Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 21. ágúst 2013 Miðvikudagur „2007-martröðin“ snarlækkar í verði Í einni dýrustu götu Garðabæjar, Sunnuflöt, stendur stærsta ein- býlishús landsins fokhelt og hef- ur gert síðan árið 2007. Þá var byrjað að byggja húsið sem átti að vera tæpir 1.000 fermetrar að stærð. Líkt og DV hefur áður sagt frá er saga þess nokkuð ævintýra- leg og í umfjöllun blaðsins frá 2010 var húsið kallað „2007-martröðin.“ Ekki hefur tekist að selja húsið og nú hefur það verið lækkað töluvert í verði. Fasteignamat þess er 116 milljónir en upprunalega var hús- ið auglýst til sölu á 100 milljónir. Nú fæst það á 69,8 milljónir. Húsið hef- ur vakið mikla athygli enda er lóðin sjálf um 1.600 fermetrar og afgirt með hárri steyptri girðingu. 200 milljónir til viðbótar Árið 2007 keyptu Arnar Sölvason og eiginkona hans Hildur Gunnlaugs- dóttir lóðina ásamt teikningum af Írisi Björk Jónsdóttur. Kaupverðið var 70 milljónir króna. Íris keypti hús sem stóð á lóðinni á 50 millj- ónir, lét rífa það og ætlaði að ráðast í byggingu á nýju húsi þegar hjón- in gerðu tilboð í lóðina og teikn- ingarnar. Samkvæmt þeim teikningum sem Íris hafði látið gera átti hús- ið að vera um 600 fermetrar en þau Arnar og Hildur létu bæta við teikninguna og úr átti að verða eitt stærsta og glæsilegasta einbýlishús landsins, 870 fermetrar með 60 fer- metra bílskúr. Kreppan skall hins vegar á skömmu seinna og fyr- irætlanir þeirra gengu ekki upp. Þau misstu húsið til Landsbank- ans sem hefur frá þeim tíma reynt að selja það en ekki haft erindi sem erfiði þar sem ekki virðist vera mik- ill áhuga á húsinu. Nú þegar hefur um 100 milljónum verið eytt í húsið en að klára það myndi líklega kosta 200 milljónir til viðbótar við kaup- verð samkvæmt upplýsingum sem DV hefur frá fasteignasölum. Getur alveg kíkt í baksýnisspegilinn Í samtali við DV segist Arnar vera orðinn þreyttur á því að vera spurð- ur út í húsið. Það sé langt síðan hann hafi átt það en viðurkennir þó að leiðinlegt hafi verið að missa það. „Þú getur bara rétt ímyndað þér. Að missa eignirnar þínar, tapa þínum hlutum, það hlýtur að vera mjög erfitt og leiðinlegt að lenda í því,“ segir hann. Aðspurður hvort hann sjái eftir þessu segir hann: „Já, maður getur alveg kíkt í baksýn- isspegilinn; séð eftir að hafa ver- ið Íslendingur og séð eftir því að vera fæddur á þessum tíma þegar hrunið skellur svona á þjóðinni og bankarnir búnir að ræna alla. Ég held að þjóðin sé ekki enn búin að bíta úr nálinni með það. Ég held það séu 30 þúsund heimili í mjög slæmum málum út af þessu bulli öllu saman.“ Aðspurður hvort hann telji sig hafa gengið of langt í góðærinu, meðal annars með því að hafa ætl- að sér að byggja slíka glæsihöll, seg- ir Arnar ósáttur: „Ég ætla ekkert að ræða þetta við þig,“ og bætir svo við: „Er búið að borga launatengdu gjöldin hjá ykkur? Hvað er DV búið að fara oft á hausinn? Þið ættuð kannski að fjalla meira um ykkur.“ Samkvæmt fyrirtækjaskrá tengist Arnar fimm félögum sem hafa verið úrskurðuð gjaldþrota eftir hrun. Þá situr hann í stjórn Helgafells- bygginga hf. Fasteignagjöld tæplega 800 þúsund Samkvæmt fasteignasala hjá fast- eignasölunni Ási sem meðal annars hefur húsið til sölu hafa nokkr- ir sýnt því áhuga eftir að það var lækkað í verði. Þetta sé þó hins vegar ein sú allra erfiðasta eign sem þau hafi fengið í sölu. „Já, ég held það sé alveg óhætt að segja að þetta sé ein sú erfiðasta sem við höf- um fengið hingað. Það hefur verið spurt um hana og þá mestmegnis í atvinnuskyni. Menn í hótelrekstri hafa viljað breyta þessu í hótels- vítu – eina stóra sem væri hægt að leigja út til fræga fólksins. Það eru bara fyrirspurnir og ekkert sem hef- ur verið tekið alvarlega til greina,“ segir Eiríkur Svanur Sigfússon fast- eignasali sem hefur húsið til sölu. Hann segir þó ekki liggja fyrir hvort að leyfi fengist hjá nágrönnum fyrir slíkum rekstri í götunni. Hann segir þurfa efnamikið fólk til þess að reka húsið eigi að byggja það samkvæmt þeim teikningum sem liggja fyrir. Hins vegar sé þó hægt að rífa það sem búið er að byggja af húsinu og byggja minna á lóð- inni. Þá yrðu fasteignagjöld af hús- inu lægri. „Nú eru fasteignafjöld af þessu á byggingarstigi fjögur; 742 þúsund á ári. Þegar þetta er kom- ið á byggingarstig 7 þá verður þetta örugglega yfir milljón á ári,“ segir hann. Eiríkur segir þó vel vera til fólk á Íslandi sem hafi efni á hús- inu. „Já, já. Það er til staðar en það lætur ekki mikið á sér bera. n n Óklárað risahús í Garðabæ fæst á niðursettu verði n 600 fermetrar Lýsing á húsinu Samkvæmt samþykktum teikning- um af húsinu skiptist efri hæðin í anddyri, gestasalerni, forrými, eldhús, borðstofu, stofu með arni, sjónvarps- stofu, hjónaherbergi með baðherbergi, fataherbergi, baðherbergi, tvö herbergi, skrifstofu, þvottaherbergi og bílskúr. Neðri hæðin skiptist í herbergi, fataher- bergi, baðherbergi, tómstundaherbergi, vínkjallara, forrými, lagnarými, fitness, baðrými með sundlaug og heitum potti, búningsherbergi með salerni, sturtum, köldum potti og gufubaði. „ Já, maður getur alveg kíkt í bak- sýnisspegilinn; séð eftir að hafa verið Íslending- ur og séð eftir því að vera fæddur á þessum tíma. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Erfitt í sölu Fáir sýna húsinu áhuga en þó hafa aðilar tengdir hótelrekstri spurst fyrir um það. Mynd: SiGtryGGur Ari Fokhelt Húsið hefur staðið fokhelt á lóðinni síðan hrunið skall á. Landsbankinn á það. Mynd: SiGtryGGur Ari Sægarpur gjaldþrota Útgerðarfyrirtækið Sægarpur í Grundarfirði hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kem- ur fram í Lögbirtingablaðinu en fyrirtækið óskaði eftir greiðslu- stöðvun í byrjun júlímánaðar skömmu eftir að skip á vegum þess strandaði á skeri við Skor- eyjar á Breiðafirði. 16 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu en þeim hefur öllum verið sagt upp störfum. Bræðurnir Steindór og Aðal- steinn Sigurgeirssynir voru lykil- menn í fyrirtækinu, sá fyrrnefndi stjórnarformaður og sá síðar- nefndi framkvæmdastjóri, en fé- lagið er í eigu Skiphóls ehf. Hlut- hafar í Skiphóli eru annars vegar Austmenn ehf. með 75 prósenta hlut og hins vegar fyrirtækið Nautilius Fisheries sem Steindór stofnaði í Kína ásamt samstarfs- aðilum sínum fyrir nokkrum árum. Nautilius á einnig hlut í Austmönnum á móti Steindóri sjálfum. Hann er viðriðinn fleiri félög, svo sem Storm Seafood, P. Petersen, Íslenska makrílveiði- félagið og Fjélagið, sem nýlega keypti Gamla bíó af Íslensku óperunni. Ekki náðist í bræðurna við vinnslu fréttarinnar. Frosti kveður „Nú eru komin hátt í tvö ár síðan ég stofnaði þennan hóp sem vett- vang fyrir skoðanaskipti um hlut- leysi RÚV. Tilefnið þá var meintur halli á umfjöllun RÚV um Icesave málið. Nú eru hátt í 500 þátttak- endur í hópnum og fjölgar stöðugt sem bendir til að full þörf sé fyrir þennan vettvang, málefnin eru fjölbreytt,“ segir þingmaðurinn Frosti Sigurjónsson á Facebook. Athygli vakti að Frosti var upp- hafsmaður hóps á Facebook sem heitir Eftirlit með hlutleysi RÚV og var stofnaður árið 2009. „Þessi hópur er opinn öllum sem vilja hafa eftirlit með því að RÚV fari að lögum hvað hlutleysi varðar,“ segir í lýsingu á honum. Hann segir nú tímabært að hann láti af störfum sem einn af stjórnendum hópsins, það sam- rýmist ekki þingmannsstörfunum. „Umsjón með umræðuhópi um hlutleysi RÚV samrýmist ekki vel því að vera kominn á þing. Með ósk um málefnalegar og upp- byggilegar umræður,“ segir hann. Fjölmargir valdamiklir einstak- lingar tilheyra hópnum og taka virkan þátt í þeirri gagnrýni á Ríkis útvarpið sem þar fer fram. Á meðal þeirra eru ýmsir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Hanna María Sig- mundsdóttir, Ragnheiður Rík- harðsdóttir, Jón Gunnarsson, Ill- ugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.