Fréttablaðið - 22.01.2015, Síða 26
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl?
Ég myndi segja að ég vilji yfirleitt
vera fínn í tauinu en hins vegar
ekki yfirdressaður. Afslappað
og stílhreint væru orð sem ég
myndi nota.
Áttu þér einhverja tískufyrir-
mynd?
Það er auðvelt að finna fyrir-
myndir bæði í viðskiptavinum
mínum og eins í samstarfsfélög-
um. En annars er ég voða lítið að
skoða eitthvað frægt fólk þegar
kemur að vali á fötum.
Hvert sækir þú innblástur?
Ég vafra stundum á netinu og
skoða myndir hér og þar, en
yfirleitt er nægan innblástur að
sækja í vinnunni. Það fylgir jafn-
framt starfinu að fylgjast með því
sem gengur og gerist í fatabrans-
anum.
Hvar kaupir þú helst föt?
Þar sem ég vinn í Herragarðinum
liggur auðvitað beint við að ég
kunni vel við úrvalið þar. En svo
kíki ég líka í Hugo Boss. Þetta eru
mínir áfangastaðir í fatakaupum.
Er einhver hönnuður í uppáhaldi?
Klárlega Giorgio Armani. Ég held
að fáir hafi haft eins mikil áhrif
og hann. Hann notar einfalda liti
og línur sem eru tímalausar og
afslappaðar. Hann sveiflast lítið
með tískunni en er samt alltaf
inn.
Einlitt eða munstrað?
Oftast einlitt en ég á það til að
poppa upp lúkkið með munstr-
uðum skyrtum svo dæmi séu
nefnd. Þá leita ég oft í paisley-
munstrið. Svo er ég mikið fyrir
vandaða og litríka sokka. En
þetta er vandmeðfarið. Maður
má ekki verða eins og jólatré.
Slaufa eða bindi?
Langoftast nota ég bindi en það
kemur fyrir að ég hendi á mig
slaufu. Ég gerði nú einu sinni
slaufu úr sokkapari. Það vakti
mikla kátínu félaganna.
Hver eru bestu kaupin?
Það er erfitt að gera upp á milli,
en ég held ég verði að segja
grá Armani-yfirhöfn sem ég
keypti 2012. Svo læt ég sauma
á mig Stenströms-skyrtur og ég
er alltaf ánægður með þær. Þá
eru svörtu Hugo-gallabuxurnar
mínar alltaf í uppáhaldi.
En verstu?
Peysa og skyrta sem ég keypti
mér einhvern tímann í H&M.
Þetta entist mér í sirka þrjú
skipti og var svo ónýtt. Síðan
þá hef ég haft þá reglu að kaupa
aðeins dýrara og sjaldnar.
Er einhver flík skápnum í uppá-
haldi?
Armani-leðurhanskarnir mínir. Ef
ég fer út á morgnana í íslensku
vetrarveðri án þeirra er lúkkið
ónýtt og mér verður kalt.
Hvað hefur þú unnið lengi í Herra-
garðinum?
Í tvö og hálft ár. Var áður versl-
unarstjóri í Dressmann.
Ertu mikill áhugamaður um tísku?
Ég er meiri áhugamaður um
vönduð og falleg föt en einhverja
sérstaka tískustrauma.
Getur þú nefnt einhverja tísku-
strauma sem eru ríkjandi um
þessar mundir?
FLEIRI VILJA VERA
FÍNIR Í TAUINU
ARMANI Í UPPÁHALDI Heimir Hákonarson starfar í Herragarðinum og hefur
eðli málsins samkvæmt nokkurn áhuga á fötum og tísku. Hann eltir þó ekki
endilega tískustrauma heldur leggur meira upp úr vönduðum og fallegum
fötum. Hann segir æ fleiri unga stráka vilja vera fína í tauinu. Að hans mati er
herramennska í tísku. Yfirhöfn frá Armani er í uppáhaldi.
STÍLHREINT OG AFSLAPPAÐ Armani-yfirhöfn, Armani-hanskar og Hugo-gallabuxur
eru í mestu uppáhaldi hjá Heimi. Þá lætur hann sauma á sig Stenströms-skyrtur sem
hann er alltaf ánæðgur með. MYND/ERNIR
Ég myndi segja að karlmenn
væru farnir að huga meira að því
að kaupa vandaða vöru. Aragrúi
af vefsíðum og aðgengi að upp-
lýsingum um fatnað er nú miklu
meira en áður. „Street“-lúkkið er
svolítið að detta út. Ég sé það
á ungu strákunum sem versla
hjá mér að þeir vilja vera fínir
og hugsa vel um fötin sín. Það
má segja að herramennskan sé í
tísku.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl.
11–18
Opið laugardaga k
l. 11-16
Plokkfiskur
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
8
-F
4
A
8
1
7
F
8
-F
3
6
C
1
7
F
8
-F
2
3
0
1
7
F
8
-F
0
F
4
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K