Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 26.–28. júlí 201422 Fólk Viðtal
L
eikstjórinn Friðrik Þór er á
ákveðnum tímamótum í lífinu.
Hann fagnaði sextugsafmæli
sínu í maí en er sannfærður
um að eiga allavega þrjátíu góð
ár í viðbót. „Ég á allavega eftir að gera
10–12 myndir sem ég er með í hugan-
um,“ segir hann kankvís. „Bíbí Ólafs
sagði að ég yrði 100 ára þannig að ég
á örugglega nokkur góð ár eftir,“ segir
hann.
Við erum stödd á 101 hóteli þar
sem honum finnst gott að hitta fólk
til þess að funda og líklega falla viðtöl
undir þann hluta. Það er rólegt, fáir á
ferli enda hádegisösin búin. House-
tónlist ómar í hátalarakerfinu. „Það er
yfirleitt rólegt hérna og þess vegna fínt
að vera hér,“ segir hann og pantar sér
latte. Í þann mund stormar inn Ingi-
björg Pálmadóttir, eigandi 101 hótels.
„Nei, blessuð frænka,“ segir Friðrik og
stendur upp og faðmar frænku sína.
„Blessaður frændi. Til hamingju með
afmælið, mikið er dásamlegt að ná
svona aldri,“ segir hún brosandi við
frænda sinn. Friðrik horfir á hana ei-
lítið sposkur. „Sextugt já. Það er fínt,
ég er enn í fótbolta,“ segir hann hlæj-
andi og sest niður en frænkan heldur
sína leið.
Gamlar kempur sprikla
Og það er rétt. Hann spilar fótbolta
þrisvar í viku og er nýkominn af
æfingu þegar viðtalið er tekið.
Gamlar kempur sprikla saman
og eltast við boltann í hádeginu
þrisvar í viku. „Ég spila með Lunch
United. Einar Kárason, Eyjólfur
Sverrisson og kássa af góðum
knattspyrnumönnum spila með
Lunch,“ segir hann.
Fótbolti hefur alltaf verið honum
hugleikinn. „Fyrst var ég í Fram, síð-
an þegar ég var 28 ára þá fannst mér
ég vera orðinn alveg skelfilega gam-
all og þá hættu allir að spila fótbolta.
Ég og Ívar Gissurarson, vinur minn,
stofnuðum þá félagið Árvakur. Það
spilaði í deildinni og um bikarinn.
Svo eftir það þegar félagar mín-
ir flestir gáfust upp þá lánuðum við
nafnið á félaginu og það fór illa. Ég
var alltaf að leita að einhverju öðru
félagi til að spila með en svo fann
Einar Kárason þetta félag. Ég hélt
að þetta væri einhver svona fótbolti
sem ég hefði ekki mjög gaman af að
spila, svo var þetta bara frábært félag
sem er mjög gaman að spila með,“
segir hann um Lunch United.
Hneig niður í Róm
Friðrik hefur verið heilsuhraustur
alla tíð, en fyrir að verða tveimur
árum hneig hann niður á götu í
Róm. Fékk hálfgert flogakast sem
hann hefur þó ekki enn fundið skýr-
ingu á af hverju stafaði.
„Ég hef ekkert fengið þetta aftur,
þannig að ég er bara fínn,“ segir
hann og vill augljóslega ekki gera
of mikið úr veikindunum. „Ég höf-
uðkúpubrotnaði 1997 og ég held að
þetta geti tengst því en læknarnir
vilja meina að svo sé ekki,“ segir
Friðrik.
Þegar hann hneig niður var hann
nýkominn til Róm frá Sarajevó þar
sem hann hafði verið við kennslu.
Þar hafði hann nælt sér í flensu og
hafði þess vegna lítið getað sofið.
„Þetta gæti þess vegna hafa verið
svefnleysi, þetta var voða furðulegt.
Ég var á spítala úti og svo skoðað-
ur hér heima líka en þeir hafa ekki
fundið neina skýringu á þessu og
sérstaklega ekki eftir á því það hef-
ur ekkert gerst síðan,“ segir hann.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Hneig niður í Róm
„Flökkulífið
ekki mjög
fjölskylduvænt
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri var lagður inn á sjúkrahús
í Róm í fyrra, en ekki fannst hvað amaði að honum. Hann óttast þó ekki að vera
lífshættulega veikur og segir að ef hann ætti að vera farinn úr þessari jarðvist þá
hefði hann farist með annarri vélinni sem flogið var á tvíburaturnana, en hann
átti bókað flug með annarri þeirra. Hann er sannfærður um að myndir munu
nást af skrímslum á næstunni og segir suma halda því fram að hann eigi við
áfengisvanda að stríða en því er hann sjálfur ósammála.