Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 21. ágúst 2013 Miðvikudagur Enn vandræði í Fukushima n 300 tonn af geislavirku vatni láku frá geymslutanki í kjarnorkuverinu M ikið magn af geislavirku vatni hefur seytlað úr geymslutanki við Fukushima-kjarnorku- verið í Japan að undanförnu. Þetta staðfesti rafmagnsveita Tókýó, Tepco, á þriðjudag en lekinn uppgötv- aðist á mánudag, að því er breska ríkis- útvarpið BBC greinir frá. Um er að ræða um 300 tonn af mjög geislavirku vatni sem lekið hafa úr geymslutank- inum og niður í jörðina. Eins og flestum er kunnugt eyði- lagðist kjarnorkuverið þegar öflugur jarðskjálfti – og flóðbylgja í kjölfar skjálftans – reið yfir Japan í mars 2011. Flóðbylgjan gerði það að verkum að kælikerfi kjarnorkuversins eyðilagð- ist og þrír kjarnakljúfar brunnu yfir í kjölfarið. Hafa yfirvöld átt í stökustu vand- ræðum með kjarnorkuverið síðan þá og hafa bilanir komið reglulega upp. Þá hefur geislavirkt vatn áður lekið úr geymslutönkum við kjarnorkuverið en aldrei í eins miklum mæli og nú. Í yfirlýsingu sem Tepco sendi frá sér kemur fram að starfsmaður hafi uppgötvað lekann við reglubundið eftirlit á mánudag. Miklu vatni hefur verið dælt inn í kjarnakljúfana og hafa hundruð geymslutanka verið byggð til að geyma geislavirkt úrgangsvatnið. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Japan á þriðjudag vegna málsins kem- ur fram að lekinn hafi ekki hækkað geislavirkni í andrúmsloftinu í kring- um kjarnorkuverið. Eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt yfirvöld í Japan fyrir að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Þá hafa þau verið hvött til að auka eftirlit sitt á svæðinu í kringum kjarnorkuverið. n Fukushima Geislavirka vatnið er geymt í tönkunum sem sjást á meðfylgjandi mynd. French verði sleppt úr haldi Norsk yfirvöld vonast til þess að dauði Tjostolv Moland, sem fannst látinn í fangaklefa sínum í Kongó um helgina, verði til þess að öðr- um Norðmanni, Joshua French, verði sleppt úr haldi. Mennirnir, fyrrverandi hermenn, voru báðir dæmdir til dauða árið 2010 fyr- ir morð á bílstjóra. Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í samtali við NRK að hann vonaðist til þess að French fengi að afplána fangelsisdóm sinn í Noregi eða verði náðaður. Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi for- sætisráðherra Noregs, hafði lengi beitt sér fyrir því að mönnunum yrði sleppt, sem og Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem sinnt hefur góðgerðastarfi í Kongó. Bondevik segir að hann muni halda áfram að vinna að því að French verði sleppt. Marijúana fylgdi með í kaupunum Karlmanni í Ohio í Bandaríkjun- um hefur væntanlega verið held- ur brugðið þegar hann keypti sér notaðan byssuskáp á veraldar- vefnum á dögunum. Ástæðan er sú að í skápnum, sem vegur heil 500 kíló, voru tæplega 150 kíló af marijúana. Skápurinn sem um ræðir er framleiddur í Mexíkó og var hann sendur þaðan með flutn- ingabíl að heimili mannsins. Ekki er vitað hvaðan fíkniefnin komu en götuverðmæti þeirra er talið nema um 420 þúsund Bandaríkja- dölum, 50 milljónum króna. Lög- regla rannsakar málið og hefur þegar staðfest að kaupandinn hafi ekkert slæmt á samviskunni varð- andi kaupin. Bílstjóra flutninga- bílsins sem ók skápnum að heim- ili hans er þó saknað. Ákærður vegna dauða Bhutto Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistans og yfirmaður hersins, hefur verið ákærður vegna dauða Benazir Bhutto, fyrrver- andi forsætisráðherra Pakistans og leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar þar í landi, árið 2007. Musharraf er ákærður fyrir að leggja á ráð- in um morðið á Bhutto. Sex aðrir voru ákærðir fyrir aðild sína að morðinu; fjórir uppreisnarmenn og tveir hátt settir lögreglumenn. Musharraf snéri aftur til Pakistan fyrr á þessu ári eftir útlegð. Síðan þá hefur hann verið í stofufang- elsi í Pakistan. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirmaður hersins í Pakistan er ákærður fyrir glæpi. Musharraf lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákær- an var þingfest á þriðjudag. Frjálst val getur aukið gjaFmildi n Frelsi til að taka erfiðar ákvarðanir getur aukið gjafmildi barna Þ að að fá börn til þess að leika sér saman eða deila leikföng- um er eilíf barátta sem flest- ir foreldrar kannast við. Ný rannsókn sýnir að sé börnum gefið val um að gefa eða deila leikfangi án þess að sérstök verðlaun fylgi því geti það ýtt undir gjafmildi einstak- linga. Grein um rannsókn þess efnis var birt í nýjasta tölublaði Psychological Science. Það voru sálfræðingarn- ir Nadia Chernyak og Tamar Kushnir hjá Cornell-háskóla í New York-fylki í Bandaríkjunum sem stóðu að rann- sókninni. Sjálfstætt val eða verðlaun Fyrri rannsóknir á sama málefni hafa gefið til kynna að það að hvetja börn um of til að deila með öðrum börnum eða verðlauna það geti haft þveröfug áhrif. Börn geti farið að skynja sig sem ógjafmilda einstaklinga þar sem að þau þurftu að fá verðlaun til þess að vilja deila með öðrum. Það geti gert það að verkum að þau upplifi sig ekki sem gjafmild og geti því orðið ólík- legri til þess að vera gjafmild á full- orðinsárum. Chernyak og Kushnir vildu kom- ast að því hvort fórn af fúsum og frjáls- um vilja hefði sömu áhrif. „Að gefa börnum tækifæri til þess að taka erf- iðar ákvarðanir gefur þeim tækifæri til þess að gera mótandi ályktanir um sjálf sig,“ segir í greininni. „Þegar börn taka ákvarðanir sem eru ekki endilega auðveldar gætu þau ályktað um eigin- leika sína til að vera gjafmild og sýna jákvæða hegðun.“ Erfitt val leiddi til gjafmildi Til að rannsaka þetta framkvæmdu sálfræðingarnir einfalda tilraun. Hóp- ur af 3–5 ára börnum var kynntur fyrir dúkkunni Doggie sem var mjög sorg- mædd. Einum hópi var gefið erfitt val: að deila fallegum límmiða með Doggie eða eiga hann sjálf. Öðrum hópi var gefið val á milli þess að deila eða leika ekki með límmiðann og þriðja hópn- um var gert að deila með Doggie. Seinna var svo hópurinn kynntur fyrir dúkkunni Ellie. Krakkarnir fengu að ráða því hversu marga límmiða, á bilinu 0–3, þeir gáfu Ellie. Krakkarnir sem fengu erfiðustu ákvörðunina, að gefa Doggie sinn miða, gáfu Ellie fleiri límmiða en hinir tveir hóparnir. „Fyrirfram hefði maður haldið að börnin sem þurftu að taka erfiða og „kostnaðarsama“ ákvörðun um að gefa límmiða myndu ekki gera það aftur þegar frjálst val gæfist,“ sagði Chernyak um niðurstöðurnar. „Það var hins vegar ekki raunin. Þau börn sem tóku erfiða ákvörðun um að gefa sinn límmiða til að hughreysta Doggie voru gjafmildari.“ Allir vilja góða barnið Önnur tilraun sem var framkvæmd sýndi svipaðar niðurstöður. Að börn væru gjafmildari eftir að hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að deila með öðrum. Þá var börnum gefið val um að gefa Doggie „verðmætan“ bangsa annars vegar og hins vegar „óverðmæta“ pappírsmiða. Þeir sem gáfu Doggie bangsann sinn deildu síðar fleiri lím- miðum með Ellie. Þeir sem hins vegar völdu að deila pappírnum deildu færri límmiðum með Ellie. Chernyak segir einnig að mið- að við hversu mikla áherslu foreldrar leggi á kurteisi, kærleika og að deila með öðrum sé mikilvægt að rann- saka og skilja hvaða þættir ýti und- ir þá hegðun hjá börnum. Það sé ekki hegðun sem sé hægt að krefjast heldur þurfi að kenna. „Að leyfa börnum að taka erfiðar ákvarðanir getur haft hvetjandi áhrif á gjafmildi þeirra og vilja til að hjálpa öðrum með því að kenna þeim á sjálf sig þegar kemur að hæfileikum, þörf- um og meiningum gagnvart öðrum einstaklingum.“ n Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is „Ég á idda!“ Flestir forledrar kannast við það að reyna fá barnið sitt til þess að deila með öðrum. Frjálst val Þau börn sem fengu frjálst val um að taka erfiða ákvörðun voru líklegri til að sýna gjafmildi síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.