Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fréttir 17 Már, Friðrik og ragnar líklegastir n Hver verður næsti seðlabankastjóri? n Lögreglustjóri og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks meta fyrir Bjarna Benediktsson n Hæfnisnefndin er formsatriði M ár Guðmundsson hefur gegnt starfi seðla- bankastjóra frá árinu 2009 og var ráðinn eftir að hæfnisnefnd mat hann „mjög vel hæfan“. Hann átti langan náms- og starfsferil að baki á sviði peninga- og gengismála og hafði meðal annars starfað hjá Alþjóðagreiðslu- bankanum í Sviss. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, hefur gagnrýnt Seðlabankann og Má fyrir að hafa kannað efna- hagsleg áhrif skuldaniðurfellinga óumbeðinn og virðist ekki sérlega spenntur fyrir því að Már gegni embættinu áfram. Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn gagnrýndu stefnu Seðlabankans harðlega á síðasta kjörtímabili. Þá bakaði Már sér talsverðar óvin- sældir meðal valdamikilla aðila í viðskiptalífinu með rannsókninni á meintum gjaldeyrislagabrotum Samherja. Morgunblaðið, sem er að hluta til í eigu dótturfélaga Samherja, hefur ítrekað fjallað um launa- mál Más, sérstaklega undanfarna mánuði eftir að fram kom að bank- inn hefði greitt málskostnað hans í máli á hendur bankanum árið 2010. Ríkisendurskoðun kannaði málið og komst að þeirri niður- stöðu að ekki hefði verið heimild fyrir ákvörðun formanns banka- ráðs um að greiða málskostnaðinn. Hins vegar benti ekkert til þess að Már hefði sjálfur átt þátt í að það var gert. Margir efuðust um að Már myndi sækjast eftir því að gegna áfram hlutverki seðlabankastjóra, en hann tilkynnti í viðtali hinn 15. júní að hann hygðist sækja aftur um stöðuna. „Ef allt er skoðað er það niðurstaða mín að ég ætla að sækja um,“ sagði hann þá í viðtali á Stöð 2. Umdeildur Már Ekki vinsæll meðal stjórnarliða Keyptar auglýs- ingar á Facebook Lilja á dyggan stuðningsmannahóp Lilja Mósesdóttir, stofnandi Sam- stöðu, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna og háskólaprófessor, virð- ist eiga sér dyggan aðdáendahóp á Facebook. Þar hefur verið stofnuð sérstök stuðningssíða undir yfir- skriftinni „Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra“. „Þeir sem læka þessa síðu eru á þeirri skoðun að Lilja Mósesdóttir sé hæfasti umsækjandinn um stöðu seðlabankastjóra sem verður skip- að í 20. ágúst n.k,“ segir í lýsingu á síðunni. Athygli vekur að umsjónarmenn síðunnar hafa greitt fyrir auglýsingar svo boðskapurinn berist sem flest- um Facebook-notendum. Um 1.500 manns hafa líkað við síðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.