Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 26.–28. júlí 20146 Fréttir Opnunartímar : 1. maí – 30. sept. alla daga kl. 11 - 18 eða eftir samkomulagi Enginn sætir ábyrgð vegna handtökunnar n Rannsókn ríkissaksóknara á fjöldahandtöku hælisleitenda var felld niður R annsókn ríkissaksóknara á fjöldahandtöku hæl- isleitenda í Auðbrekku síð- astliðið haust hefur ver- ið felld niður. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar Frið- jónsdóttur ríkissaksóknara við fyr- irspurn DV. Málið var fellt niður á grundvelli 145. greinar laga um meðferð sakamála sem kveður á um að ef gögn máls séu ekki nægi- leg eða líkleg til sakfellis sé málið látið niður falla án ákæru. DV bað um rökstuðning fyrir niðurfellingu málsins en í svari ríkissaksóknara við þeirri beiðni segir að tilkynning um niðurfellingu sakamáls ásamt rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun, sé einungis afhent kæranda og kærðu. Fundu ekkert þýfi Aðgerð lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu og sérsveitar ríkis- lögreglustjóra á heimili hælisleit- enda í Auðbrekku í Kópavogi þann 26. september síðastliðið haust, var mjög umfangsmikil en tugir lög- reglumanna tóku þátt í henni, og notuðust þeir meðal annars við fíkniefnahunda. Þá voru dyr að her- bergjum hússins brotnar upp að næturlagi, menn handteknir á nær- fötunum, og færðir þannig í ein- angrun. Eins og DV greindi frá á sínum tíma fengu þeir ekki að tala við lögmenn sína þrátt fyrir ítrekað- ar beiðnir þess efnis. Þá fengu þeir ekki að njóta aðstoðar túlks. Enginn mannanna var ákærður fyrir nokk- uð saknæmt. DV hefur áður fjallað um skýrsl- ur lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu er varða mál nokkurra þeirra manna sem handteknir voru í aðgerðinni. Samkvæmt skýrslun- um fæst ekki séð að nokkuð sak- næmt hafi fundist í sameiginleg- um rýmum í húsnæðinu. Þá kemur meðal annars fram að ein af ástæð- um aðgerðanna hafi verið: „eft- irlit með útlendingum.“ Í tilkynn- ingu sem lögreglan sendi frá sér í kjölfarið var því haldið fram að lagt hefði verið hald á þýfi. Í svari Frið- riks Smára Björgvinssonar, yfirlög- regluþjóns hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, við fyrirspurn DV kom hins vegar fram að ekkert þýfi hefði fundist á vettvangi. Í lög- regluskýrslunum kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á síma, ljós- myndir og fartölvur en þessir munir reyndust vera í eigu mannanna og því ekki um þýfi að ræða. Látinn liggja á gólfinu Helga Vala Helgadóttir er lögmað- ur þriggja manna sem handteknir voru í aðgerðinni. Hún lagði fram kærur fyrir hönd þeirra á hend- ur starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kærurn- ar byggðu á því að lögreglan hefði með athæfi sínu brotið gegn stjórn- arskránni, mannréttindasáttmála Evrópu, lögreglulög og sakamála- lög. DV fjallaði um kæru eins mannanna í janúar 2010. Í lýs- ingu á málsatvikum kemur fram að maðurinn hafi verið í fastasvefni þegar fulltrúar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu og sérsveitarlið- ar ríkislögreglustjóra ruddust inn í herbergi hans í skjóli nætur: „Brutu laganna verðir niður hurðir og hurðarkarma á herbergi kæranda. Var þess krafist að hann legðist á gólfið í herbergi sínu á nærklæð- um einum fata og var hann settur í handjárn. Var kæranda ekki gerð grein fyrir innrásinni eða ástæðu handtökunnar.“ Þá kemur fram að kærandi hafi verið látinn liggja á nærklæðun- um á gólfinu í lengri tíma, „líkast til um eina klukkustund þar til hann var leiddur á nærklæðunum út í lögreglubifreið sem stóð fyrir utan húsið.“ Þess má geta að viðmælend- ur DV lýstu aðförum lögreglunnar með svipuðum hætti. Áfallahjálp Eins og DV greindi frá í haust þurftu einhverjir mannanna á áfallahjálp að halda í kjölfar aðgerðarinn- ar. Guðbrandur Árni Ísberg, sál- fræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni, var með einn þeirra til meðferð- ar. Sá hafði upplifað mikið ofbeldi í heimalandi sínu og eftir að hafa tek- ið vel við meðferð mánuðina á und- an var hann færður aftur á byrjun- arreit eftir aðgerðir sérsveitarinnar. Pia Prytz Phiri, fram- kvæmdastjóri umdæmisskrifstofu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Norður- Evrópu, gagnrýndi aðfarir lög- reglunnar sérstaklega í viðtali við DV í október. Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra lýsti afstöðu sinni þegar hún var spurð út í aðgerðirnar á Alþingi í nóvem- ber. „Það er ekkert sem bendir til þess að mannréttindabrot hafi átt sér stað,“ sagði ráðherrann. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Var þess krafist að hann legðist á gólfið í herbergi sínu á nærklæðum einum fata og var hann settur í handjárn. Réðust inn að næturlagi Lögreglumenn réðust inn á heimili hælisleitenda að næturlagi þann 26. september í fyrra. Velflestar dyr hússins voru brotnar upp í aðgerðunum. MYND SIGTRYGGUR ARI Opnar á ný Verslunin Lifandi markaður var opnuð á ný í vikunni en nýir eigendur tóku við rekstrinum eft- ir að fyrirtækið sem rak verslun- ina varð gjaldþrota. Í fréttatil- kynningu frá versluninni kemur fram að áfram verði lögð áhersla á heilsu og heilnæman mat og vörur. Auður Captial rak Lifandi markað en Eign ar halds fé lagið EE Develop ments hef ur tekið yfir rekst ur fyr ir tæk is ins og mun, eins og fyrr sagði, áfram starf rækja versl un og veit ingastað í Borg ar- túni. EE Develop ment sér hæf ir sig í rekstri fast eigna en ætl ar nú að hasla sér völl á sviði versl un- ar- og veit ing a rekst urs samkvæmt frétt sem birtist nýverið á mbl.is. Norðfjarðar- höfn stækkar Verið er að vinna að stækkun Norðfjarðarhafnar um þessar mundir. Frá þessu er greint á vef Síldarvinnslunnar. Í vikunni var nýr 60 metra langur viðleguk- antur vígður þegar Birtingur NK lagðist að bryggju. Undanfarin ár hefur verið landað um 200.000 tonnum á ári í Norðfjarðarhöfn en það sem af er ári hefur verið land- að 97.000 tonnum. Síldarvinnslan er umfangsmesti starfsaðilinn á svæðinu en aflaverðmæti sem var landað í Norðfjarðarhöfn í fyrra nam rúmum 15 milljörðum. Krefur sveitarfélög um svör Velferðarráðuneyti vill fá upplýsingar um stöðu á biðlistum eftir félagslegu húsnæði S tærstu sveitarfélög lands- ins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðu- neytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin séu að fullnægja lög- boðnu hlutverki sínu. Óskar ráðu- neytið eftir upplýsingunum fyrir 8. ágúst næstkomandi. Greint var frá því í lok síðasta árs að tæplega tvö þúsund manns hafi þá beðið eft- ir að komast í félagslegt húsnæði, í nokkrum af fjölmennustu bæjum landsins. DV fjallaði í vikunni um mál Katrínar Drafnar Bridde, ein- stæðrar fjögurra barna móður, sem hefur þurft að búa hjá vinum og vandamönnum frá því í maí vegna þess að hentugt félagslegt húsnæði finnst ekki fyrir fjölskylduna. Í tilkynningu á vef ráðuneytis- ins kemur fram að það vilji fá að vita hver sé heildarfjöldi umsókna um félagslegt leiguhúsnæði sem barst annars vegar á síðasta ári og hins vegar fyrstu sex mánuði þessa árs. Vill það einnig fá svör um hversu mörgum umsókn- um var hafnað á þessum tveim- ur tímabilum, hversu mörgum félagslegum leiguíbúðum var út- hlutað hjá hverju sveitarfélagi um sig á þessum tímabilum og hver fjöldi einstaklinga og, eða fjöl- skyldna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hafi verið 30. júní 2014. Ráðuneytið vill einnig að sveitar- félögin upplýsi um fjölda einstak- linga og fjölskyldna sem þáðu sér- stakar húsaleigubætur hjá þeim, hver fjöldi félagslegra leiguíbúða í útleigu hafi verið í lok júní og loks spyr ráðuneytið hvort sveitarfé- lögin hafi uppi áætlanir um fram- boð á húsnæði og aðrar úrlausnir í húsnæðismálum þeirra sem ekki geta leyst þau sjálf. n erlak@dv.is Krefst svara Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. MYND SIGTRYGGUR ARI Embætti lögreglustjóra ekki auglýst Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var ekki auglýst laust til umsóknar eins og gert var þegar Stefán Eiríks- son var skipaður í embættið árið 2007. Í staðinn var Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjórinn á Suðurnesjum, flutt til Reykjavíkur og skipuð í starfið af Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra. Öðru máli gegnir um hin nýju lögregluumdæmi þar sem sér- stakri valnefnd var falið að tilkynna um skipan lögreglu- stjóra. Þá verða embætti lög- reglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum auglýst til umsóknar á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.