Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 21. ágúst 2013 Miðvikudagur
Félag Ásbjörns kaupir bát
n Birtir til hjá Nesveri
N
esver, félag Ásbjörns Óttars
sonar, fyrrverandi þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, hefur
keypt útgerðarfélagið Gjálfur af
Vögg Ingvasyni. Með kaupunum fylgir
krókaaflamarksbáturinn Kóni II SH
52 og um 200 tonna kvóti. Þetta kem
ur fram á vef Skessuhorns, fréttaveitu
Vesturlands, en Kóni er 455 hestafla
bátur ætlaður til línu og netaveiða.
Ásbjörn ákvað sem kunnugt er
að sækjast ekki eftir endurkjöri í síð
ustu prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.
Á síðasta kjörtímabili gustaði talsvert
um hann og hefur Nesver áður verið
til umfjöllunar í fjölmiðlum. Líkt og
DV greindi fyrst frá í janúar árið 2010
tók Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð
árið 2008 og 20 milljónir króna árið
áður. Á þeim tíma var fyrirtækið með
neikvæða eiginfjárstöðu og því arð
greiðslurnar ólöglegar. Efnahagsbrota
deild lögreglunnar tók málið til athug
unar en svo fór að Ásbjörn skilaði
fjármununum og bar við vankunnáttu.
Sagðist hann ekki hafa vitað að það
væri lögbrot að taka arð af neikvæðu
eiginfé fyrirtækisins.
Að því er fram kemur á sjávar
útvegsvefnum Sax.is gerir Nesver út
þrjá báta en fjárhagsstaða félagsins
hefur batnað mjög frá því greint var frá
arðgreiðslunum á sínum tíma. Að því
er fram kemur á vef Skessuhorns höfðu
kaupin á Gjálfri skamman aðdraganda
og er söluverðið trúnaðarmál. Jafn
framt er greint frá því að samhliða sölu
skipsins hafi þremur starfsmönnum í
áhöfninni verið sagt upp. n
Gæsaveiði-
tímabilið hafið
Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs
hófst í gær, þriðjudag, og stendur til
15. mars. Á vef Umhverfisstofnun
ar kemur fram að varpið hafi hafist
fremur seint í ár og því sé upphafi
veiðinnar seinkað á austursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs til 1. septem
ber. „Algengt er að veiðimenn bíði
með gæsaveiði þar til í september
ekki síst í ljósi þess að þá er einnig
heimilt að hefja veiðar á þeim anda
tegundum sem veiddar eru. Fjöldi
veiðimanna fer hinsvegar til veiða
fyrstu dagana, sérstaklega þeir sem
veiða heiðagæsir,“ segir á vef Um
hverfisstofnunar en þar kemur
einnig fram að grágæs og heiðagæs
hafi fjölgað á undanförnum árum
samkvæmt talningum, hækkandi
veiðitölur endurspegli gott ástand
á gæsastofnum. Veiðimenn eru þó
minntir á að óheimilt er að skjóta
ófleyga fugla og hafa ber í huga að
búast má við ófleygum gæsaung
um á fyrstu dögum veiðitímabilsins.
Veiðimenn eru enn fremur minntir
á alfriðun blesgæsar en hún hefur
verið friðuð síðan 2003 og að ekki er
heimilt að hefja veiðar á helsingja í
Austur og VestuSkaftafellssýslum
fyrr en 25. september.
Jón Helgi skrefi nær
því að selja Krónuna
n Viðræður við fjárfestingasjóð sem stýrt er af Arion banka standa yfir
V
onandi styttist þetta eft
ir því sem tíminn líður.
En þetta er bara svona á
þessu stigi. […] Ég meina
einhvern tímann hlýtur
öllu að ljúka,“ segir Jón Helgi Guð
mundsson, aðaleigandi Norvik
veldisins, um söluferlið á flestum
helstu fyrirtækjum samstæðunnar,
til að mynda á Krónunni, Elko og
Nóatúni, til sjóðsins SÍA II sem rek
inn er af sjóðsstýringarfyrirtækinu
Stefni. Stefnir er í eigu Arion banka
en á bak við SÍA II eru íslenskir líf
eyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir
fjárfestar að sögn Flóka Halldórs
sonar, framkvæmdastjóra Stefn
is. Viðræðurnar um söluna á fyrir
tækjum Jóns Helga til Stefnis hafa
staðið yfir frá því á fyrri hluta þessa
árs.
Jón Helgi segir að ekki standi
yfir viðræður við neinn annan að
ila en Stefni. Íslandsbanki sér um
söluna á fyrirtækjunum fyrir hönd
Jóns Helga að hans sögn. „Já, þeir
hafa verið okkar ráðgjafar í þessu,“
segir Jón Helgi og vísar þar til Ís
landsbanka. Allir stóru viðskipta
bankarnir þrír eiga hagsmuna að
gæta hjá Norvik en fasteignir sam
stæðunnar eru veðsettar Lands
bankanum og Arion.
Miklar slúðursögur hafa gengið
um viðræðurnar á liðnum vikum
og hefur Jón Ásgeir Jóhannesson
meðal annars verið nefndur til
sögunnar sem áhugasamur kaup
andi. Ekkert mun hins vegar vera
hæft í þeim sögusögnum að sögn
Jóns Helga og situr Stefnir einn við
samningaborðið.
Verðið gæti verið um
30 milljarðar
Kaupverðið á eignunum sem um
ræðir gæti numið á bilinu 25 til 30
milljarða króna en eignir Norvik
voru metnar á tæpa 30 milljarða
króna í ársreikningi félagsins fyr
ir árið 2011. Á móti þessum eign
um voru bókfærðar skuldir upp á
meira en 22 milljarða króna. Hvorki
Flóki hjá Stefni né Jón Helgi vilja
hins vegar tjá sig um kaupverðið
að svo stöddu. „Það mun senni
lega ekkert verða upplýst um það;
hvorki á þessu stigi né síðar,“ segir
Jón Helgi. Söluviðræðurnar ganga
út á kaup á flestum eignum Norvik
nema Byko en byggingavöruversl
unin er grunnurinn að Norvik
veldinu – verslunin var stofnuð
og rekin af föður Jóns Helga um
árabil og er hann gjarnan kenndur
við Byko. „Jú, það er flest allt nema
Byko. Og það er ekki Norvik. Eitt
hvað af félögunum sem eru inni í
Norvik já.“
„Strandar ekki á neinu“
Viðskiptablaðið greindi frá því
í apríl síðastliðinn að viðræður
Jóns Helga og Stefnis stæðu yfir.
Þá sagði Jón Helgi að viðræðurnar
væru á byrjunarstigi og að ætla
mætti að samningaviðræðurnar
tækju nokkrar vikur. Samninga
ferlið hefur hins vegar dregist á
langinn. Aðspurður segir Jón Helgi
að engin sérstök ástæða sé fyr
ir þessari töf á ferlinu. „Nei, þetta
strandar ekki á neinu.“
Flóki Halldórsson hjá Stefni
segir að ástæðan fyrir töfinni
sé væntanlega sú að viðskiptin
séu flókin í eðli sínu. „Mér skilst
að þetta gangi bara samkvæmt
áætlun og hef ég ekki fengið neinar
upplýsingar um það frá starfsfólki
Stefnis að eitthvað hafi komið upp
á. Þetta er náttúrulega bara flók
inn díll: Þetta eru ekki allar eignir
Norvik til dæmis, það eru fasteign
ir inni í þessu og fjöldi samninga
og atriða sem þarf að huga að,“
segir Flóki og bætir því við að fjöl
margir fyrirvarar séu auk þess í svo
umfangsmiklum samningum sem
tefji söluferlið. „Ég vildi að ég gæti
sagt þér eitthvað meira um þetta
en þetta tekur bara sinn tíma.“
Flóki segir að ekki liggi fyrir
hvenær söluferlinu muni ljúka. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Hafa dregist á langinn
Viðræðurnar um söluna á Krónu
Jóns Helga Guðmundssonar
og fleiri fyrirtækjum hans hafa
dregist nokkuð á langinn.„Ég meina
einhvern
tímann hlýtur
öllu að ljúka
Breytingar framundan Flest bendir til þess að Krónan skipti um eigendur á næstunni.
Í útgerð Ásbjörn
Óttarsson sinnir
Nesveri af kappi
eftir að þingferl-
inum lauk.
Sumarið er
ekki búið
Veðurstofa Íslands biður fólk
um að örvænta ekki þó gránað
hafi í fjöllum á mánudagskvöld
á norðanverðu landinu. Margir
tóku andköf þegar snjórinn gerði
vart við sig í fjallstoppum og töldu
margir þetta vera lokin á annars
alltof stuttu sumri að margra mati.
Veðurstofan biður þó fólk að
halda ró sinni og greinir frá því á
síðu sinni á samfélagsmiðlinum
Facebook að hlýtt loft sæki að úr
suðri og að hitinn geti farið upp
í tuttugu stig norðaustanlands á
fimmtudag og föstudag. Nánari
veðurlýsingu má lesa á baksíðu
DV í dag.