Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 10
Sex StærStu gjaldþrot ÍSlandSSögunnar 10 Fréttir 21. ágúst 2013 Miðvikudagur n Kollsteypur íslenskra auðmanna n Fjárfestar og fasteignasalar efstir n Enginn Breti hefur tapað meira en Björgólfur n Um þrjú hundruð manns urðu gjaldþrota í fyrra Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is S tærstu gjaldþrot Íslendinga má rekja til banka- og gjaldeyrishrunsins haustið 2008 og hinnar gífurlegu skuldasöfnunar sem átti sér stað í aðdraganda þess. Tróna viðskiptafélagarnir Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þor- steinsson á toppnum, en af ís- lensku útrásarvíkingunum fóru þeir einna verst út úr hruninu. Afskriftakóngar sleppa Það gefur auga leið að í kreppunni hefur hvert eignarhalds félagið á fætur öðru farið í þrot. Eins og DV hefur fjallað um undanfarin ár tengjast mörg þeirra þekktum viðskiptamönnum sem voru um- svifamiklir fyrir hrun. Margir náðu þeir að kreista talsverða fjár- muni út úr félögum sínum í formi arðgreiðslna, launagreiðslna og bónusa án þess að stefna persónu- legum fjárhag sínum í hættu. Um Björgólf og Magnús gildir þó að þeir höfðu gengist í persónu- legar ábyrgðir og skuldbindingar upp á milljarða króna þegar útrásin stóð sem hæst. Björgólfur á ekki aðeins metið í persónulegu gjaldþroti heldur er hann einnig sá Íslendingur sem hefur fengið mestar skuldir afskrif- aðar. Í úttekt um afskriftir sem birt- ist í DV í fyrrasumar kom fram að afskriftir í íslenska bankakerfinu næmu á fimmta hundrað millj- arða króna. Af þeim sem fengið hafa mestar afskriftir hafa fæstir farið í persónulegt gjaldþrot. Af- skriftirnar koma niður á afkomu bankanna og skila sér oft í hærri vöxtum til viðskiptavina. Þá hafa erlendir kröfuhafar þurft á taka á sig talsvert tjón eftir að hafa lánað íslensku bönkunum fjármuni sem þeir lánuðu svo áfram og gátu ekki greitt til baka. 291 gjaldþrota í fyrra Að því er fram kemur í Fjármála- stöðugleika, skýrslu sem Seðla- bankinn gaf út í fyrra, hafa tæp- lega 18.000 einstaklingar verið skráðir með árangurslaust fjárnám eða gjaldþrot frá ársbyrjun 2009. Á vanskilaskrá eru á þriðja tug þús- unda og var 291 einstaklingur úr- skurðaður gjaldþrota á síðasta ári. Þetta er mestur fjöldi gjaldþrota frá því að kreppan skall á. Raunar þarf að leita aftur til ársins 2003 til að finna fleiri persónuleg gjaldþrot á einu ári, en þá voru þau 389 tals- ins. Þegar tölurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi kemur í ljós að miklu fleiri einstaklingar urðu gjaldþrota við upphaf aldarinnar heldur en á árunum eftir hrun. Missir eigna og réttinda Þegar héraðsdómur úrskurðar menn gjaldþrota missa þeir eignir sínar, fjárhagsleg réttindi og skyld- ur í hendur þrotabúsins, sérstakrar lögpersónu sem skiptastjóri er skipaður yfir. Kveðið er á um þetta í lögum um gjaldþrotaskipti sem samþykkt voru árið 1991 og hafa verið uppfærð margsinnis síð- an. Störf skiptastjóra snúast fyrst og fremst um að selja þær eignir sem eftir standa í þrotabúinu og greiða þannig upp skuldir þrota- manns. Ferlið getur tekið mörg ár, en eftir að því lýkur fer skuldari á vanskilaskrá sem gerir honum erf- iðara um vik að fá lán á góðum kjörum í framtíðinni. Þá fær toll- stjóri heimildir til launaafdráttar hjá vinnuveitanda og sérstakrar makainnheimtu ef þrotamaður er samskattaður með öðrum. n B jörgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í Hér- aðsdómi Reykjavíkur þann 31. júlí árið 2009. Ekki er að- eins um að ræða stærsta persónulega gjaldþrot Íslandssögunnar heldur tók Björgólfur svakalegri kollsteypu en nokkur Breti hefur gert. Skuldir og persónulegar ábyrgðir hans námu rúmum 96 milljörðum króna þegar búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur á sér langa og skraut- lega viðskiptasögu. Ferill hans hófst í Dósaverksmiðjunni á sjöunda ára- tugnum en árið 1977 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips. Eftir að Hafskip fór í þrot árið 1985 hófst hið svokallaða Hafskipsmál sem endaði með því að fjórir hlutu dóm, meðal annars Björgólfur sjálfur sem dæmd- ur var í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eftir þessar hrakfarir flutti hann af landi brott og hóf framleiðslu gosdrykkja og bjórs ásamt syni sín- um Björgólfi Thor Björgólfssyni og Magnúsi Þorsteinssyni. Frægt varð þegar þeir seldu Heineken bjórverk- smiðju sína fyrir hundruð milljóna dollara. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um viðskipti þremenninganna í Rússlandi. Í framhaldi af morðum og íkveikjum sem beindust gegn fyrir- tæki þeirra leiddu breskir fjölmiðlar að því líkur að Björgólfsfeðgar væru tengdir rússnesku mafíunni. Þessu vísuðu þeir alfarið á bug. Félagarnir þrifust vel í Rússlandi á tímabili gríðarlegra þjóðfélags- breytinga, einkavæðingar ríkisfyrir- tækja og tilfærslu auðs og valda til nýríkra athafnamanna. Þegar fé- lagarnir sneru heim um aldamótin 2000 var Hafskipsmálið hætt að flækjast fyrir þeim. Davíð Oddsson var forsætisráðherra og einkavæð- ing bankanna í pípunum. Feðgarn- ir hoppuðu á þessa lest og mynd- uðu svokallaðan Samson-hóp sem keypti 45,8 prósent í Landsbanka Íslands með láni frá Búnaðarbank- anum. Voru kaupin harðlega gagn- rýnd, meðal annars af Steingrími Ara Arasyni sem sagði sig úr einkavæð- ingarnefnd vegna þess að honum blöskraði vinnubrögð Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar. Eftir að Landsbankinn óx gerðist Björgólf- ur stórtækur í íslensku viðskipta- lífi, eignaðist hlut í fjölda fyrirtækja, sölsaði undir sig fasteignir og lóðir og átti frumkvæði að byggingu Hörpu. Björgólfur var einn helsti forsprakki útrásarinnar og gegndi stjórnarfor- mennsku í Landsbankanum allt frá 2003 þar til bankinn féll með braki og brestum haustið 2008. Í tilkynningu sem send var út eft- ir að bú Björgólfs var tekið til gjald- þrotaskipta kom fram að persónu- legar ábyrgðir og skuldbindingar hans hefðu um það bil tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar. Höfðu eignir hans horfið að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréf- um Björgólfs í Landsbankanum og Straumi. Viðsnúningurinn á fjárhag Björgólfs er ótrúlegur, enda námu eignir hans 100 milljörðum króna í upphafi ársins 2008. „Á vanskilaskrá eru á þriðja tug þús- unda og var 291 einstak- lingur úrskurðaður gjald- þrota á síðasta ári. Björgólfur Guðmundsson 96 milljarðar 1 Björgólfur Guðmundsson Stærsta einstaklingsgjaldþrot Íslandssögunnar. M agnús Þorsteinsson var við- skiptafélagi Björgólfs Guð- mundssonar um árabil. Sjálfur er hann annar stærsti þrotamaður Íslandssögunnar og varð fyrsti útrásarvíkingurinn til að fara í þrot. Héraðsdómur Norður- lands eystra kvað upp úrskurðinn þann 4. maí árið 2009 vegna van- efnda hans við fjárfestingarbankann Straum-Burðarás. Skuldaði Magnús Straumi rúman milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann skrif- aði upp á árið 2007 þegar hann keypti BOM ehf. af fjárfestingafélaginu Sjöfn. Síðar greindi DV frá því að 24 milljarða króna krafa hefði borist í þrotabúið frá Landsbankanum. Eins og áður segir var Magnús þátttakandi í Rússlandsævintýri Björgólfsfeðga og keypti með þeim hlut í Landsbankanum þegar heim var komið. Hann var verksmiðju- stjóri í Bravó-verksmiðjunni í Pétursborg og stofnaði Avion Group á Íslandi árið 2004. Magnús gegndi stjórnarformennsku í Avion og keypti 94,1 prósents hlut Burðaráss hf. í Eimskipafélagi Íslands á 21,6 milljarða króna og tryggði þannig fyrirtækinu yfirráð yfir 67 þotum og 22 skipum. Má því ljóst vera að Magnús var býsna umsvifamikill fyrir hrun. Hann var skráður fyrir 33 prósenta hlut í Eimskipum og tíu prósenta hlut í Icelandic Group gegnum félagið Frontline Holding sem hann eignaðist að fullu árið 2006. Athygli vakti þegar Magnús færði lögheimili sitt til Rússlands rétt áður en gjaldþrotamálið var dómtekið í héraðsdómi. Þá sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann vísaði því á bug að tengsl væru á milli búferla- flutninganna og gjaldþrotsins. Eftir að hann tapaði málinu hefur lítið til hans spurst og er hann ennþá bú- settur í Rússlandi. Magnús Þorsteinsson 25 milljarðar 2 Magnús Þorsteinsson Fyrsti útrásar-vík- ingurinn til að fara í þrot. Mynd:RóBeRt Reynisson Íslandsmeistarar í gjaldþroti Hér sjást viðskiptafélagarnir Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.