Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 21. ágúst 2013 Miðvikudagur Kynlífsferðir miðaldra kvenna Þ að eru til margar gerðir af vændi. Eitt er það þegar einn aðili borgar öðrum fyrir afnot af líkama hans. Ann­ að er þegar fólk með mismunandi fjárhagsstöðu mætist og sá efna­ minni þiggur gjafir af þeim efna­ meiri í skiptum fyrir blíðu. Ef til vill var þetta algengt hér á landi í ástandinu, að minnsta kosti er það þetta sem myndin Paradís: Ást lýs­ ir. Segir hér frá austurrískum efna­ konum sem halda til Kenía og sænga hjá yngri mönnum. Þær bera saman líkamsparta og líkja þeim við grillað beikon, og mað­ ur kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvernig yfirbragðið væri ef hér væru efnaðir hvítir miðaldra karl­ ar á ferð og mun yngri þeldökkar konur. En myndin fer mun dýpra. Í samræðum kvennanna heyrum við að á heimavelli eiga þær erfitt með að afklæða sig fyrir framan aðra. Útlitskröfur Vesturlanda gera fólki þar ómögulegt að vera saman, hingað eru þær komnar til að finna stað þar sem útlit skiptir ekki máli. En Eva var ekki lengi í Paradís. Brátt kemur í ljós að karlarnir hér eru að sækjast eftir peningum, ástin er dýru verði greidd og hver er í raun að nota hvern? Hin 50 ára gamla Teresa finnur sér elskhuga og fer með honum beint upp á hótel en hættir við, finnur sér annan sem virðist bjóða upp á meira en reynist síðan það sama. Undir lokin er ekkert eftir nema tilgangslaus holdleg girnd, og jafnvel henni er ekki hægt að svala. Myndin er á köflum afar klám­ fengin, en kynlíf þetta virðist hjá­ kátlegt fremur en eggjandi. Hinar löngu senur gera það að verkum að manni finnst þetta raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum. Neyð beggja aðila er sýnd þvert á kyn og þjóðfélagsstöðu. Allir eru gerendur, allir eru fórnarlömb og enginn fær á endanum það sem hann eða hún vill. Fyrst ástin er svona getur maður ekki annað en beðið spenntur eft­ ir næstu myndum í þessum þríleik, þeim sem fjalla um trúna og von­ ina. Ef einhver er. n Íslenskur leikritavetur n Sex ný íslensk leikrit verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu í vetur Þ að sýndi sig á síðasta leikári að íslenskir leikhúsgest­ ir vilja sjá íslensk leikrit. Gullregn Ragnars Braga­ son fékk mikla aðsókn, líkt og Englar alheimsins í Þjóðleik­ húsinu. Jónsmessunótt og Karma fyrir fugla vöktu athygli og umtal. Í ár bjóða stóru leikhúsin tvö upp á frumsýningar á sex íslenskum leik­ verkum. DV skoðaði dagskrá leik­ húsanna sem kemur fyrir almenn­ ingssjónir nú í vikunni. Leikrit byggt á morðmáli Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu eru eftir Braga Ólafsson (Maður að mínu skapi), Auði Övu Ólafsdóttur (Undarlegt eðli hjónabandsins) og Mikael Torfason (Harmsaga). Auk þeirra verður verkið Englar alheimsins sem byggt er á sam­ nefndri skáldsögu Einars Más aftur á fjölunum. Af þessum verkum ríkir líklega mesta eftirvæntingin vegna leik­ rits Auðar Övu sem frum­ sýnt verður í febrúar. Frumraun hennar á leik­ sviðinu, Svartur hundur prestsins, vakti mikla athygli og hlaut lofsamlega dóma. Auður hefur síðan þá gefið út bókina Undantekningin auk þess sem smáleikritið Lán til góðverka, sem sýnt var sem hluti af dagskránni Rýmin og skáldin á Lista­ hátíð í Reykjavík, gaf til kynna að árangur Svarta hundsins hafi ekki verið nein tilviljun. Harmsaga eftir Mika­ el Torfason verður frum­ sýnt í upphafi leikársins. Verkið var upphaflega skrifað sem útvarpsleikrit og frumflutt í Útvarpsleik­ húsinu á síðasta leikári. Leikritið byggir Mikael á morðmáli sem átti sér stað í Kópa­ voginum árið 2005 þar sem Magn­ ús Einarsson varð eiginkonu sinni Sæunni Pálsdóttur að bana. Leik­ ritið er hrátt og fjallar um með­ virkni, þráhyggju, lygar og brostna drauma. Mikael hefur verið í sviðs­ ljósinu síðustu mánuði sem að­ alritstjóri 365 fjölmiðla en hann á að baki langan og farsælan rithöf­ undaferil auk þess sem hann hefur verið ötull þýðandi. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þetta nútímamorðdrama fær hjá íslenskum áhorfendum. Samkeppni um list Á síðasta leikári sló sýningin Rautt í Borgarleikhúsinu í gegn. Þar lék Jóhann Sigurðarson bandaríska myndlistarmanninn Mark Rothko. Hilmar Guðjónsson fékk óvænt Grímuna sem besti aukaleikari fyr­ ir hlutverk sitt í verkinu. Kannski er leikritið Pollock eftir Stephen Sachs svar Þjóðleikhússins við sýn­ ingu Borgarleikhússins en leikritið fjallar um fyrrverandi barþernu sem uppgötvar að málverk uppi á háalofti gæti verið eftir Jackson Pollock. Hilmir Snær leikstýrir. Hilmir Snær leikstýrir einnig verkinu Spamalot sem byggt er á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail og verður frumsýnt í febrúar. Og Benedikt Erlingsson leikstýrir Þingkonunum eftir Aristófanes sem verður jólasýning leikhússins í ár. Hamlet-ár í Borgó Ragnar Bragason snýr aftur í Borgarleikhúsið með sama hóp og stóð að Gullregni og setur upp verkið Óskasteina í lok janú­ ar. Og frumraun Kristínar Mörju Baldursdóttur, Ferjan, verður frumsýnt í lok mars. En í Borgar­ leikhúsinu er ljóst að stærsta ver­ kefni ársins er Hamlet. Kannski mætti segja að Borgar leikhúsið hafi verið undir í „Shakespe­ are“­keppninni við Þjóðleik­ húsið síðustu ár. Lér konungur og Macbeth­sýningar Bened­ icts Andrews voru báðar vald­ ar „sýningar ársins“ á Grímunni og þrátt fyrir að vera ekki allra vöktu þær athygli fyrir kröft­ uga og frumlega nálgun á efni­ viðinn. Uppsetning Borgar­ leikhússins á Ofviðrinu árið 2010 stóðst hins vegar ekki þær væntingar sem leikhúsið gerði til leikstjórans Oskars Korsunovas sem kynntur var fyrir Íslendingum sem einn fremsti leikstjóri heims. Nú er öllu tjaldað til og áhuga­ vert að sjá að í kynningarbækl­ ingi Borgarleikhússins er nafn Ólafs Darra fyrir neðan Hamlet­ titilinn líkt og um plakat fyrir bíó­ mynd væri að ræða. Enda er Ólaf­ ur Darri á leiðinni til Hollywood þar sem hann hefur vakið verð­ skuldaða athygli fyrir sinn leik. Símon Birgisson blaðamaður skrifar simonb@dv.is Harmsaga Er byggt á morðmáli sem átti sér sta ð í Kópavogi árið 2005 þegar Mikael var ritstjó ri DV. Mikael Torfason Hefur skrifað bækur og þýtt leikrit en nú er fyrsta leikrit hans á fjölunum. Hamlet Ólafur Darri leikur aðalhlutverkið. Bíómynd Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Paradies: Liebe IMDb 7,0 RottenTomatoes 71% Metacritic 65 Leikstjóri: Ulrich Seidl Handrit: Ulrich Seidl og Veronika Franz Leikarar: Margarete Tiesel, Peter Kazungu og Inge Maux 120 mínútur Laddi snýr aftur Sýningar á gamanleiknum Laddi lengir lífið, sem sýndur var í Hörpu allan síðasta vetur, eru hefjast á nýjan leik. Í til­ kynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir: „Frá fyrsta degi miðasölu hefur selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri og var snemma brugðið á það ráð að færa hana í stærri sal til að anna eftirspurn. Það var þó skammgóður vermir því sama vandamál kom upp. Því þurfti að flytja sýninguna í ann­ að sinn. Hún hefur nú fasta bú­ setu í Norðurljósasalnum sem tekur tæplega 600 manns í sæti. Nú er Laddi til í slaginn aftur, endurnærður eftir gott sumar­ frí og fyrsta sýning haustsins er laugardaginn 7. septem­ ber. Næsta sýning þar á eftir er laugardaginn 21. september.“ Menningarnótt á Hjalteyri Það er ekki bara menningarnótt í Reykjavík. Verksmiðjan á Hjalt­ eyri býður gestum og gangandi á Menningarnótt 25. ágúst. Hún hefst með opnun tveggja mynd­ listarsýninga klukkan 16.00. Kristín Eiríksdóttir opnar sýn­ ingu, unna upp úr ljóðum og öðrum verkum hennar. Á sama tíma opna Auður Anna Kristjáns­ dóttir og Síta Valrún sýninguna Tunglsýki. Upplestrar og gjörn­ ingar byrja klukkan 17.00. Kristín Eiríksdóttir, Þórarinn Leifsson og Auður Jónsdóttir lesa úr verkum sínum og Angela Rawlings fer með gesti í Hljóðagöngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.