Fréttablaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 36
FÓLK|TÍSKA
Sambucol er klínískt rannsakað sem
vörn gegn vírusum. Það er unnið úr
einstöku ylliberjaþykkni, black eld-
erberry, sem styrkir ónæmiskerfið
og vinnur gegn flensu og kvefi.
Sambucol inniheldur virka efnið
antivirin sem ver frumur líkam-
ans og minnkar líkurnar á að
smitandi vírusar komist inn í
frumurnar og fjölgi sér þar.
FORVÖRN OG DREGUR ÚR
EINKENNUM
Hægt er að stytta veikindatím-
ann um allt að fimmtíu prósent
ef Sambucol Black Elderberry er
tekið inn. Sé Sambucol tekið inn
að staðaldri heldur það ónæmis-
kerfinu sterku og dregur úr hætt-
unni á kvefi eða flensusmiti.
Þrjár tegundir af Sambucol eru
nú fáanlegar hér á landi, hjá Lyfju
og Apótekinu.
FYRIR BÖRN
Sambucol for Kids: bragðgott
þykkni sem inniheldur black
elderberry og C-vítamín fyrir börn
á aldrinum 1–12 ára.
FYRIR FULLORÐNA
Sambucol Immuno Forte: sykurlaust
þykkni sem inniheldur auk black
elderberry C-vítamín og sink.
Sambucol fæst einnig í hylkjum
með C-vítamíni og sinki fyrir þá sem
það kjósa.
LAUSN GEGN
FLENSU OG KVEFI
RARITET KYNNIR Sambucol ein vinsælasta
lausnin gegn kvefi og flensu í dag
Kolbrún Amanda Hasan byrj-aði snemma að pæla í tísku og hönnun en hún á margar skissu-
bækur fullar af brúðarkjólum og öðrum
flíkum sem hún teiknaði þegar hún var
um það bil tíu ára gömul. Hún lauk námi
í fata- og textílhönnun frá Listaháskóla
Íslands árið 2009. „Þetta var það eina
sem kom til greina hjá mér. Lengi hafði
ég aðallega áhuga á hönnun fyrir konur
en þegar eldri sonur minn fæddist árið
2009 þá breyttist það. Þá fékk ég meiri
áhuga á að hanna fyrir börn og hef
hannað mikið á hann og yngri strákinn
minn sem er að verða eins árs,“ segir
Amanda.
Þegar eldri sonur hennar fór að
skríða og ganga ákvað Amanda að búa
til skó handa honum þar sem henni
fannst þeir sem til voru ekki nógu fal-
legir. „Mér fannst úrvalið ekki nógu gott,
skórnir voru of mikið skreyttir og litirn-
ir ekki eins og ég vildi hafa þá þannig að
ég bjó til einfalda og fallega skó úr leðri
og roði sem ég átti til heima. Útskriftar-
línan mín úr skólanum var að mestu úr
leðri og ég hafði gert tilraunir með roð
þannig að ég átti afgangsefni. Fólk fór
svo að spyrja mig út í skóna og hvar
ég hefði fengið þá þannig að ég ákvað
að framleiða fimmtíu pör sem seldust
síðan öll. Þannig fór boltinn að rúlla og
nú læt ég framleiða skóna fyrir mig úti í
Portúgal.“
Baby K skórnir eru unnir úr
íslensku náttúrulegu efni eins
og laxaroði og hreindýra- og
lambaskinni. Kolbrún er
hrifin af þessum efnum
og segir þau vera falleg
og sterk. „Efnin eru
líka sérstök og til
dæmis finnst ferða-
mönnum gaman að
geta gefið börnum og
barnabörnum skó úr ís-
lensku hráefni. Margir kaupa
þá meira að segja sem skraut og setja
upp í hillu,“ segir hún og brosir.
Kolbrún segir skóna vera hann-
aða í hennar stíl sem er klassískur og
látlaus. „Ég er sjálf mikið í dökku eins
og svo margar íslenskar konur en mér
finnst gaman að klæða börnin í litrík
föt og skó. Hugmyndin og tilfinningin í
kringum skóna lýsir því vel hvernig ég
vil hafa hlutina.“
Skórnir sem Kolbrún býr til
eru fyrir börn upp í tveggja
ára en hún segist hafa
fengið fyrirspurnir um
skó fyrir eldri börn og
jafnvel fullorðna. „Mig
langar að búa til föt
og skó fyrir eldri
krakka og hef eldri
strákinn minn þá oft
í huga. Ég er alltaf að
skissa og teikna eitthvað en ég vil hafa
allt hundrað prósent áður en ég fer með
það eitthvað lengra.“ ■ liljabjork@365.is
SONURINN MÓDELIÐ
ÍSLENSK HÖNNUN Baby K skórnir eru fallegir skór úr íslensku hráefni fyrir
litla fætur. Kolbrún Amanda Hasan hannaði skóna í upphafi fyrir son sinn.
BABY K Þessar litríku
mokkasíur eru líka
hönnun Amöndu.
Frekari upplýsingar
um skóna má finna á
Facebook.
SÆTIR SKÓR Amanda hannar skó fyrir börn úr íslensku hráefni, skinni og roði. MYND/GVA
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
7
-C
2
8
8
1
7
F
7
-C
1
4
C
1
7
F
7
-C
0
1
0
1
7
F
7
-B
E
D
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K