill.“ Sagði Ricky Buchanan að Barböru reyndist létt að ávinna sér traust annarra og það gerði hana einstaklega hættu- lega. Jo Lynn Snow sagði að hún ótt- aðist ekki aðeins um eigið líf ef Bar- böru yrði sleppt úr fangelsi held- ur óaði hana við því þegar dauði Russels yrði reifaður í umfjöllun vegna mögulegrar reynslulausnar Barböru. „Í hvert sinn sem við tölum um Russ eða sinnum málum sem tengjast honum, stendur hann nán- ast ljóslifandi fyrir framan okkur og að því loknu er eins og við þurfum að jarða hann enn og aftur,“ sagði Jo Lynn. Barbara fékk ekki reynslulausn. n „Hún komst upp með fyrra morðið. Hún hélt hún gæti endurtekið leikinn, en varð ekki kápan úr því klæðinu Í járnum Barbara Stager eftir að kveðinn var upp yfir henni dómur fyrir morð. Russell Stager Var vel liðinn af þeim sem þekktu hann. Noriega í mál vegna tölvuleiks Manuel Noriega, fyrrum einvald- ur Panama, hefur höfðað mál gegn útgefendum tölvuleiks- ins Call of Duty: Black Ops II. Ástæðan er sú að hann telur að persóna hans hafi verið notuð í leiknum og hann málaður upp sem „mannræningi, morðingi og óvinur ríkisins“ eins og það er orðað í stefnunni. Noriega réð ríkjum í Panama á árunum 1983 til 1989 en það var einmitt Bandaríkjastjórn sem steypti honum af stóli. Hann var sakaður um margvíslega glæpi; þar á meðal morð, mannrán og eiturlyfjasmygl. Hann var dæmd- ur í 20 ára fangelsi í Bandaríkj- unum. Þá sat hann einnig af sér dóm í Frakklandi áður en hann var fluttur til Panama árið 2011 þar sem hann situr í fangelsi. Sprengdu upp hraðbanka Fimm karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi í Bretlandi fyr- ir að sprengja upp hraðbanka og hafa talsverða fjármuni á brott með sér. Hlutu mennirnir fimm til sex ára fangelsisdóm hver. At- vikið átti sér stað í Sevenoaks í Kent í nóvember í fyrra. Komu mennirnir fyrir öflugri sprengju á hraðbankanum áður en þeir sprengdu hann nánast í loft upp. Þannig tókst mönnunum að komast yfir 19 þúsund pund sem voru í hraðbankanun, 3,7 millj- ónir króna. Töluverðar skemmdir urðu á húsi við hraðbankann. Sá ræningjana á Google Maps Kona sem varð fyrir því að vera haldið í gíslingu á meðan vopn- aðir menn fóru ránshendi um heimili hennar í Oklahoma í Bandaríkjunum vonast til að hægt verði að handtaka ógæfu- mennina eftir að nýjar upplýs- ingar komu fram í dagsljósið. Konan kom auga á mennina á dögunum þegar hún skoðaði myndir úr hverfinu sínu á Google Maps. Atvikið átti sér stað í júlí 2011 en lögreglu tókst ekki að hafa uppi á mönnunum. Kon- an segist í samtali við New York Daily News enn þann dag í dag upplifa óöryggi vegna ránsins. Á meðfylgjandi mynd sjást mennirnir og segist konan sann- færð um að um sömu menn sé að ræða og brutust inn á heim- ili hennar. Lögregla rannsakar málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.