Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Miðvikudagur 21. ágúst 2013 Náttúruleg list n Fjörusandur, steinar og skeljar S ýningin Firðir er eftir Rögnu Róbertsdóttur og Hörpu Árna­ dóttur. Þær sýna verk sem verða til úr náttúrulegu hrá­ efni á ólíkum stöðum. Önnur sýn­ ingin verður opnuð í Skagafirði um helgina og er sjálfstætt framhald sýn­ ingar sem þær héldu í Arnarfirði í fyrra. Listakonurnar hafa undanfar­ ið dvalið í Skagafirði við listsköpun sem byggist á hinni sérstöku með­ höndlun á náttúruefnum sem þær hafa tileinkað sér. Þær hafa gert til­ raunir á staðnum með fjörusand, skeljar, steina og gróður. Afrakstur­ inn verður til sýnis í listamiðstöðinni Bæ á Höfðaströnd sem er í námunda við Hofsós. Sýningaropnun sunnu­ daginn 25. ágúst, kl. 16.00 á Bæ á Höfðaströnd. n Íslenskur leikritavetur n Sex ný íslensk leikrit verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu í vetur Leikstjóri Hamlet er Jón Páll Eyj­ ólfsson og hefur hann sinn nán­ asta samstarfsmann og dramatúrg Jón Atla Jónasson sér við hlið. Það verður spennandi að sjá Ólaf Darra feta í fótspor ekki ómerkari leikara en Lárusar Pálssonar, Gunnars Eyj­ ólfssonar og Hilmis Snæs í hlut­ verki ákvörðunarfælna Danaprins­ ins. Það er svo vel til þess fundið hjá Borgarleikhúsinu að setja upp eins konar barnaútgáfu af Hamlet á litla sviðinu sem Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir. Í leikritinu, sem heitir Hamlet litli, er sjónarhóli hins litla Hamlet beint að áhorfendum og fjallað um föðurmissi og óttann í öðru samhengi en aðdáendur verksins þekkja. Leikhús í útrás Borgarleikhúsið er einnig í útrás í ár og hefur tekið Gamla bíó í mið­ bænum á leigu. Þar verður leikritið Hús Bernhörðu Alba eftir Federico García Lorca sett upp með Þröst Leó í aðalhlutverki. Kristín Jóhann­ esdóttir leikstýrir. Ástæðan fyrir þessum flutningum mun vera góð aðsókn á Mýs og menn og Mary Poppins og það hlýtur að vera gleðiefni fyrir leikhúsáhugafólk að Gamla bíó fyllist á ný af fólki en reksturinn þar hefur verið upp að ofan síðan óperan flutti í Hörpu. Að sama skapi hlýtur það að vera pínu svekkjandi fyrir starfsfólk Þjóðleikhússins að sjá Borgarleik­ húsfánann blakta við hún hinum megin við götuna en auðvitað hefði það verið tilvalið fyrir Þjóðleikhús­ ið að færa hluta sinnar starfsemi í Gamla bíó. Besti bær í heimi Mig langar sérstaklega að minnast á leikritið Bláskjá eftir Tyrfing Tyrf­ ingsson sem frumsýnt verður í byrjun febrúar í Borgarleikhúsinu. Tyrfingur er hússkáldið hjá Borgar­ leikhúsinu á þessu ári en hann út­ skrifaðist fyrir um tveimur árum úr náminu Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands og hefur aldeil­ is látið til sín taka í íslenska leikhús­ heiminum síðan. Leikrit hans var hluti af verkinu Núna sem sýnt var í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári og útskriftarverkefni hans Grande var tilnefnt til Grímuverðlauna. Tyrfingur þykir eitt mesta efni sem íslenskt leikhús býr yfir um þessar mundir og það er virðingar­ vert af Borgarleikhúsinu að gefa Tyrfingi tækifæri til að þroska eigin hæfileika og sinna sinni list af krafti þetta árið. Leikrit Tyrfings heitir Bláskjár og er víst fyrsta leikrit í heimi sem gerist í Kópavogi. Hér var aðeins farið yfir brot af því sem leikhúsin bjóða upp á í vetur. Dagskrá leikhúsanna er aðgengileg öllum á heimasíð­ um leikhúsanna. Þjóðleikhúsið sendi bækling inn á hvert heimili með Fréttablaðinu á þriðjudaginn og dagskrárbæklingur Borgar­ leikhússins kemur út á morgun, fimmtudag. n Auður Ava Fylgir eftir velgengni Svarts hunds prestsins með leikritinu Undarlegt eðli hjónabandsins. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld Er leikskáld Borgarleikhússins í ár - höfundur verksins Bláskjár sem gerist í Kópavoginum. Íslendingar í Metropolitan Ó perusöngkonan Dísella Lár­ usdóttir er ekki fyrsti Ís­ lendingurinn sem er fastráð­ inn við Metropolitan­óperuna í New York. María Markan óperu­ söngkona var fastráðin við húsið á ár­ unum 1941–1942. Fjórir Íslendingar hafa sungið á fjölum Metropolitan– óperunnar. Dísella var í viðtali í Vikunni þar sem hún greindi frá því að hún hefði verið fastráðin við Metropolit­ an­óperuhúsið. „Ég er ekki fyrsti Ís­ lendingurinn til að syngja hjá óp­ erunni. María Markan var fyrst, svo hafa Kristján Jóhannsson og Krist­ inn Sigmundsson sungið þarna líka. Ég er samt fyrsta íslenska söngkon­ an til að syngja í þessu óperuhúsi því María Markan söng í gamla óperu­ húsinu,“ sagði Dísella í viðtalinu. Í Vikunni kom fram að Dísella hafi verið fyrsti fastráðni Íslendingurinn við Metropolitan­óperuhúsið. DV birti frétt byggða á umfjöllun Vik­ unnar. Einhverjir bentu hins vegar á það á samfélagsmiðlum að þetta væri ekki rétt. María Markan hefði verið fastráðin við húsið. DV leitaði til Sigríðar Ellu Magnúsdóttur, sem er ein af ástsælustu söngkonum Ís­ lands og óperusérfræðingur, til að komast að hinu sanna. „Það kemur fram í ævisögu Maríu Markan að hún hafi verið fastráðin við Metropolitan­óperuna og starfað þar á árunum 1941–1942,“ segir Sig­ ríður. „Hún var valin úr hópi mörg hundruð söngvara. Var ein þriggja sem fengu samning við húsið. Síð­ an þá hafa aðrir Íslendingar sungið í óperunni – Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson voru ráðnir í sérstök hlutverk. En María var fast­ ráðin og söng stórar rullur á þeim tíma sem hún var við húsið.“ Ferill Maríu endaði hins vegar snögglega eftir að hún eignað­ ist barn árið 1942 og hún söng ekki framar í Metropolitan­óperunni. Nú eigum við Íslendingar aðra óperu­ stjörnu sem vonandi á eftir að gera garðinn frægan í Bandaríkjun­ um. „Íslendingar geti verið stoltir af Dísellu,“ segir Sigríður. „Þetta er frá­ bær árangur.“ n simonb@dv.is n María Markan fyrst fastráðin í Metropolitan-óperunni Dísella Lárusdóttir óperusöngkona Syngur við Metropolitan- óperuna í New York. María Markan Var fyrst Íslendinga fastráðin við Metro- politan-óperuhúsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.