Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 26.–28. júlí 201434 Menning Endurvekur simbabveskar tónlistarhefðir Hljóðfærið mbira ekki heltekið illum öndum S érstaða tónlistarinnar sem ég spila liggur í hljóðfærunum sem ég nota. Meðal þeirra er hljóðfærið mbira,“ segir Hope Masike, tónlistarmaður frá Harare í Simbabve. Hún er á tónleikaferða­ lagi um Evrópu og heldur tónleika á Íslandi á laugardag. Mbira er afrískt hljóðfæri sem er sérstaklega tengt við land og þjóð Simbabve. „Ég byrjaði að spila á það árið 2007 og síðan þá hefur tónlist mín orðið fyrir miklum áhrifum frá hefðbundinni tónlist frá Sim babve. Ég lærði einnig djass þegar ég var í tónlistarnámi í Simbabve College of Music þannig að tónlist mín er sambland af tónlist frá Simbabve og djassi,“ segir hún í samtali við DV, en þegar blaðamaður náði á Hope var hún stödd í Austurríki þar sem hún var með tónleika. Tónlist hennar hefur fengið góðar viðtökur víða um Evrópu. „Þegar ég byrjaði að spila á mbira voru mjög fáir að gera það heima í Simbabve. Fólki var í nöp við hljóð­ færið vegna þess að þegar Simbabve var nýlenda Breta var mbira tengt við illa anda. Á nýlendutímabilinu hætti fólk að spila á hljóðfærið og ýmsar hefðir landsins lögðust í dvala. Jafn­ vel mörgum árum eftir nýlendu­ tímanum lauk var mörgum enn illa við hljóðfærið,“ segir Hope en þessu vildi hún breyta og gera sim­ babveskar tónlistarhefðir vinsælar á ný. „Þegar ég byrjaði að spila á hljóð­ færið fórum við í herferð til þess að kynna hljóðfærið fyrir ungu fólki og fá fólk til tengja hljóðfærið listrænni tjáningu. Nú sjö árum seinna eru margir byrjaðir að spila á hljóðfærið aftur heima.“ Tónleikar Hope Masike verða í Stúdentakjallaranum laugardaginn 26. júlí og hefjast þeir kl. 21.00. n salka@dv.is Sérstök tónlist Samblanda Hope Masike af djassi og afríska hljóðfærinu mbira hefur notið vinsælda. Föðurleit í Frakklandi n Ari Frank ætlar að finna föður sinn n Gerir heimildarmynd um leitina A ri Frank Inguson er 24 ára en hefur aldrei hitt föður sinn. Það eina sem hann veit er að hann heitir Eric Hobé og bjó einhvern tíma í frönsku borgunum Brest og París. Í mörg ár hefur Ari reynt að hafa uppi á honum í gegnum netið og með hjálp franskra félaga, en án árangurs. Þrátt fyrir ítrekaðar mis­ heppnaðar tilraunir hyggst hann ekki gefast upp, heldur þvert á móti; næsta sumar ætlar hann að hætta öllu hálfkáki og fljúga til Frakklands til að finna föður sinn hvað sem það kostar. Með honum í för verða heimspekingurinn Fylkir Birgis­ son og myndlistarneminn Berg­ lind Erna Tryggvadóttir. Þau ætla að leggja Ara lið og festa ferðalagið á filmu svo úr verði heimildamynd um föðurleitina. Óvæntur ferðafélagi Ari og félagar hyggjast hefja leitina í París, þar sem móðir hans og Eric kynntust. „Mamma var á ferðalagi um Evrópu og var í Frakklandi í ein­ hvern tíma. Þar kynntist hún þess­ um manni, en það slitnaði fljót­ lega upp úr því sambandi og hún hélt ferðalaginu áfram,“ segir Ari en móðir hans var komin alla leið til Svíþjóðar þegar hún áttaði sig á því að hún var ekki lengur kona ein­ sömul. Hún hafði í kjölfarið sam­ band við Eric sem vildi þá ekkert við málið kannast. „Hans viðbrögð voru neikvæð. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann tryði ekki að hann ætti barnið; að þetta yrði sennilega ljós­ hært barn með blá augu.“ Nokkrum mánuðum síðar fæddist svarthærður strákur og dökkur yfirlitum, sem síðar varð lif­ andi eftirmynd föður síns. Kylfa ræður kasti Ari segist aðspurður ekki hafa margar vísbendingar um hvar Eric sé niðurkominn þessa stundina. En hvernig ætlar Ari að finna mann í tæplega 70 milljóna manna landi sem vill ekki láta finna sig? „Móðir mín er náttúr lega minn helsti heim­ ildarmaður. Hún er með heimilis­ fang mannsins, á þeim tíma þegar þau voru að hittast í París.“ Þessi íbúð verður einmitt fyrsti viðkomustaður leitarhópsins, en í henni var Ari getinn. „Þar get ég hugsanlega fengið skrá yfir fyrrver­ andi leigjendur. Það væri náttúrlega gullið að fá kennitöluna hans þar, því það myndi auðvelda mér verk­ ið töluvert. Ég er líka með nafnið á þessum vini hans sem hann bjó með. Síðan er ég með einhverjar addressur í Brest, þaðan sem pabbi minn er.“ Að öðru leyti ætlar Ari að láta skeika að sköpuðu. „Ég hef í raun ekki hugmynd um hvert þetta ferðalag leiðir mig. Kannski enda ég bara í einskis manns landi – eða á Gaza­svæðinu. Kannski tek­ ur þetta bara tvær vikur en kannski enda ég á því að fara í reisu um heiminn, maður þarf bara að spila þetta eftir eyranu,“ segir Ari. En hvað ætlar hann að gera þegar og ef hann hittir föður sinn loksins? „Ég veit það ekki. Ég myndi alla vegar byrja á því að kveikja á myndavél­ inni og ná augnablikinu.“ Indí Þremenningarnir eru þessa stund­ ina á fullu að reyna að fjármagna verkefnið og Ari er vongóður um að það takist. Hann hvetur áhuga­ sama fjárfesta og styrktaraðila til að hafa samband við sig, en hann er í símaskránni. „Það væri nátt­ úrlega yndislegt að fá fyrir farinu fram og til baka og uppihaldi úti. Annars verður þetta ekkert sér­ staklega dýrt verkefni, við ætlum bara að nota ódýra myndbands­ upptökuvél og gera þetta allt sjálf; útkoman verður vonandi krútt leg indí­mynd.“ n Baldur Eiríksson baldure@dv.is Hyggjast koma með sumarið Beebee and the Bluebirds ætlar að færa landsmönnum sumar­ ið á næstunni. Það hyggst hún gera með lagi sínu Red Forest sem fjallar um batnandi veð­ ur á suðvestur horni landsins. Hljómsveitina leiðir söngkonan og rafmagns gítarleikarann Bryn­ hildur Oddsdóttir. Lagið er að sögn forsvarsmanna hljómsveit­ arinnar djassaður sumarslagari sem fær unga sem aldna til að dilla sér í takt. Lagið verður frumflutt í Virk­ um morgnum á mánudags­ morgun. Í kjölfar þess verða tón­ leikar með hljómsveitinni á Húrra miðvikudaginn 30. júlí og á Akur­ eyri um verslunarmannahelgina. Til liðs við Morðingjana Morðingjarnir hafa formlega bætt við sig fjórða meðlimnum, Baldri Ragnarssyni úr Skálmöld. Hann hefur áður spilað sem gestur með hljómsveitinni við mikið lof tón­ leikagesta. „Enda eru tveir gítarar augljóslega betri en einn, og meiri bakraddir betri en minni,“ segir í Facebook­tilkynningu. „Einnig færir þetta sveitinni aukinn kynþokka, en eins og margir vita á Baldur það til að spila afar fáklæddur. Ekki það að við lítum á hann sem „sex object“ eingöngu, en samt næstum því,“ segir hljómsveitin á Facebook­síð­ unni í gamansemi. Frí tónlist þarf ekki að vera ólögleg Ólafur Arnalds, tónlistarmaður og BAFTA­verðlaunahafi, athugar reglulega hvernig fólk flettir hon­ um upp í leitarvélinni Google með aðstoð „Google alerts.“ Hann segir að 90 prósent uppflettinga á nafni hans snúist um það hvern­ ig megi niðurhala mp3­útgáfu af tónlist hans ólöglega. „Ég ætla ekki að kæra neinn, en fólk … helm­ ing tónlistar minnar er hægt að finna ókeypis og löglega nú þegar,“ sendir hann sem ákall til aðdáenda sinna á Facebook. Hann hvetur fólk til að nálgast tónlistin hans frá útgefendum sem er að finna gjald­ frjálst netinu, í stað þess að sækja hana til þriðja aðila sem hyggjast hagnast á auglýsingatekjum. M Y N D H Ö R Ð U R S V EI N SS O N Eftirlýstur Þetta er eina myndin sem Ari á af Eric Hobé, pabba sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.