Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 21. ágúst 2013 Miðvikudagur Fleiri verða yfirheyrðir „Það liggur fyrir að það þarf að yfir heyra fleiri vegna rannsóknar málsins,“ segir Einar Ásbjörnsson hjá rannsóknadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um háskaleik á Reykjanesbrautinni þar sem ungur maður gerði sér það að leik að fara úr bíl á ferð og skauta á malbikinu með fram bílnum áður en hann fór inn í hann aftur. Atvikið náðist á myndband og var því dreift víða á samfélagsmiðl- inum Facebook. Greint var frá því á DV.is á mánudag að búið væri að hafa upp á eiganda bílsins og búið að boða hann til yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að yfirheyra þarf fleiri vegna málsins en lögreglan vildi engar frekari upplýsingar veita að svo stöddu þegar blaðamaður ræddi við lögreglu á þriðjudag. Árni Þór Sigmundsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við DV.is á mánu- dag að þetta væri lífshættulegt athæfi. „Við lítum þetta alvarlegum augum og viljum afgreiða þetta strax og gera allt sem í okkar valdi stendur til að svona endurtaki sig ekki aftur,“ sagði Árni Þór. 30 þúsund vilja flugvöllinn í Vatnsmýri Seinni partinn á þriðjudag höfðu tæplega 30 þúsund manns skrif- að undir áskorun um að flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýri. Hratt hefur fjölgað á listanum því um miðjan dag á föstudag voru komnar um 18 þúsund undir- skriftir. Það er félagið Hjartað í Vatnsmýrinni sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni en undir- skriftirnar verða afhentar borg- arstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við nýtt aðal- skipulag rennur út þann 20. sept- ember næstkomandi. Samkvæmt skipulaginu mun flugvöllurinn víkja úr Vatnsmýrinni. Þ etta er raunverulegt vanda- mál og þetta er vaxandi vandamál. Ég get alveg fullyrt það sem skólasálfræðingur til margra ára,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og for- maður Barnaheilla, um Facebook- notkun ungra barna. Hún segir sam- skipti á miðlinum oft valda sárindum, vera vettvangur alls kyns misskiln- ings og mistúlkunar í samskipt- um og einnig eineltis. Þá séu börn á Facebook mjög varnarlaus gagnvart óprúttnum aðilum sem vilja komast í samband við þau. Þurfa að vera 13 ára Kolbrún segir að það virðist nokkuð algengt að foreldrar barna ljúgi til um aldur þeirra á samskiptamiðlinum, til að skrá þau sem notendur. En í notendaskilmálum Facebook kemur skýrt fram að notendur þurfi að hafa náð 13 ára aldri til að fá aðgang. Kol- brún segir dæmi um að börn allt nið- ur í 7 ára séu á Facebook og hljóta þá foreldrar þeirra að hafa skráð þau þar inn. „Ástæðan fyrir aldurstakmörk- unum er vissulega ekki að ástæðu- lausu. Börn hafa ekki náð nægjanleg- um félagslegum eða tilfinningalegum þroska og samskiptafærni sem krefst til að vera á samskiptamiðli eins og Facebook.“ Barninu finnst það útundan „Ég spyr mig hvað foreldrar hugsa þegar þeir skrá börnin sín undir aldri inn á Facebook. Hvað fer í gegnum huga þeirra?“ Hún segir að með því að skrá rangan fæðingardag barns séu foreldrar í raun að falsa upplýs- ingar. „Og hvaða skilaboð erum við að senda börnunum okkar með því?“ Kolbrúnu þykir ósennilegt að for- eldrar eigi frumkvæði að skráningu barna sinna yngri en 13 ára á Face- book. „Mér finnst líklegra að þetta komi frekar til vegna þrýstings frá vinum sem eru á Facebook. Barninu finnst það vera orðið út undan eða vera það „eina“ í hópnum sem fær ekki að vera á þessum miðli ef vinir þess eru sem dæmi á Facebook.“ Gott að ræða við aðra foreldra Hún segir jafnvel dæmi um að börn glati vinum sínum því foreldrar þeirra hafa sett reglur um tölvunotkun. „Önnur börn vilja ekki lengur koma í heimsókn ef búið er að setja takmark- anir á tölvunotkun einhvers eins. Þá finnst þeim bara ekkert eins gam- an lengur. Það besta sem hægt er að gera í þessu er að foreldrar vina ræði saman og samræmi reglurnar og eft- irlitið,“ segir Kolbrún sem ráðleggur foreldrum að ræða til dæmis við for- eldra bekkjarfélaga og reyna að sam- ræma reglur varðandi netnotkun. Hún segir mikilvægt að foreldrar setji börnum sínum skýrar reglur um net- notkun og fylgist vel með þeim og líð- an þeirra í tengslum við þessi sam- skipti. Mana hvert annað upp Kolbrún bendir á að börn ætli sér ekki endilega að særa aðra á netinu en þau geri sér hins vegar ekki alltaf grein fyrir því hvaða skilning við- takandi leggur í skilaboðin. Þannig skapist gjarnan misskilningur og sárindi, sem geti undið upp á sig. Enda eigi börn erfiðara með að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna en fullorðnir. Mörg börn hafa heldur ekki fengið tilheyrandi fræðslu um hvaða hegðun sé við- eigandi og hvaða hegðun sé það ekki. „Oft eru börnin mörg saman og mana hvert annað upp. Þau átta sig ekki á að eitthvað „comment“ geti hugsanlega sært eða verið tekið verr en því er ætlað. Á hverjum vetri koma ávallt nokkur eineltismál upp á netinu eða í gegnum símana, sms sem dæmi.“ Í starfi Kolbrúnar sem skóla- sálfræðingur hefur hún oft þurft að takast á við erfið mál sem skap- ast hafa vegna Facebook-samskipta barna. „Slík mál hafa farið vaxandi hjá mér undanfarin ár. Að greiða úr flækjum sem hafa myndast. Mér finnst líka mjög mikilvægt að for- eldrar geri sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir barna sinna. Ef þeir sjálfir tala illa um náungann eða eru viðstöðulaust á Facebook þá læra börnin það og finnst það vera í lagi.“ Eiga erfitt með að verja sig Kolbrún bendir jafnframt á að börn geri sér heldur ekki endilega grein fyrir því hvaða upplýsingar óhætt sé að láta frá sér á netinu og hvaða hættur geti leynst þar. „Það eru óprúttnir aðilar á netinu sem leita sér að aðgangi að ungum börnum. Þeir villa á sér heimildir og þykj- ast vera aðrir en þeir eru. Mörg börn átta sig ekki á að þau mega ekki setja allt inn á Facebook. Til dæmis alls ekki myndir sem geta valdið einhverjum misskilningi eða sent vafasöm skilaboð. Börn eiga bara oft mjög erfitt með að verja sig á samskiptamiðlunum. Það þarf ákveðinn þroska og fræðslu, eins og með önnur samskipti. Þess vegna þurfa foreldrar að fylgjast vel með og fá börn sín til að leyfa sér að fylgj- ast vel með.“ Kolbrún segir svo mikilvægt að þegar börnin nálgast 13 ára aldurinn og mega fara að nota Facebook, þá setjist foreldrarnir niður með þeim, fræði þau um miðilinn og hætturnar sem þar geta leynst. n „Vaxandi vandamál“ n Allt niður í 7 ára börn á Facebook n Foreldrar falsa fæðingarár barna Hver er tilgangurinn? Kolbrún spyr sig hvað fari í gegnum huga foreldra ungra barna þegar þeir falsa fæðingarár þeirra til að skrá þau á Facebook.„Ég spyr mig hvað foreldrar hugsa þegar þeir skrá börnin sín undir aldri inn á Face- book. Hvað fer í gegnum huga þeirra? Fræðið börn um netið Hluti af grunnfræðslu er að fræða um netið. Netið er eins og stórborg, þar leynast hættur. Segið við börnin: n Takið ekki allt trúanlega sem sagt er á netinu n Ekki eiga stefnumót við X sem maður kynnist á netinu n Hvorki senda ókunnugum myndir né persónuupplýsingar n Ekki setja inn myndir sem gefið gætu röng skilaboð n Ef óöruggur, eða þykir eitthvað skrýt- ið sem verið er að fara fram á, þá leita ráða hjá einhverjum sem maður treystir Barn á ekki að vera eftirlitslaust á netinu. Sumir foreldrar velja að hafa tölvuna í opnu rými en hér eru aðrar mótvægisaðgerðir: n Ræða við barnið um af hverju það sé mikilvægt að foreldri fylgist með n Biðja það að sýna sér hvað það er að skoða á netinu n Nota síur sem bjóðast (umdeilt hvað síur veita mikið öryggi) n Ræða við foreldra vina um að sam- ræma reglur um tölvunotkun á heimilinu Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Hegðun barnaníðinga Barnaníðingar kasta gjarnan út netum sínum á netinu. Þar fara oft fram fyrstu kynni. n Gerandi segist annar en hann er, hann byggir upp trúnað, traust og vináttu barnsins t.d. með því að: n Hrósa því og sýna umhyggju (skilning á líðan/vanda) n Reyna að grafa undan trausti þess gagnvart fjölskyldu n Lofa gjöfum, peningum n Segjast vera traustur vinur, vija hjálpa o.s.frv. Þegar trúnaður hefur myndast þá e.t.v. reynir hann að: n Fá barn/ungling til að taka af sér myndir og senda sér n Fá barn/ungling til að fækka fötum, afklæðast fyrir framan vefmyndavél og vera þannig þátttakandi eða áhorfandi kynferðislegra tilburða og/eða hlusta á klámfengið tal n Fá barn/ungling til að hitta sig Hafa ekki þroska Kolbrún segir aldurs- takmarkið á Facebook ekki sett að ástæðu- lausu. Ung börn hafi ekki þroska eða skiln- ing til að vera á slíkum samskiptamiðlum. Þjófar yfir á rauðu ljósi Rétt fyrir klukkan fjögur aðfara- nótt þriðjudags veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innbrots- þjófum í austurborg Reykjavík- ur eftirför. Um var að ræða þrjá einstaklinga sem óku burt af vettvangi og fóru yfir gatnamót á rauðu ljósu. Lögreglan veitti bif- reiðinni eftirför en ökumaðurinn virti ekki boð lögreglunnar um að stoppa og fór líka yfir á rauðu ljósi á næstu gatnamótum. Bif- reiðin var stöðvuð síðar að sögn lögreglunnar og þremenningarn- ir handteknir. Tveir þeirra reynd- ust aðeins sautján ára gamlir og sá þriðji aðeins eldri. Þeir voru vistaðir í fangageymslu og er öku- maðurinn einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan tilkynnti barnavernd um málið þar sem tveir voru und- ir átján ára aldri en ekki er vitað hverju var stolið í innbrotinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.