Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 26.–28. júlí 201442 Fólk Bæjarstjórinn grillaði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar stjórinn á Akureyri, blés til mikillar grillveislu í götunni sinni á dögunum, en frá þessu grein­ ir Akureyri Vikublað. Um var að ræða loforð sem Eiríkur hafði gef­ ið Hildi Eiri Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, fyrir úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, en þau Hildur og Eiríkur eru nágrannar og héldu hvort með sínu liðinu í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu. Eirík­ ur hafði lofað að halda grillveislu fyrir alla götuna sigruðu Þjóðverj­ ar og á miðvikudag tók bæjar­ stjórinn sig til og grillaði brat­ wurst­pylsur ofan í nágranna sína að þýskum sið. Presturinn, sem þurfti að sætta sig við tap sinna manna, sá hins vegar um gosið og að sögn viðstaddra var veislan öll hin skemmtilegasta. A ustmaðurinn Eiríkur Hauks­ son hefur nóg að gera í þessa dagana. Síðastliðið ár hefur hann verið á tónleikaferða­ lagi um Noreg og fengið frá­ bærar undirtektir; alls staðar var upp­ selt. Það er kannski ekki skrítið enda er hann að syngja lög vinsælustu hljómsveitar allra tíma, Bítlanna. Eilíft frí Framundan er svo sex ára áfram­ haldandi tónleikaferðalag þar sem hann, ásamt stórri hljómsveit, hyggst spila allt útgefið efni Bítlanna. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður. Við byrjuðum á þessu í fyrra og þetta er sjö ára verkefni. Við erum að taka öll lög Bítlanna í tímaröð. Við byrjuðum á árinu 1963 og erum að ennþá í því. Í byrjun september frum­ sýnum við svo 1964. Við erum á ferð með þetta um Noreg og þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Eiríkur sem er núna, eins og alltaf, í fríi. „Mitt líf er bara frí, þannig lagað sé. Þegar mað­ ur er að túra þá er maður bara að gera eitthvað ennþá skemmtilegra en að hanga heima.“ Þegar blaðamað­ ur nær tali af Eiríki er hann heima hjá sér í Fredrikstad, en þessi dægrin ríður hitabylgja yfir Noreg. „Akkúrat núna er 38 stiga hiti á veröndinni minni.“ Flestir Íslendingar myndu að líkindum fagna slíku veðri, en sólin er full sterk fyrir rauðhærða rokkarann. „Ég læsti mig bara inni í kjallara og er að vinna í músíkinni.“ Jubelerum Tónleikaferðalagið ber yfirskriftina „It was 50 years ago today“, enda eru alltaf 50 ár frá útgáfu þeirra laga sem Eiríkur og félagar taka. „Þetta er jubelerum í hvert skipti. Með mér í þessu eru tvö þekkt nöfn í Noregi: söngvararnir Atli Petersen, sem er ný­ stirni, og Trund Garlund, sem er grá­ hærður rokkari með hatt – á aldur við Gunna Þórðar og hina. Síðan eru ég og tveir ungir gæjar sem eru nú ekk­ ert þekktir, en góðir. Loks er fjögurra manna „lókal“­band frá Fredrikstad; ekki heimsfrægir í Noregi en Bítla­ frelsaðir menn sem eru með þetta í fingrunum og sálinni.“ Betri en Bítlarnir? Sem áður greinir hafa þeir félagar slegið í gegn í Noregi. Þeir frumsýndu efnið frá 1963 í september síðast­ liðinn og fylltu Konserthúsið í Ósló, og eftir það hvern tónlistarsalinn á fætur öðrum. Svo vel gengur að miðar seljast langt fram í tímann. Þeir eru til dæmis búnir að selja 300 miða á frum­ sýninguna 2019, þar sem þeir spila '69­efnið. En eru þeir betri en Bítlarn­ ir? „Sumir vilja meina það. Þegar Bítl­ arnir voru að spila þetta á sínum tíma voru þeir með hörmulegar græjur greyin; það heyrðist eiginlega aldrei í þeim fyrir öskrandi stelpum og svo­ leiðis. Við erum hins vegar að taka þetta ofsalega flott; raddsetningar og allt það er algjörlega eftir bókinni . Við erum mjög hæfir söngvarar sem tökum þetta skemmtilega.“ n „Mitt líf er bara frí“ n Eiríkur Hauksson túrar um Noreg n Betri en Bítlarnir? Tekur þátt í hættulegustu kappreið í heimi Aníta Margrét flengríður ótemjum í Mongólíu Þ etta er mjög krefjandi kapp­ reið og þetta verður mikið ævintýri. Ég sótti upphaflega um að taka þátt í keppninni á næsta ári en það losnuðu skyndilega pláss í keppnina núna í ár þannig að ég sló til. Ég fæ mun styttri undir­ búningstíma en hinir knaparnir en þeir voru valdir í október í fyrra. Ég ætla að gera mitt allra besta og stefn­ an er auðvitað að klára kappreiðina og komast alla þessa 1.000 kílómetra á sem bestum tíma,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem mun taka þátt í lengstu kappreið í heimi í Mongólíu í ágúst, Mongol Derby, sem af mörg­ um er talin sú erfiðasta í heimi. Vanur knapi 45 reiðmenn hvaðanæva að úr heim­ inum eru skráðir til leiks – margir þrautreyndir reiðmenn – og því ljóst að við ramman reip er að draga. Sjálf er Aníta reyndar enginn nýgræðing­ ur. Hún er lærður tamningamaður frá Háskólanum á Hólum og hefur starfað sem slíkur í 16 ár, auk þess sem hún er reiðkennari að mennt. Sú reynsla mun vafalaust koma að notum, enda mun hún ríða mongólskum ótemjum í kapp­ reiðinni. „Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng, erfið og hættu­ leg leið. Ég er full af baráttuanda og bjartsýni. Ég lít á þetta sem mikið ævintýri,“ segir Aníta sem ríður til styrktar Barnaspítala Hringsins. „Ég vildi velja góðgerðamál sem hvetur mig áfram og ég veit að barnaspítala­ sjóður Hringsins mun gera það.“ Hægt er að heita á Anítu með því að leggja inn á reikning 515­26­ 253774. Kennitalan er 200282­3619. n baldure@dv.is Baldur Eiríksson baldure@dv.is Eiríkur Hauksson Er einn helsti mesti sem Ísland hefur alið af sér MYNDIR SIGTRYGGUR ARI „Þegar maður er að túra þá er maður bara að gera eitthvað ennþá skemmtilegra en að hanga heima. Glaður Eiki Hauks nýtur sín á flakkinu. „Aldrei heyrt um mig?“ Lögmanninn Svein Andra Sveins­ son virðist ekki skorta sjálfstraust þegar kemur að útliti hans. Sveinn er síður en svo ánægður með lista breska tímaritsins Heat yfir heitustu karlmenn í heimi en á Facebook­síðu sinni á dögun­ um deildi lögmaðurinn hlekk að umræddum lista ásamt orðun­ um: „Hafa þeir hjá Heat aldrei heyrt um mig?“ Ætla má að um hafi verið að ræða létt spaug hjá lögmannin­ um góðkunna, en að þessu sinni þurfti Sveinn að lúta í lægra haldi fyrir hinum 26 ára gamla Zac Efron sem að mati Heat er heit­ astur allra fýra. Gunnar blóðsuga Gunnar Smári Egilsson hefur löngum þótt með eindæmum andstreymis. Á meðan flestir tala um Evrópusambandsaðild sem leið Íslands úr efnahagslegum ógöngum vill hann ganga inn í Noreg. Hann hefur sem kunnugt er stofnað hóp á Facebook, hvers markmið er að gera hugmyndina að veruleika. Flestir meðlimir eru jákvæðir í garð innlimunar, þótt menn deili um framkvæmd­ ina. Hins vegar eru sumir alfarið á móti áformunum, til dæmis nokkrir Norðmenn sem segja Ís­ land ekkert hafa upp á að bjóða og að landið yrði sem blóðsuga á norska ríkinu Aníta Margrét Tekur þátt í lengstu kappreið heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.