Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 19
Sport 19Miðvikudagur 21. ágúst 2013
Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í
90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin
mynd í auglýsingu.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
ford.is
Nýr FORD KA á frábæru verði
Skiptu í ferskan, fiman, ferlega skynsaman Ford Ka á
frábæru verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu
rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða
aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika.
Komdu bara og prófaðu!
Frá
FORD KA
1.850.000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
KR.
Ford_Ka_180x255_20.08.2013.indd 1 20.08.2013 11:25:14
5 leikmenn sem
Arsenal vantar
E
ftir skellinn sem Arsenal fékk
á heimavelli gegn Aston Villa
í fyrstu umferð ensku úr-
valsdeildarinnar um helgina
eru stuðningsmenn Arsenal
margir hverjir orðnir óþreyjufullir.
Reyndar voru þeir orðnir óþreyju-
fullir fyrir löngu enda ekkert geng-
ið hjá Arsenal á leikmannamarkaðn-
um í sumar. Vefmiðillinn Talksport
hefur tekið saman nöfn fimm leik-
manna sem Arsene Wenger, stjóri
liðsins, verður hreinlega að kaupa ef
ekki á illa að fara í vetur. Þar að auki
eiga þeir það allir sameiginlegt að fást
á tiltölulega viðráðanlegu verði.
Julio Cecar
Félag: QPR
Staða: Markmaður
Arsenal þarf á hágæðamarkmanni
að halda til að veita
Wojciech Szczesny
samkeppni og aðhald.
Einn af fáum hágæða-
markmönnum sem
ættu að fást tiltölulega
ódýrt er Julio Cesar sem
féll með QPR úr ensku úr-
valsdeildinni í vor. Cesar, sem er 33
ára, er aðalmarkvörður brasilíska
landsliðsins og hokinn af reynslu.
Hann gæti orðið frábær viðbót fyrir
Arsenal-liðið og myndi fást á mjög
sanngjörnu verði.
Toby Alder-
weireld
Félag: Ajax
Staða: Varnar-
maður
Arsenal þarf nauð-
synlega að styrkja vörnina fyrir
komandi átök í ensku úrvals-
deildinni. Það sást berlega í 3–1
tapinu gegn Villa að vörn liðsins
er ekki nægjanlega góð og þar
vantar einnig meiri breidd.
Lausnin á þessu vandamáli
gæti verið Toby Alderweireld
sem spilað hefur glimrandi
vel með Ajax. Belginn vill fara
í stærra félag og ætti að fást fyrir
litlar 10 milljónir punda, 1,8 millj-
arða króna.
Fernando
Félag: Porto
Staða: Miðju-
maður
Jack Wilshire,
Aaron Ramsey
og Tomas Rosicky
eru frábærir leikmenn en
eins og sást gegn Villa um helgina
ráða þeir illa við líkamlega sterka
miðjumenn. Miðja Villa-liðsins
keyrði einfaldlega yfir miðjumenn
Arsenal. Arsenal vantar sárlega
varnarsinnaðan miðjumann, sterk-
an leikmann eins og Patrick Vieira
eða Gilberto Silva. Fernando gæti
verið frábær kostur í þessa stöðu en
hann gengur undir viðurnefninu
Kolkrabbinn. Fernando er vinnu-
þjarkur sem hikar ekki við að fara
í tæklingar. Hann ætti að vera laus
fyrir 10 milljónir evra, 1,6 milljarða
króna.
Blaise
Matuidi
Félag: PSG
Staða:
Miðjumaður
Líkt og
Fernando er
Matuidi vinnu-
samur miðjumaður
sem þrátt fyrir mikla hæfileika hefur
fengið fá tækifæri í stjörnum prýddu
liði PSG í Frakklandi. Matuidi,
sem er franskur landsliðsmaður,
á aðeins tæpt ár eftir af samningi
sínum og ætti að vera laus á mjög
svo viðráðan legu verði. Matuidi var
keyptur á 7,5 milljónir evra árið
2011 og ætti að vera fáanlegur fyrir
svipaða upphæð. Þá er Matuidi á
besta aldri, eða 26 ára.
Burak
Yilmaz
Félag:
Galatasaray
Staða:
Framherji
Olivier Giroud hef-
ur kallað eftir aukinni samkeppni
og Yilmaz er klárlega leikmað-
ur sem gæti smellpassað inn í lið
Arsenal. Yilmaz sló í gegn í Meist-
aradeildinni síðasta vetur þar sem
hann skoraði 8 mörk í 10 leikjum.
Þá hefur hann skorað 33 mörk í 40
leikjum fyrir Galatasaray. Forráða-
menn Galatasaray hafa gefið til
kynna að þeir muni hlusta á tilboð
í þennan 28 ára framherja. Wenger
ætti að minnsta kosti að íhuga að
bæta honum í sínar raðir. n
n Arsenal steinlá gegn Aston Villa í fyrstu umferð n Stuðningsmenn liðsins ekki sáttir
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is