Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 21. ágúst 2013 Miðvikudagur Færri freistingar á netinu n Auðveldari verðsamanburður F lestir grunnskólanna eru búnir að senda út innkaupalista yfir það sem nemendur skólanna þurfa fyrir veturinn. Það geta verð drjúg peningaút­ lát. Samkvæmt lauslegri athugun kostar það 17.000–20.000 þúsund að kaupa það nauðsynlegasta fyrir barn sem er að fara í fimmta bekk. Þá er einungis verið að miða við kaup á ódýrustu stílabókum og ritföngum, reiknivélum og heyrnartólum sem sumir skólar vilja að börnin eigi til að nota í tölvukennslu. Það er hins vegar dálítið erfitt að bera saman verð á skólavörum, verð breytist hratt þessa dagana og skólavörurnar eru misdýrar, það get­ ur til að mynda munað fleiri hund­ ruð krónum hvort valinn er ódýrasti tússlitapakkinn eða sá dýrasti. Það sama á við um blýanta, strokleður og svo framvegis. Til að spara er góð leið að fara á netið og kaupa inn, það er auðvelt að bera saman verð í rólegheitunum á netinu og ef keypt er gegnum netið er minni hætta á að eitthvað sé keypt sem er ekki bráðnauðsynlegt. Með öðrum orðum freistingarnar eru færri fyrir framan tölvuskjáinn en þegar farið er í búðina. Skólatöskur eru misdýrar eins og ritföngin en það er erfitt að finna góða tösku sem kostar undir 12 þús­ und krónum og algengt verð á vinsæl­ um töskum er í kringum 20 þúsund krónur. Það sama á við um penna­ veski, þau eru frá nokkur hundruð krónum upp í fleiri þúsund krónur allt eftir því hversu vandað veskið er og hvort að í því er að finna blýanta, liti og penna og svo framvegis. Gott sparnaðarráð er líka ef barnið er búið að vera í skóla í einhver ár að fara yfir það sem er til frá fyrra ári. Oft er hægt að spara nokkra þúsundkalla með því að endurnýta hlutina. n Freistingum fækkar Það er hægara um vik að stilla innkaupunum í hóf með því að versla á netinu því freistingarn- ar eru færri. Mynd: Sigtryggur Ari Ódýrara að kaupa blóm beint frá býli F lestar garðyrkjustöðvar selja í gegnum heildsölur sem við eigum í flestum tilfell­ um sjálfir. Þar af leiðandi för­ um við ekki í samkeppni við sjálfa okkur með því að selja blóm á heildsöluverði. Fólk getur hins vegar komið í garðyrkjustöðvar víða um land og keypt afskorin blóm á milliverði,“ segir Sveinn A. Sæland, formaður Félags blómabænda og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum. Milliverð er verð sem er nokkurn veginn mitt á milli heildsöluverðs og þess verðs sem blóm eru seld á í blómabúðum. Sveinn segir að sem dæmi megi taka að þá rækti hann mikið af liljum og sá sem ætti leið um gæti komið við hjá honum og fengið stykkið af litlum liljum á 500 til 600 krónur. Hann segir að stórar liljur sem til að mynda eru gjarnan notaðar í jarðarfararskreytingar kosti 700 til 800 krónur stykkið beint frá blómabúinu. Verðið ráðist af gæðum blómanna. Ferskari blóm Í Espigerði er framleitt mikið af blönduðum blómvöndum sem seldir eru í stórmarkaði og Sveinn segir heildsöluverð á litlum blóm­ vendi sé á bilinu 800 til 900 krónur. Stórverslanir leggi hins vegar mjög lítið á vendina. Virðisaukaskattur­ inn bætist við og örlítil álagning en í flestum tilvikum noti búðirnar blómin til að laða að viðskiptavini og leitist því við að halda verðinu í lágmarki. „Blóm sem eru seld beint frá býli eru að minnsta kosti einum degi yngri en þau sem seld eru í blóma­ búðum,“ segir Sveinn og bætir við að blómabændur leggi mikið upp úr því að koma vörunni sem ferskastri á markað. Sá sem kaupir beint af blóma­ bóndanum veit nákvæmlega hvað afskornu blómin sem hann kaupir eru gömul þegar þau fara í vatn en ekki er alltaf hægt að fá upplýsingar um það í blómabúðum hversu göm­ ul blómin eru sem keypt eru. Flestum þykir gaman að hafa fal­ leg afskorin blóm heima hjá sér og vilja halda lífinu í þeim eins lengi og kostur er. Til að lengja líftímann er vert að hafa nokkur ráð í huga. Leggið blautt við stilkana Best er að sem stystur tími líði frá því að blóm eru keypt og þangað til þau komast í vatn. Ef blómin komast ekki beint í vatn þarf að biðja þann sem selur blómin að setja blautt við stilk­ ana, bleyta pappír eða baðmull og vefja utan um stilkana. Þegar heim er komið þarf að skáskera stilkana með beittum hníf, ef stilkarnir eru sverir má skera upp í endana á þeim svo blómin eigi auðveldra með að taka upp vatn. Það á að setja blómin í ylvolgt vatn með blómanæringu og hreinsa neðstu blöðin af blóminu, eða blöðin sem lenda ofan í vatninu, þau geta rotnað. Það er nauðsyn­ legt að nota blómanæringu því hún inniheldur sótthreinsandi efni auk næringar og blómin standa lengur. Ílát sem notuð eru fyrir afskorin blóm verða að vera tandurhrein. Best er að þvo blómavasa að inn­ an með heitu sápuvatni, og við og við getur verið gott að hreinsa ílátin með klórvatni. Að lokum hafið í huga að afskorin blóm endast best við lágt hitastig, forðist því að hafa þau nálægt mið­ stöðvarofnum eða láta sól skína beint á þau. n n Litlar liljur á 500 krónur n Stórverslanir leggja lítið á blómvendi Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is „Blóm sem eru seld beint frá býli eru að minnsta kosti einum degi yngri en þau sem seld eru í blómabúðum Beint frá býli „Fólk getur komið í garðyrkjustöðvar víða um land og keypt afskorin blóm á milliverði, sem er hagstæðara en kaupa í verslunum,“ segir Sveinn A. Sæland, formaður Félags blómabænda og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum. Standa lengi Ef vel er hugsað um liljur geta þær staðið í upp undir tvær vikur. Algengt verð 250,8 kr. 247,8 kr. Algengt verð 250,5 kr. 247,5 kr. Höfuðborgarsv. 254,4 kr. 247,4 kr. Algengt verð 250,8 kr. 247,8 kr. Algengt verð 252,9 kr. 247,9 kr. Melabraut 250,5 kr. 247,5 kr. Eldsneytisverð 20. ágúst BenSín díSiLoLíA Bóngóður afgreiðslu- maður n Lofið fær bensínafgreiðslu­ maðurinn á Stöðinni í Öskjuhlíð fyrir aðstoð við konu í vandræð­ um. Konan þurfti að láta mæla loft í dekkjum hjá sér en loft­ dælan virkaði ekki sem skyldi. Hún leitaði ásjár hjá bensín­ afgreiðslumanninum sem brást við af mikilli ljúfmennsku og jafn­ aði með bros á vör loftið í öllum hjólbörðum á bifreið kon­ unnar. Á með­ an skrapp kon­ an og fékk sér kaffi. Þú ert næstur í röðinni n „Aðfaranótt laugardags sá ég það að Mastercard­kreditkortið mitt vantaði í veskið. Ég reyndi því að hringja í Neyðarþjónustu Borgunar, sem er auglýst að sé opin allan sólarhringinn, til að loka kortinu. Einum og hálfum klukku­ tíma seinna og 2.500 krónum af innistæðu af inneigninni minni heyrði ég bara það sama og ég hafði heyrt þegar ég fyrst hr­ ingdi: „Þú ert næstur í röðinni“. Inneignin mín kláraðist og því gat ég ekki lokað kortinu. Þrátt fyrir að hafa fengið símtal daginn eftir að kortið mitt væri fundið, hversu miklum pening hefði ver­ ið hægt að eyða af kreditkortinu á þessum tíma?“ spyr óánægður viðskiptavinur. Haft var samband við Borg­ un vegna máls­ ins. Að þeirra sögn var lengsta bið eftir afgreiðslu neyðarþjónustu Borgunar að­ faranótt laugar­ dags 1 mínúta og 35 sekúndur. Ekki sé vit­ að til að bilun hafi orði í kerfinu. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.