Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2014, Page 17
Helgarblað 18.–21. júlí 2014 Fréttir 17 Már, Friðrik og ragnar líklegastir n Hver verður næsti seðlabankastjóri? n Lögreglustjóri og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks meta fyrir Bjarna Benediktsson n Hæfnisnefndin er formsatriði M ár Guðmundsson hefur gegnt starfi seðla- bankastjóra frá árinu 2009 og var ráðinn eftir að hæfnisnefnd mat hann „mjög vel hæfan“. Hann átti langan náms- og starfsferil að baki á sviði peninga- og gengismála og hafði meðal annars starfað hjá Alþjóðagreiðslu- bankanum í Sviss. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, hefur gagnrýnt Seðlabankann og Má fyrir að hafa kannað efna- hagsleg áhrif skuldaniðurfellinga óumbeðinn og virðist ekki sérlega spenntur fyrir því að Már gegni embættinu áfram. Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn gagnrýndu stefnu Seðlabankans harðlega á síðasta kjörtímabili. Þá bakaði Már sér talsverðar óvin- sældir meðal valdamikilla aðila í viðskiptalífinu með rannsókninni á meintum gjaldeyrislagabrotum Samherja. Morgunblaðið, sem er að hluta til í eigu dótturfélaga Samherja, hefur ítrekað fjallað um launa- mál Más, sérstaklega undanfarna mánuði eftir að fram kom að bank- inn hefði greitt málskostnað hans í máli á hendur bankanum árið 2010. Ríkisendurskoðun kannaði málið og komst að þeirri niður- stöðu að ekki hefði verið heimild fyrir ákvörðun formanns banka- ráðs um að greiða málskostnaðinn. Hins vegar benti ekkert til þess að Már hefði sjálfur átt þátt í að það var gert. Margir efuðust um að Már myndi sækjast eftir því að gegna áfram hlutverki seðlabankastjóra, en hann tilkynnti í viðtali hinn 15. júní að hann hygðist sækja aftur um stöðuna. „Ef allt er skoðað er það niðurstaða mín að ég ætla að sækja um,“ sagði hann þá í viðtali á Stöð 2. Umdeildur Már Ekki vinsæll meðal stjórnarliða Keyptar auglýs- ingar á Facebook Lilja á dyggan stuðningsmannahóp Lilja Mósesdóttir, stofnandi Sam- stöðu, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna og háskólaprófessor, virð- ist eiga sér dyggan aðdáendahóp á Facebook. Þar hefur verið stofnuð sérstök stuðningssíða undir yfir- skriftinni „Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra“. „Þeir sem læka þessa síðu eru á þeirri skoðun að Lilja Mósesdóttir sé hæfasti umsækjandinn um stöðu seðlabankastjóra sem verður skip- að í 20. ágúst n.k,“ segir í lýsingu á síðunni. Athygli vekur að umsjónarmenn síðunnar hafa greitt fyrir auglýsingar svo boðskapurinn berist sem flest- um Facebook-notendum. Um 1.500 manns hafa líkað við síðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.