Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 26.–28. júlí 20148 Fréttir „Ég ætla að standa þetta af mér“ n Sigrún Lilja Guðjónsdóttir segir MP gagngert hafa reynt að fella hana S igrún Lilja Guðjónsdóttir stofnaði fyrirtækið Gyðja Collection árið 2007. Fyrir­ tækið hannar og lætur fram­ leiða fyrir sig ilmvötn, fylgi­ hluti og tískuvörur. Sigrún segir að hún hafi frá byrjun lagt allt í að byggja fyrirtækið upp. „Ég hef gert það af heil­ um hug, með endalausri vinnu. Ég hef ekki haft fjársterka aðila á bak við mig, þannig að ég hef þurft að byggja þetta upp, skref fyrir skref,“ segir Sigrún. Uppbygging fyrirtækisins hefur þó ekki verið leikur einn og hefur Sig­ rún Lilja lent í áföllum með rekstur­ inn. Eitt félag hennar, Meyja ehf., varð gjaldþrota í kjölfar þess að stór sending kom seint og gölluð frá fram­ leiðanda í Tyrklandi í lok árs 2012. Í kjölfarið lenti hún upp á kant við MP banka, sem var einn af tveimur viðskiptabönkum fyrirtækisins. Einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Forsaga málsins er sú að fyrirtækið lætur framleiða tvær fylgihlutalínur, annars vegar sérhannaða línu fyrir stóran viðskiptavin og hins vegar línu fyrir Gyðju. „Þarna vorum við búin að selja þetta allt saman fyrirfram og fá hluta af framleiðslunni fjármagnaðan meðal annars í kröfufjármögnun hjá MP banka,“ segir Sigrún og bætir við að fyrirtækið hafi verið með megin­ hluta veltu og fjármögnunar fyrirtæk­ isins hjá Íslandsbanka. Hún segir að MP banki hafi vitað af því að fyrirtækið væri með annan viðskiptabanka sem megnið af velt­ unni færi áfram í gegnum strax frá byrjun og að hún hafi komið því skýrt til skila til starfsmanna þegar hún hóf viðskipti við MP banka. Framleiðandi ekki í stakk búinn fyrir pöntunina Sérframleidd lína fyrir stóran viðskiptavin átti að koma í ágúst og sér Gyðju­lína í september og segir Sigrún að þetta hafi átt að vera jóla­ sala fyrirtækisins. „Við vorum með alla samninga á hreinu við þennan framleiðanda í Tyrklandi en þegar fór að líða á fórum við að sjá að hann væri ekki í stakk búinn til að standa við þessa samninga. Og til að gera langa sögu stutta, eftir mikla baráttu, þar sem við fengum meðal annars ræðismann Íslands í Tyrklandi til að aðstoða okkur, kom í ljós að vörulínan sem átti að vera tilbúin í ágúst, kom í lok nóvember. Pöntunin kom ekki öll, það vantaði töluvert í hana og talsvert af því sem kom var gallað. Það var kannski í mesta lagi helmingur fram­ leiðslunnar söluhæfur. Jólasalan var að bresta á og vörurnar vantaði. Þetta voru sölur upp á samtals um fimmt­ án milljónir. Fyrir okkar litla fyrirtæki var þetta mikið högg eins og gefur að skilja,“ segir Sigrún Lilja. Sigrún segir að í kjölfarið hafi hún hafist handa við aðgerðir til þess að minnka skaðann. Hún fækkaði starfs­ fólki og minnkaði kostnað. Hún segir einnig að hún hafi farið til sinna við­ skiptabanka og rætt við þá um að fá svigrúm á meðan hún væri að vinna fyrirtækið upp úr áfallinu sem það varð fyrir. Þar segir Sigrún að hún hafi fengið mikinn skilning frá öðrum viðskiptabanka Gyðju, Íslandsbanka. „Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að aðstoða okkur til dæmis með því að fresta gjalddögum og lengja í lánum á meðan við værum að vinna okkur upp úr þessu. En viðmótið var töluvert öðruvísi hjá MP banka og þar mætti ég gríðarlegu mótlæti,“ segir Sigrún. Settir afarkostir Á þessum fundi sat útibússtjóri sem Sigrún hafði ekki hitt áður og aðstoðarútibússtjóri sem hún hafði átt samskipti við frá byrjun. „Þetta var manneskjan sem ég sat með þegar ég skrifaði undir samningana þegar við byrjuðum þarna í viðskiptum og var viðstödd þegar ég sagði þeim að ég væri í viðskiptum við þessa tvo banka eins og lá í augum uppi í öllum árs­ reikningum og gögnum sem þeir fengu afhent í upphafi,“ segir Sigrún. Á fundinum var henni bent á klausu í samningnum, sem hún hafði skrifað undir þegar viðskiptin hófust, sem í segir að öll viðskipti skuli fara fram í gegnum MP banka. Sigrún segir að á fundinum hafi henni ver­ ið sagt að hún gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir brot á þessum samningi með því að hafa verið með viðskipt­ in í tveimur bönkum, sem hafði ver­ ið uppi á borðinu strax frá byrjun, og voru henni settir afarkostir sem voru á þá leið að annaðhvort kæmi hún með öll viðskiptin til MP banka og greiddi jafnframt upp öll lánin eða þá að öll lán fyrirtækisins hjá bankanum yrðu gjaldfelld og að bankinn myndi taka yfir lagerinn, sem var veðsettur á móti útlánunum, gera félagið gjald­ þrota og kæra Sigrúnu persónulega. Þeir hafi hins vegar ekki verið tilbúnir til að taka við lánum Íslandsbanka og því var staðan sem fyrirtækið var sett í í raun óyfirstíganleg, segir Sigrún. Sigrúnu var sagt að það væri ekk­ ert í boði annað en að koma yfir til MP banka því annars myndu þeir framfylgja hótunum en engu að síð­ ur myndu þeir ekki taka við lánum fyrirtækisins hjá Íslandsbanka. „Þeir gerðu þetta því algjörlega ógerlegt fyrir okkur, þrátt fyrir að ef við hefðum viljað láta undan til að reyna að sleppa við gjaldþrot og kærur og fara yfir til þeirra með öll okkar viðskipti, þá hefðum við ekki getað það þar sem okkar stærri rekstrarlán voru í öðrum banka og þeir neituðu að taka við þeim,“ Segir Sigrún. Vildi ekki semja Svo fór að bankinn tók lager Gyðju upp í skuldina sem hann svo seldi á uppboði. Sigrún útskýrir að það hafi bara verið tvennt í stöðunni. Að semja um uppgreiðslu lána, sem var reynt til hins ýtrasta, eða að þeir fengju lager­ inn upp í skuldina. Sigrún segir að það sé í raun ótrúlegt að þeir virðist ekki hafa viljað fá skuldina greidda, „því þeir neituðu alltaf að semja og gera uppgreiðsluáætlun, sama hve mikið var reynt. Sé verðmatið á lagernum hóflega reiknað eftir einhliða talningu MP banka er hann rúmlega tíu millj­ óna króna virði,“ segir Sigrún, en það er reiknað virði lagersins miðað við stað­ fest verð frá söluaðilum. „Það gefur því auga leið að lagerinn hefði því dug­ að vel fyrir þeim eftirstöðvum af útlán­ um sem voru útistandandi hjá bank­ anum, sem voru í heild rúmar sex milljónir á þessum tíma.“ Lagerinn seldur á bílauppboðssíðu MP banki seldi lagerinn hins vegar á uppboðssíðunni bilauppbod.is fyrir rétt rúma hálfa milljón. „Ég mun aldrei geta skilið hvers vegna þeir ákveða að selja lager sem er 10 milljóna króna virði á hálfa milljón og segja svo bara takk nú viljum við að þú borgir okkur restina sem upp á vantar. Hvern­ ig getur svona viðgengist? Ég hafði ekkert um þetta að segja, þeir hefðu auðveldlega getað selt lagerinn fyrir rúmar 10 milljónir en þess í stað kusu þeir að selja hann á slikk á uppboðsvef sem sérhæfir sig í bílauppboðum eins og nafnið gefur til kynna,“ segir Sigrún. „Ekkert regluverk á Íslandi virðist hjálpa mér“ Sigrún segir að eftir þetta hafi hún verið staðráðin í því að halda áfram. „Harkan hjá MP banka var svo mik­ il að þeir lögðu kröfu um gjaldþrota­ skipti vegna félagsins fram áður en þeir seldu lagerinn. Á þessum tíma var MP banki búinn að gjaldfella öll lán félagsins og gera kröfu um að allir fjármunir sem í félagið færu myndu renna beint upp í skuld.“ Sigrún seg­ ist því ekki hafa getað pantað vörur að utan í gegnum félagið heldur þurfti að gera það í gegnum annað félag í henn­ ar eigu, Gyðju Collection ehf. Sigrún segir að fyrir henni virtist eins og þeirra markmið hafi allt í einu verið að reyna að fella hana og fyrir­ tækið. „Ástæðuna veit ég ekki, en öll­ um sem koma að þessu máli finnst það gruggugt hversu hart var gengið að mér. Ekkert regluverk á Íslandi virt­ ist hjálpa mér. Þegar skiptastjóri var skipaður yfir félaginu þá var hann til dæmis á lögmannsstofu sem sér um innheimtu fyrir MP banka. Þetta virkar auðvitað á báða bóga. Lögmannsstof­ an sem vann fyrir MP banka gegn mér hefur einnig tekið að sér skiptastjórn yfir félögum sem MP banki hefur verið með í viðskiptum og hafa farið í þrot. MP banki og lögmenn á þeirra vegum virðast því oft vera báðum megin við borðið,“ segir Sigrún. Sigrún telur að lítil og meðalstór fyrirtæki fái ekki nægan stuðning í núverandi kerfi. „Það þarf að beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt, að þetta sé hægt og þar verð­ ur Alþingi að grípa inn í, það er nánast vonlaust fyrir fyrirtæki að vinna undir þessu regluverki hér á landi.“ Vill breyta fjármálaumhverfinu fyrir minni fyrirtæki „Ég ætla að standa þetta af mér,“ segir Sigrún. „Og ég er að gera það og held ótrauð áfram með Gyðju, sem er hugarfóstur mitt. Þótt ég viðurkenni að það hafi verði erfitt að fá þessa árás á mig ætla ég að nýta mér þessa erfiðu reynslu. Og ég veit að ég er algjörlega með hreina samvisku. Það eina sem ég hefði ekki átt að gera er að fara í við­ skipti við MP banka,“ segir Sigrún. Sigrún segir þó að þessi reynsla hafi kennt henni mikið og hefur hún ákveðið að reyna að nýta sér hana til að hjálpa öðrum fyrirtækjum og láta gott af sér leiða, „frekar en að láta það buga mig. Því þannig getur þessi reynsla vonandi orðið til þess að eitt­ hvað lagist svo að fyrirtæki og stjórn­ endur þeirra þurfi ekki að eiga von á svona meðferð í framtíðinni. Því það er mjög sorglegt að svona sé látið við­ gangast,“ segir Sigrún, en hún hefur hafið undirbúning á verkefni sem snýr að því í grófum dráttum að byggja upp og breyta í raun fjármálaumhverfinu fyrir fyrirtækin í landinu og veita þeim raunverulega aðstoð og fjármagn við uppbyggingu og reksturinn. „Það eru því spennandi tímar framundan,“ seg­ ir Sigrún að lokum. Blaðamaður reyndi ítrekað, í marga daga, að ná sambandi við lögmann MP banka, sem sá meðal annars um sölu á lager Gyðju, en hann svaraði hvorki símaskilaboðum né tölvupósti. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Öllum sem koma að þessu máli finnst það gruggugt hversu hart var gengið að mér Sigrún Lilja Guðjónsdóttir Sigrún lenti upp á kant við einn viðskiptabanka sinn eftir að hafa lent í greiðsluerfiðleikum. MYND HORDUR SVEINSSON MP banki Lögmaður MP banka svaraði engum skilaboðum blaðamanns, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið leitað eftir svörum eða viðbrögðum frá honum vegna málsins. Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.