Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 48

Fréttablaðið - 22.01.2015, Page 48
22. janúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgar- félagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóð- list Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Rus- sell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í sam- ræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistar- konan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóð- ið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is - gló FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22. JANÚAR 2015 Tónleikar 19.30 Karlakórinn Fóstbræður og Karla- kór Reykjavíkur sameina krafta sína í tónaljóði Jeans Sibeliusar í Eldborgarsal Hörpu. Miðaverð frá 2.400 krónum. 21.00 Tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og raftónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn flytur röð spunatónverk í Mengi í kvöld. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Opnanir 16.00 Sýningin Myndbreyting verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Sýning- in er hluti af vídeólistahátíðinni 700IS Hreindýraland. Upplestur 20.00 Meðgönguljóð standa fyrir tökuljóðakvöldi á Lofti Hosteli í Banka- stræti. Átta skáld lesa ljóð og búast má við fjölbreyttum upplestri. Kvikmyndir 20.00 Ungliða- hreyfing Amnesty International sýnir myndina No Fire Zone í Bíói Paradís í kvöld. Myndin fjallar um stríðs- glæpina á Sri Lanka. Ókeyp- is inn. Uppákomur 17.15 Jón Björnsson flytur fyrsta erindið af þremur um mynd og sögu í Bókasafni Kópavogs. Hann talar í dag um Harem, kvennabúr soldánsins í Istanbúl. Aðgangur ókeypis. 19.00 Skosk menningarhátíð á Kexi Hosteli hefst í dag og stendur til 24. janúar. Fyrirlestrar 12.05 Félag fornleifafræðinga, Þjóð- minjasafn Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir röð fyrirlestra um forn- leifafræði. Megan Hicks, doktorsnemi í fornleifafræði við Hunter College í New York, flytur erindi á ensku í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Tónlist 20.00 DJ Davíð Berndsen þeytir skífum á BarAnanas. 21.00 Krystal Carma DJ sett í kjallar- anum á kaffihúsinu Stofunni. 21.00 Tónlistarkvöldið Blæti á Prikinu í kvöld. Kvöldinu er ætlað að kynna unga og upprennandi hiphop-pródúsera og taktsmiði. 21.00 DJ Atli Bollason þeytir skífum á Bravó í kvöld. 21.00 DJ Margeir þeytir skífum á Kaffi- barnum í kvöld. 22.00 Trúbadorarnir Hjálmar og Dagur halda uppi stuðinu á English Pub í kvöld. Markaðir 16.00 Skiptimarkaður á Lofti Hosteli í Bankastræti í dag. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Sekkjapípuleikari kemur fram á skoskri menningarhátíð Skosk menningarhátíð hefst í dag og stendur til sunnudags, með hátíðinni er afmæli skoska skáldsins Roberts Burns fagnað. HANNA TUULIKKI Tónlistar- konan kemur fram á skosku menn- ingar- hátíð inni. „Það er svolítið svona konsept- ið að vera ekki með of mikið af hljóðfærum og ekki neitt und- irbúið, það er enginn grunnur eða neitt svoleiðis sem ég byrja á,“ segir Úlfur Eldjárn, tón- skáld, hljóðfæraleikari og raf- tónlistarmaður, sem kemur fram á tónleikum í Mengi í kvöld. „Ég mæti bara með frekar tak- markað úrval af hljóðfærum og tölvu og svo bara set ég í gang og byrja bara að gera eitthvað og sé hvert það leiðir mig,“ segir Úlfur og bætir við: „Þetta er svona millistig á milli þess að vera að spinna eitthvað og semja.“ Tónleikarnir eru tek n- ir upp og er hugmyndin að endurvinna efnið síðar meir. „Ég hef gert þetta áður og það hefur komið skemmtilega út. Stundum kemur eitthvað alveg frábært og stundum eitthvað ekki alveg jafn frábært,“ segir Úlfur en hann hefur haldið viðlíka tón- leika á ýmsum stöðum. „Þetta er sería hjá mér, ég er búinn að gera þetta nokkrum sinnum við mismunandi aðstæð- ur; tónleika, kokteilboð, góðgerð- arsamkomur og á ýmsum stöðum. Síðan, af því ég tek þetta allaf upp á margar rásir, þá ætla ég einhvern tímann með tíð og tíma að vinna eitthvað úr þessu.“ Hann segir ákveðna áskorun fólgna í því að standa uppi á sviði án þess að vera með tilbúið efni. „Þetta er námskeið í því að vera ekki að hugsa of mikið um hvað fólkinu sjálfu finnst, maður er bæði meðvitaður um það en um leið þarf maður svolítið að hundsa það því annars kemur ekki neitt. En það getur alveg gerst að ég verði alveg andlaus líka,“ segir Úlfur hress og bætir við: „En það sem er svo skemmti- legt við þennan tónleikastað, Mengi, er að hann býður upp á svona tilraunakenndari viðburði. Þá leyfist manni ýmislegt.“ Úlfur er meðlimur í Apparat Organ Quartet auk þess að hafa samið töluvert af tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leikhús og aðra miðla og gefið út eigið efni. Í mars er væntanlegt frá honum gagnvirka tónverkið Strengja- kvartett nr.∞. „Það er svolítið sérstakt dæmi, gagnvirkt tónverk sem verður á netinu. Það virkar þannig að fólk fer inn á ákveðna síðu og hlust- ar á verkið þar og stjórnar því í rauninni hvernig verkið er.“ Verkið verður frumflutt á Hönnunarmars 2015 en Sigurð- ur Oddsson hönnuður og Halldór Eldjárn, forritari og tónlistar- maður, koma einnig að verkinu. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í Mengi og er miðaverð 2.000 krónur. gydaloa@frettabladid.is Hugmyndavinna fyrir opnum tjöldum Úlfur Eldjárn tónlistarmaður fl ytur spunatónverk í Mengi í kvöld. Tónleikarnir verða teknir upp og stefnir hann á að endurvinna efnið með tíð og tíma. ÚLFUR Kemur fram á tónleikum í Mengi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég hef gert þetta áður og það hefur komið skemmtilega út. Stund- um kemur eitthvað alveg frábært og stundum eitthvað ekki alveg jafn frábært. ➜ Hin árlega skoska menn- ingarhátíð er nú haldin í fjórða sinn. Hljómsveitir víða um heim halda á þessu starfsári upp á hundrað og fimmtíu ára fæðingarafmæli tónskáldanna Richards Strauss og Jeans Sibeliusar, og er Sinfóníu- hljómsveit Íslands þar ekki und- anskilin. Í kvöld munu Karlakór Fóst- bræðra og Karlakór Reykjavík- ur sameina krafta sína og raddir í flutningi á tónaljóði Sibeliusar. Með þeim syngja Jorma Hynninen, einn ástsælasti söngvari Finna, og Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona sem túlkaði Ragnheiði í sam- nefndri óperu Gunnars Þórðarson- ar. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Petri Sakari, en hann hefur í gegnum árin stjórnað öllum helstu hljómsveitarverkum Sibeliusar og er þeim því vel kunnugur. Fjölmargir þekkja Strauss vegna ópera hans en hann er einnig kunn- ur fyrir tónaljóð sín. Á tónleikunum í kvöld verður flutt sinfónískt ljóð eftir Strauss, Macbeth, sem byggt er á vel þekktu leikriti Shake- speares. Á eftir verki Strauss verður Kull- ervos, sinfónískt ljóð eftir Sibel- ius, flutt. Í verki hans eru dregn- ar upp myndir úr lífi hins hvatvísa Kullervos en verkið er hið fyrsta í röð tólf tónaljóða sem byggð eru á finnska sagnabálkinum Kalevala. Tónleikarnir fara fram í Eldborgar- sal Hörpu og er miðverð frá 2.400 krónum. - gló Fagna fæðingarafmæli tónskálda Sinfónísk ljóð eft ir Richard Strauss og Jean Sibelius verða fl utt í Eldborg í kvöld. TAKK! Fóstbræður Karlakórinn Fóstbræður eru meðal þeirra sem koma fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EDDI 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 6 -E 4 5 8 1 7 F 6 -E 3 1 C 1 7 F 6 -E 1 E 0 1 7 F 6 -E 0 A 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.