Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 21. ágúst 2013
„Sumar ferðir eru
verri en aðrar ferðir“
Þ
að voru bara iðnaðarmenn
alls staðar,“ segir Þórarinn
Hávarðsson sem fór ásamt
eiginkonu sinni í langþráð
frí til Spánar fyrr í sumar
með ferðaskrifstofunni Sumarferð
um. Dvöldu þau á Hótel Melia í
Alicante í tíu daga og kostaði ferðin
þau um 350 þúsund krónur.
Verið var að taka hótelið í gegn
og því iðnaðarmenn að störfum
víða á svæðinu, með tilheyrandi há
vaða og raski. „Maður er að borga
fyrir að fá að slappa af, en þetta var
ekki afslöppun fyrir fimm aura.“
Þrátt fyrir þessu miklu óþægindi í
ferðinni sjálfri er Þórarinn óánægð
astur með viðbrögð ferðaskrifstof
unnar við ábendingu hans.
Engin viðbrögð
„Það sem fór mest í taugarnar á mér
voru viðbrögð ferðaskrifstofunnar.
Við byrjuðum á að senda þeim
tölvupóst og hugmyndin var að
benda þeim á þetta væri ekki nógu
gott. Við vorum ekki að fara fram á
neinar skaðabætur eða neitt slíkt.
En viðbrögðin voru engin.“
Þórarinn hringdi líka í Sumar
ferðir og fékk þau svör að málið yrði
skoðað og að haft yrði samband
við hann fljótlega. Það gerðist hins
vegar ekki.
Að lokum var Þórarni bent á að
senda kvörtunina á ákveðið net
fang. Hann segist ekki hafa upplifað
mikla þjónustulund af hálfu starfs
mannsins sem hann ræddi við.
Fannst hann bæði kuldalegur og
óliðlegur. „Mér var sagt að það væri
ein kona sem sæi um þetta á föstu
dögum. Það er bara verið að tryggja
það að maður gefist upp og hætti
þessu röfli.“
Loftkælingin fór að leka
Þórarinn segir að stöðugt áreiti
hafi verið af iðnaðarmönnunum
alla tíu dagana sem þau dvöldu
á hótelinu, sem er skráð fjögurra
stjörnu. „Þarna var verið að berja,
bora og henda til plötum. Það var
mikið ónæði af þessu. Það voru líka
iðnaðarmenn á sólbaðssvæðinu, að
bora og henda til drasli. Svo þegar
við vorum búin að vera á hótelinu í
þrjá daga þá voru teppin rifin af pí
anóbarnum og öllu rústað. Svo var
barnum lokað og skilrúm sett fyrir.“
Eitt kvöldið fór svo að leka úr loft
kælingunni í herberginu hjá þeim
hjónum, sem gerði það að verkum
að þau þurftu að fá iðnaðar mann
upp á herbergið líka.
Þórarinn segir að umhverfið í
kringum hótelið hafa einnig verið í
mikilli óreiðu og aðkoman því ekki
mjög skemmtileg. „Svæðin fyrir
framan hótel eru yfirleitt flott, sér
staklega þegar það er komið upp í
fjögurra stjörnu. En þarna var fullt
af gámum, fullir af drasli, stéttin var
skítug og steypumulningur úti um
allt.“
Þá voru þau hjónin einnig mjög
ósátt við hve mikið kostaði að leggja
bílaleigubílnum í stæði á vegum
hótelsins. En átta tímar kostuðu þau
17 evrur, eða rúmar 2.700 krónur ís
lenskar.
Reyndu að gera gott úr ferðinni
„Það var hið besta mál að það væri
verið að gera við hótelið, því mað
ur sá á köflum að það þurfti virki
lega á því að halda,“ segir Þórarinn.
Honum finnst hins vegar skrýtið
að framkvæmdirnar hafi staðið
yfir akkúrat á háannatíma ferða
mennskunnar. Og að Sumarferðir
hafi boðið upp á hótelið í þessu
ástandi.
Þau hjónin ákváðu hins vegar að
reyna að gera það besta úr ferðinni
og í stað þess að dvelja mikið á hót
elinu ferðuðust þau töluvert um.
Þau ætluðu ekki að gera neitt veð
ur út af málinu og höfðu því aldrei
samband við ferðaskrifstofuna á
meðan þau voru úti. Atvik á flug
vellinum á leiðinni heim varð þó
kornið sem fyllti mælinn og því
ákvað Þórarinn að hafa samband
við Sumarferðir.
Kornið sem fyllti mælinn
„Þegar við vorum að bóka okkur inn
kom í ljós að skráningin okkar var
eitthvað skrýtin. Við vorum skráð
sem fimm manna fjölskylda með
ungbarn. Sem passaði ekki því við
vorum bara eldri hjón. Það tók svo
langan tíma að laga þetta að það
var búið að bóka alla inn og það
voru bara tvö sæti eftir á sitthvorum
staðnum í vélinni.“ Þórarinn segir
það ekki hafa komið til greina í ljósi
þess að konan hans er mjög flug
hrædd. Hann sagði því þvert nei við
sætunum sem þeim buðust og þrjú
korter tók að fá aðra fjölskyldu til að
færa sig svo Þórarinn og kona hans
gætu setið saman. „Við röfluðum
svo mikið að það var ákveðið að láta
einhverja aðra lenda í veseni. Svo
kom í ljós að þetta var fimm manna
fjölskylda og eitt barnið þurfti að
sitja annars staðar. Sem var auðvit
að út úr kortinu.“ Þórarni þótti það
mjög leitt en tekur fram að fjölskyld
an hafi komið á eftir þeim að inn
ritunarborðinu. „Maður skammast
sín fyrir þetta en ég varð að hugsa
um konuna mína númer eitt, tvö og
þrjú.“
Sóttist bara eftir svari
Þórarinn segir þau hjónin sein
þreytt til vandræða og að mikið
þurfi til að þau fari að gera veður
út af einhverjum málum. „Það sem
gerir mig svo brjálaðan er þetta
gríðarlega virðingarleysi af hálfu
starfsmanna ferðaskrifstofunnar. Ef
þeir hefðu bara svarað strax og sagt
að þeim þætti þetta leitt, þá hefði
þetta verið í góðu lagi. Það var það
eina sem ég sóttist eftir. Sumar ferð
ir eru verri en aðrar ferðir. Þetta er
mjög svekkjandi. Maður er búin
að halda aftur sér vegna hrunsins
að fara út þó maður sé mikill að
dáandi svona ferða. En loksins lét
maður verða af þessu og þá fer þetta
svona,“ segir Þórarinn svekktur.
Átti að hafa samband
við fararstjóra
DV hafði samband við Steinunni
Tryggvadóttur, sölustjóra hjá
Sumar ferðum, sem sagðist ekki geta
fundið skriflega kvörtun frá Þórarni
í kerfinu hjá þeim. Þá kannaðist
enginn sölumaður við að hafa svar
að viðskiptavini á dónalegan hátt.
„Það sem þessi maður gerir vit
laust er að hafa ekki strax sam
band við fararstjórann okkar. Við
erum með fararstjóra í fullu starfi
úti til að leysa svona mál. Ef að
hótelið hefur staðið í einhverjum
framkvæmdum sem hafa valdið
viðskiptavinum okkar óþægind
um þá hefðum við bara fært þá. Það
er það sem við leggjum áherslu á í
okkar skilmálum, að það þýði ekk
ert alltaf að kvarta þegar heim er
komið. Þú verður að láta vita á með
an þú ert úti. Steinunn segist vera
búin að setja þjónustudeildina inn í
málið og að samband verði haft við
Þórarin til að ljúka málinu. n
n Iðnaðarmenn eyðilögðu langþráð sumarfrí Þórarins og eiginkonu hans„Ef þeir hefðu bara
svarað strax og
sagt að þeim þætti þetta
leitt, þá hefði þetta verið
í góðu lagi. Það var það
eina sem ég sóttist eftir.
„Maður er að borga fyrir að
fá að slappa af, en þetta var
ekki afslöppun fyrir fimm aura
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Hótel Melia Þórarinn gerði þau mis-
tök að taka ekki mynd af öllu raskinu
við hótelið. Hann lagði meiri áherslu á
að ná fallegum myndum úr fríinu.