Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 26.–28. júlí 201414 Fréttir HVAÐ GETUR ÍSLAND GERT? S veinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður sam- takanna Ísland-Palestína, er opinn fyrir hugmyndum um að Ísland slíti stjórnmála- sambandinu við Ísrael. Hann telur það vera eitt þeirra úrræða sem hljóti að koma til greina til að þrýsta á um frið, frelsi og réttlæti fyrir botni Miðjarðarhafs. „Þegar ríki hagar sér eins og Ísraelsríki gerir, beitir einum öflug- asta her heims gegn varnarlausu fólki í Palestínu, fremur fjöldamorð á degi hverjum, stríðsglæpi sem eru til rannsóknar hjá Sameinuðu þjóðunum, sýnir engan lit á að virða alþjóðalög, mannréttindasátt- mála né ályktanir Sameinuð þjóð- anna, lýsir því yfir í upphafi þessar- ar herferðar, að ekki verði hlustað á neinar mótbárur úti í heimi við stríðsrekstri þeirra, hagar sér eins og og Ísrael sé hafið yfir alþjóðalög; já, þá hljóta þjóðir heims að skoða allar leiðir til að stöðva þjóðarmorð, þar á meðal slit á stjórnmálasambandi,“ segir Sveinn í samtali við DV. Þúsundir undirskrifta Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður hleypti af stað undirskriftasöfnun um síðustu helgi til að þrýsta á ís- lensk stjórnvöld að slíta stjórnmála- sambandinu við Ísrael og hafa hátt í sjö þúsund undirskriftir safnast. Á meðal þeirra sem tekið hafa und- ir hugmyndirnar eru þingkonurnar Katrín Júlíusdóttir og Birgitta Jóns- dóttir sem telja hefðbundnari úr- ræði fullreynd. Þá gaf Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, slíkum hugmyndum undir fótinn í pistli sem birtist í DV á þriðjudag. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, er hins vegar á öndverð- um meiði. „Ég tel ekki rétt að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Það myndi loka á þær takmörkuðu leiðir sem við höfum til að þrýsta á Ísraelsstjórn og gera hjálparstarf og sjálfboðastarf erfiðara,“ segir hún og bætir því við að hún telji brýnt að eiga samskipti við allar þjóð- ir, enda skapi þau möguleika til úr- lausna. Viðskiptaþvinganir og um- fangsmiklar sniðgönguherferðir séu ákjósanlegri aðferð fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum. Slit sem tímabundin aðgerð Sveinn Rúnar segist ekki telja það vera veigamikil rök gegn slitum á stjórnmálasambandi að þá verði ekki hægt að skrifa bréf eða koma mikilvægum orðsendingum til ráðamanna í Ísrael. „Stjórnmálaslit eru stjórnmálaleg og diplómatísk aðgerð sem er í eðli sínu tímabund- in. Slíkri ákvörðun má snúa við um leið og breyting verður á stefnu Ísraels gagnvart nágrönnum sínum og stjórnvöld þar sýna lit á að virða alþjóðalög,“ segir hann. Þau Silja Bára eru sammála um að beita þurfi viðskiptaþvingun- um og að sniðganga Ísraelsríki líkt og gert var á tímum aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku. „Það eru nokkur dæmi um það frá 2009 að sterk fyrirtæki hafi lokað á ísraelska birgja þar sem þeir vildu ekki missa viðskipti heima hjá sér. Það dugar ekki að sniðganga kryddvörur og ávexti, það eru fyrirtæki sem þurfa að sniðganga fyrirtæki,“ segir Silja og bendir á að Ísland, rétt eins og önnur ríki, geti sett viðskiptabann á Ísrael. „Við höfum dæmi frá Suður- Afríku, þar sem þetta skilaði árangri og þetta er það sem getur haft áhrif til lengdar.“ Víðtækari aðgerðir Sveinn tekur undir þetta og minnir á að hreyfingunni BDS, sem vinnur að vopnasölubanni og „sniðgöngu“, hefur vaxið fiskur um hrygg úti um allan heim, ekki síst í Bandaríkjun- um þar sem háskólasjóðir og stórar kirkjudeildir hafa spornað gegn fjár- festingum í fyrirtækjum sem tengj- ast hernáminu. „Þegar hernaðarstórveldi fer fram eins og Ísrael gerir gagnvart varnarlausum nágrönnum, dag eft- ir dag og ár eftir ár, með ólöglegu hernámi og miskunnarlausum fjöldamorðum á óbreyttum borg- urum og skellir skollaeyrum við til- mælum alþjóðasamfélagsins, þá hljóta sniðganga og stjórnmála- slit að koma til álita þar til breyting verður á þessu framferði,“ seg- ir Sveinn. „Sameinuðu þjóðirnar þurfa líka að senda sveitir sínar á vettvang og veita palestínsku þjóð- inni alþjóðleg vernd.“ n n Skiptar skoðanir um slit á stjórnmálasambandi við Ísrael n Þúsundum undirskrifta safnað Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Óöld Fjöldamorðunum ætlar ekki að linna á Gaza-svæðinu, en skiptar skoðanir eru um það hvað Íslendingar geti gert til að leggja sitt af mörkum. MYND REUTERS Mótfallin slitum Silja Bára Ómarsdóttir er aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og telur slit á stjórnmálasambandi ekki farsæla leið. MYND SIGTRYGGUR ARI Opinn fyrir slitum Sveinn Rúnar Hauksson er formaður samtakanna Ísland- Palestína. MYND SIGURÐUR GUNNARSSON Mótfallnir slitum „Fráleitt af Íslandi að gera það eitt og sér“ Á síðasta kjörtímabili kom það til skoðunar að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael en úr því varð ekki. Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráð- herra, greindi frá því á Alþingi þann 20. nóvember árið 2012 að hann hefði rætt við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og fjölmarga utanríkisráðherra, bæði í Mið-Austurlöndum og Evrópu. „Enginn þessara taldi rétt að Ísland sliti stjórn- málasambandi við Ísrael,“ sagði Össur en bætti því við að þetta útilokaði ekki að við vissar aðstæður þyrftu menn að endurmeta stjórnmálasamband við ríkið. „En ég tel að það væri fráleitt af Íslandi að gera það eitt og sér. Það verður að gera það með einhverjum hætti í sam- vinnu og samfylgd annarra ríkja.“ Gunnar Bragi Sveinsson, arftaki Össurar, er á sama máli og telur tilgangslaust að slíta stjórnmálasam- bandinu. „Ég held að það séu röng skilaboð að einangra ákveðið ríki og taka ekki samtalið við það um þær aðferðir og aðgerðir sem þeir grípa til,“ sagði hann í samtali við fréttastofu RÚV í vikunni. Daginn eftir sendi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, harðort bréf þar sem hvatt var til þess að Ísraelsher legði niður vopnin. Illugi Jökulsson safnaði um 6.600 undir- skriftum fyrir því að Ísland slíti stjórnmála- sambandi við Ísrael. Aðspurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið, til dæmis frá Silju Báru, segist hann vera innilega ósammála henni. „Hún talar um að loka ekki á þær takmörk- uðu leiðir sem við höfum til að þrýsta á Ísraelsstjórn. Mér þætti fróðlegt að sjá þær leiðir. Sannleikurinn er auðvitað sá að við höfum ekki, frekar en aðrir, haft nokkra minnstu möguleika til að „þrýsta á Ísraelsstjórn“ að undanförnu, og það mun ekki breytast. Ísraelsstjórn er einfaldlega orðin svo forhert að diplómatískar leiðir duga ekki lengur af okkar hálfu,“ segir Illugi. Hann segir að fyrst Ísraelar hlýði ekki einu sinni Bandaríkjunum þegar þau hvetja til friðar á svæðinu, muni kurteislegar leiðir af hálfu Íslands heldur ekki koma að gagni. Illugi kveðst ekki vita hvort slit á stjórn- málasamstarfi kynnu að gera hjálparstarf og sjálfboðaliðastarf á Gaza erfiðara, eins og Silja Bára og fleiri hafa haldið fram. „Ef sú yrði raunin þá leysum við það vandamál þegar að því kemur. Í versta falli leggjum við bara þá peninga sem við viljum veita til hjálparstarfs inn hjá alþjóðastofn- unum og felum þeim að koma þeim í gagnið. Og ég er ekki í vafa um að það hug- rakka og dugmikla fólk sem unnið hefur sjálfboðaliðastörf í þágu Palestínumanna mun finna sér leiðir til að koma að gagni,“ segir hann. Illugi telur að senda þurfi skýr skilaboð um að Ísland kæri sig ekki um vinatengsl við ríki sem hegðar sér eins og Ísrael hefur gert gagnvart Palestínu um árabil. „Þótt við gerum okkur ekki grein fyrir því, þá segja mér fróðir menn um ísraelskt samfélag að þar í landi muni að minnsta kosti eldri kynslóðin vel eftir því hlutverki sem Ísland gegndi við stofnun Ísraels 1948. Það mun því verða eftir því tekið í Ísrael ef Íslendingar slíta stjórn- málasambandi, eða gera sig að minnsta kosti líklega til þess. Ég er sannfærður um að það séu gagnlegustu skilaboðin sem við sent frá okkur í þessu hörmulega máli.“ Viðurkenndu ekki Palestínu Einhugur innan stjórnar um yfirlýsingar og styrk Alþingi Íslendinga samþykkti þann 29. nóvember að Ísland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Tillagan hlaut stuðning allra þingflokka nema Sjálfstæðisflokksins, en Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem greiddu henni atkvæði sitt. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og núverandi formaður utanríkismálanefndar, segist ekki hafa skipt um skoðun hvað þetta varðar. „Það var sjónarmið okkar að það væri réttara að eiga samstöðu með öðrum Norðurlöndum og nágrannaþjóðum í þessum efnum,“ segir hann í samtali við DV og bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki lagst gegn því að ályktunin færi í gegn, hvorki á þinginu né innan utan- ríkismálanefndar. „Hins vegar töldum við réttast að Ísland færi í sama takti og nágrannalöndin hvað þetta varðar.“ Aðspurður hvort sjálfstæðismenn styðji eindregið þau sjónarmið sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson viðraði í bréfi sínu til forsætisráðherra Ísraels, sem og styrkveitingu utanríkisráðuneytisins til Gaza-svæðisins segir Birgir: „Það hefur ekki verið ágreiningur um þetta innan ríkisstjórnar svo ég viti til. Þetta eru yfir- lýsingar og aðgerðir ríkisstjórnar Íslands.“ Safnaði þúsundum undirskrifta Illugi telur sambandsslit tímabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.